Kóka Kóla

Ég komst að alveg magnaðri staðreynd um Ísland í dag. Þannig er að hér á landi er ekki selt eitt einasta lyf við ælupest! Ég er búinn að vera svo heppinn að hafa verið ælandi frá 3 í morgun til 18 í dag. Um 2 leytið tókst mér að safna nægri orku til að labba útí Apótek. Þar fékk ég hins vegar þau svör að eina lyfið, sem væri til, væri Kóka Kóla.

Í Bandaríkjunum hef ég notað Pepto Bismol til að lækna magapínu en það fæst af einhverjum ástæðum ekki hér á landi (ábyggilega vegna þess að einhver Svíi sagði okkur að það gæti verið skaðlegt). Ég rölti því útí Melabúð og keypti mér Kók. Sem væri kannski ekki merkilegt nema fyrir það að ég hef ekki drukkið gos í 5 ár. Ég keypti mér einn lítra af kóki og hellti því oní mig.

Ég verð að játa það að mér fannst kókið ekkert sérstakt. Það hjálpaði þó til við að lækna magapínuna. Ég held að ég haldi mig bara við vatnið áfram.

4 thoughts on “Kóka Kóla”

  1. hmmm

    ég hélt þú væri Pepsi maður?

    Annars er Pepto Bismol bara of bleikt fyrir Ísland – en það virkar.

  2. Jamm, auðvitað er ég Pepsi maður. 🙂 Málið er bara að ég held að Pepsi sé ekki hugsað sem magalyf, líkt og Kók var í upphafi.

    Annars sé ég að íslensk-ameríska er með Pepto Bismol, það er framleitt af Procter & Gamble. Spurning um að spyrja þá bara.

Comments are closed.