Laun þingmanna

Veit einhver hvað alþingismenn eru með í laun? Ég get ekki fundið eitt einasta skjal um þetta á Google, sem mér finnst afar slæmt.

Ég lenti í þrætum um þetta nýlega og þarf að vita hvort ég hafði rétt eða rangt fyrir mér. Veit einhver hvað þeir eru með í grunnlaun og hvað meðalþingmaðurinn fær í heildarlaun? Ég fann milljón greinar þar sem fólk kvartar yfir háum launum þingmanna, en enga grein þar sem minnst er á krónutölu. Það finnst mér magnað.

13 thoughts on “Laun þingmanna”

 1. Einhvers staðar var ég búinn að heyra að grunnlaun væru “ekki nema” 150 þúsund … en þá ætti eftir að bæta við launum fyrir nefndarstörf og annars konar fríðindi. Þannig að ef ég ætti að giska myndi ég segja að það veit í raun og veru enginn nákvæmlega hvað þingmenn á Íslandi hafa í laun, sem er náttúrulega frekar sorgleg staðreynd ef sönn er.

  Sel það samt ekki dýrar en ég stal því, en mig minnir að það hafi verið um 150þ.

 2. Af vef alþingis:

  “Kjaradómur ákvað að þingfararkaup alþingismanna frá 1. janúar 2005 ætti að vera kr. 450.910 kr. “

 3. Nei nei nei nei. Björgvin Ingi sagði ég má MSN sannleikann. Hann vitnar í gagnasafn mbl.is, sem ég hef ekki aðgang að:

  >Þingfararkaup alþingismanna hækkar úr tæplega 438 þúsund í 450 þúsund krónur. Heildarlaun forseta hæstaréttar hækka úr um 833 þúsundum í um 858 þúsund krónur á mánuði og laun biskups Íslands fara úr rúmum 704 þúsundum í 725 þúsund krónur.

  Það væri samt gaman að vita hver raunveruleg laun hjá meðalþingmanni væru, með nefndarsetu og slíku.

 4. Hvaða leitarskilyrði notaðuru á google?

  Það er alltaf talað um Þingfararkaup, þegar talað er um þessi laun.

  Prófaðu að slá inn þingfararkaup á google -gáðu hvort það breyti e-ð leitarniðurstöðunum?

 5. Já þessi endalausu nefndarstörf. Þeir eru duglegir að skipa nefndir til að komast til botns í málum… Það eru bara $$$$$$ í augunum 😡 Nei nei, persónulega myndi ég ekki nenna að rífast allan daginn fyrir þessi laun, og hvað þá að ávarpa “óvininn” sem hæstvirtan 🙂
  Hafðir þú rétt fyrir þér Einar?

 6. Það er bara fast álag sem greiðist einu sinni fyrir nefndarstörf og þar sem allir þingmenn -nema Kristinn H. Gunnarsson- eru í nefndum þá bætist það við laun þeirra alla.

  Í þessu tilliti skiptir það ekki máli hvort þú ert í 1 eða 10 nefndum, þú færð bara 1x greitt nefndarálag. Reyndar er aukalega fyrir að vera formaður í nefnd en það er líka bara 1x.

 7. Jamm, Jensi, ég notaði reyndar ekki Þingfarakaup. Ég fann hins vegar kjaranefnd.is, en fann ekkert um alþingismannakaup.

  Hvað er hins vegar nefndarálagið hátt?

  Og nei, ég hafði rangt fyrir mér 🙂

 8. Dem it!! Ég vissi að ég hefði átt að láta skrá mig í stjórnmálaflokk við fæðingu og fara svo bara beint á þing eftir stúdentinn, þá væri ég í góðum málum.

 9. Hvað segið þið þá um þingmenn sem eru ráðherrar og fá 50% álag ofan á þingfararkaup og eru svo líka í borgarstjórn (þar serm er greitt 80% af þingfararkaupi) -eins og sumir ónefndir dómsmálaráðherrar þessa lands :biggrin2:

 10. Jamm, það er magnað hvað þetta hlýtur að vera létt mál fyrir dómsmálaráðherrann okkar. Hvað segir það um álag á þingmönnum þegar þeir geta líka verið ráðherrar og í borgarstjórn (sem á að mig minnir að nær fullt starf).

Comments are closed.