Maus, molar

 • Nýja Maus platan er hrein snilld. Ég get hreinlega ekki skilið af hverju allir Íslendingar eru ekki sammála mér. Öll lögin eru grípandi og ég er ekki búinn að snerta Metallica eða Radiohead diskana mína síðan ég fékk Maus. Hinar tvær uppáhalds íslensku hljómsveitirnar mínar, Quarashi og SigurRós eru báðar búnar að meika það í útlöndum, þannig að mér finnst að Maus eigi að verða næstir. Þeir eiga það skilið.
 • Ég var að koma frá Noregi, var í Osló í nokkra daga. Komst að því að Norðmenn geta ekki sagt “ú”. Einsog til dæmis “Just Dú It”. Það verður “Just Du it”, sem hljómar ekki eins vel. Heyrði samt norskt rapp, sem var bara helvíti gott.
 • Ég er kominn með nýjan síma, sem ég er alveg yfirmig ástfanginn af. Gamla símanum var stolið af einhverjum fábjána á Hverfisbarnum. Refsingin fyrir slík brot ætti að vera hörð, til dæmis að banna viðkomandi að nota GSM síma það sem eftir er ævinnar. Ég er viss um að enginn Íslendingur myndi þola slíka refsingu!
 • The Office eru snilldar þættir. Ég missti af þeim í Sjónvarpinu en hef séð þá tvisvar í Icelandair vélum undanfarnar vikur. Ég var svo hrifinn að ég ákvað að kaupa mér þættina á DVD. By the way, þegar ég var að leita á Amazon, þá kom þessi diskur upp þegar eg leitaði að The Office. Ég var að spá í að skella honum í pakkann en sá svo að hann fékk lélega dóma.:)
 • Og ef Gerard Houllier er ennþá að lesa þessa síðu: Kauptu Damien Duff!!! (Og Cisse líka). Þú mátt selja Smicer, Cheyrou, Heskey (í gvöðanna bænum) og Carragher.
 • Og þetta er náttúrulega snilld.

8 thoughts on “Maus, molar”

 1. Maus eru æði 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 ……. gaman að því…. :tongue:

 2. Er einmitt að bíða eftir að fá t610 núna um mánaðarmótin… er með T68 (ekki i!) þessa dagana, djö**lsins crap!

  En T610 fær einmitt bestu einkunn á GSM Arena.

  Jeeee!

 3. ó já… t610 er málið… og enn betri ef maður er með eitt stykki Makka með… sem Einar hefur nú verið þekktur fyrir 😉

  kv, tobs

  ps. ef Katrín beilar þá er ég alveg ti… ehm… :blush:

 4. bara benda ykkur á að ég fæ fína fína 7610 símann minn í dag, (sorry egill, svona er að vera celeb þáfær mar hlutina þó þeir séu uppseldir!) 😉

 5. Djö maður, Katrín missti af þér í Kringlunni. Annars þá er ég alveg til í að byrja með þér. 🙂

  Annars þá er T68i sími djöfulsins. Það eru eiginlega makleg málagjöld fyrir þann, sem stal honum, að þurfa að glíma við það að bíða í 10 sekúndur eftir að opna eitt SMS!

Comments are closed.