Kólumbíski herinn í stuði Ed

Ed Gibson, kennarinn minn í Suður-Amerískum stjórnmálum benti mér á þessa grein á BBC. Hann sagði að þetta myndi ábyggilega ylja manni um hjartarætur.

Þessi uppblásni hermaður er nýjasta tæki kólumbíska hersins í baráttunni við skæruliða.

Á þeim svæðum, sem FARC ræður yfir er fólk afar hrætt við ofbeldi og því notar herinn þennan uppblásna hermann, sem gengur ekki með byssu, til að fá upplýsingar út úr fólki varðandi staðsetningu skæruliðanna.