Merkilegar myndir

Ég ætla einhvern tímann að setja inn fullt af myndum frá hinum ýmsu ferðalögum mínum, hérna inná síðuna.

Í gær var ég eitthvað að fara í gegnum gamlar skrár á harða disknum mínum og þá rakst ég á þessa mynd, sem er ein af mínum uppáhaldsmyndum frá Suður-Ameríku ferðinni. Þarna á myndinni eru Sölvi Blöndal, Borgþór Grétarsson, Emil H. og (fyrir aftan Emil) Friðrik Ó.