Maus

Hljómsveitin Maus (næstbesta íslenska hljómsveitin á eftir Quarashi) heldur úti alveg frábærri vefsíðu á maus.is. Útlitið á þessari síðu er með því allra flottasta, sem ég hef séð.

Á síðunni er meðal annars hægt að nálgast nokkur mp3 lög. Nokkur eru óútgefin og nokkur eru af tónleikum. Á meðal tónleikalaganna er skemmtileg útsetning á Girls on film. Þeir enda lagið með orðunum: “Einsog sannir Íslendingar þá auglýsum við að sjálfsögðu eftir eftirpartíi”.