Mogginn og umhverfismatið

Eftir ritsjóraskipti á Mogganum þá gerist það sífellt oftar að ég er hjartanlega sammála leiðarahöfundum blaðsins. Það á sérstaklega vel við í morgun í leiðara, sem má lesa hér: [Tími óðagotsins](http://morgunbladid.blog.is/blog/morgunbladid/entry/675747/).

Þar segir um þá kröfu sumra að reglum um umhverfismat verði hreinlega kastað útum gluggann núna í kreppunni. Moggaritstjórar benda hárréttilega á að slíkt sé fáránlega skammsýnt.

>Nú er ekki rétti tíminn til að kasta til hliðar faglegum vinnubrögðum, hvort sem það er í umhverfismálum eða á öðrum sviðum.

>Ætlunin er ekki að búa aðeins í landinu næstu daga og vikur, heldur um ókomin ár og aldir. Eftir það fúsk og fum, sem hefur komið Íslendingum í einhverja mestu kreppu í sögu lýðveldisins, er ekki ástæða til þess að setja fúskið á stall.

>Virkjanir og stóriðja eru alvörumál og komandi kynslóðir eiga rétt á því að eins vel sé staðið að ákvörðunum um þau mál og kostur er. Fari eitthvað úrskeiðis er ekki hægt að bjóða komandi kynslóðum upp á þær skýringar að nokkra daga í október árið 2008 hafi menn verið svo örvinglaðir að einu ráðin voru örþrifaráð. Ákvörðunin um heildarmat á að standa.

Amen!