Moore svarar fyrir sig

Michael Moore ver Bowling for Columbine í ítarlegri grein. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum, sem og á Íslandi hafa að undanförnu reynt að gera lítið úr myndinni og sakað Moore um ítrekaðar lygar.

Þessar ásakanir á Moore eiga margar hverjar upptök hjá öfgahópum og hægri menn í Bandaríkjunum eru alltof viljugir til að endurtaka þær. Það er nefnilega þannig að ef að menn ljúga nógu oft, þá fer fólk að trúa því. Þess vegna virðast sumir íhaldsmenn telja að hægt sé að láta Bowling for Columbine fara framhjá sér því hún sé bara lygar og ýkjur.

I can guarantee to you, without equivocation, that every fact in my movie is true. Three teams of fact-checkers and two groups of lawyers went through it with a fine tooth comb to make sure that every statement of fact is indeed an indisputable fact. Trust me, no film company would ever release a film like this without putting it through the most vigorous vetting process possible. The sheer power and threat of the NRA is reason enough to strike fear in any movie studio or theater chain. The NRA will go after you without mercy if they think there’s half a chance of destroying you. That’s why we don’t have better gun laws in this country – every member of Congress is scared to death of them.

Well, guess what. Total number of lawsuits to date against me or my film by the NRA? NONE. That’s right, zero. And don’t forget for a second that if they could have shut this film down on a technicality they would have. But they didn’t and they can’t – because the film is factually solid and above reproach. In fact, we have not been sued by any individual or group over the statements made in “Bowling for Columbine?” Why is that? Because everything we say is true – and the things that are our opinion, we say so and leave it up to the viewer to decide if our point of view is correct or not for each of them.

Hvet alla, jafnt Moore elskendur sem hatara, til að lesa greinina.

21 thoughts on “Moore svarar fyrir sig”

  1. Taktu líka eftir fullyrðingunni: “I can guarantee to you, without equivocation, that every fact in my movie is true.” hún meikar engan sense :rolleyes:

  2. Þetta eru frekar aumir hlutir sem vísað er í hjá þér Matti Á.

    Annarsvegar að breyta einhverjum texta yfir einhverju einu skoti og síðan að Lockheed hafi ekki framleitt kjarnorkusprengjur ákkúrat þegar voðaverkin áttu sér stað.

    Ég man ekkert eftir þessu auglýsingaklippi sem vísað er í og ég held að það hafi ekki verið einn af vendipunktum myndarinnar.

    Ég held að Moore hafi ekki endilega verið að benda á að kjarnorkusprengjuframleiðsla hafi leitt drengina til að gera það sem þeir gerðu. Hinsvegar það ofbeldi í samfélaginu og allt í kring um þá. Það voru áfram framleidd vopn þarna, þótt það hafi ekki verið kjarnorkusprengjur.

    Ég skil líka ekki afhverju fólk setur sig svona mikið á móti þessum tilraunum eins manns til að skýra þennan atburð í félagslegu ljósi.

    Andstæðingar Moore, hvort sem þú kallar þá hægri menn eður ei meiga endilega koma fram með sínar gagn-kenningar um þetta gríðarlega háa stig ofbeldis og vopnaðs ofbeldis í BNA.

  3. http://www.hardyla….

    Jens, reyndu að réttlæta þessa meðferð Michael Moore á ræðu Charlton Heston.

    Ég kalla andstæðinga Moore ekki nokkurn skapaðan hlut, annað en kannski, fólk sem trúir ekki öllu sem Michael Moore segir af því að Michael Moore segir það, eða fólk sem sér sólina fyrir Michael Moore.

  4. Moore beitir bara svipuðum aðferðum og öfgahægrimenn – Fer eins langt og hann mögulega getur.

    Það er því miður það eina sem dugir á sauðheimskan almúgann.

    Réttlætir árangurinn meðalið? Í tilfelli Moore; EKKI SPURNING!

  5. Matti, mér finnst þú taka þessu full alvarlega. Staðreyndin er sú að mestöll gagnrýni á Moore er komin frá íhaldsmönnum í Bandaríkjunum. Mér þykir leitt ef ég hef móðgað þig með því að flokka þig ómeðvitað í hóp íhaldsmanna, sem Moore krítík.

    Ég hef lesið pistlana þína um Moore áður og verð að segja að það, sem þú bendir á er oft bara óbein gagnrýni á myndina. Því er haldið fram að hún sé óheiðarleg og að Moore ljúgi beinlínis um tölfræði og annað. Það eina, sem menn geta þó bent á er að hann hafi klippt eina ræðu. Come On!

    Annars veist þú vel að lesandi síðu þinnar (sem ég er) myndi aldrei setja þig viljandi í flokk með strangtrúuðum bandarískum íhaldsmönnum. Þess vegna finnst mér þú taka þetta full nærri þér.

  6. Ragnar, afskaplega heimskulegt svar.

    Meira um sama mál (er trackback nokkuð farið að virka?) Örvitinn.com

    Ágúst, auðvitað áttu að sjá þessa mynd. Hún er stórmerkileg og skemmtileg að auki.

  7. Nei, trackback virkar ekki. Virkar ekki á Windows IIS serverum.

    Hins vegar nemur Referrer scriptið mitt þetta á Individual entry síðunni um leið og tveir hafa smellt á linkinn.

    (breytti tenglum í virka tengla) (Það má nota HTML í kommentunum hérna)

  8. Ég var seinn að bæta við brosköllum á réta staði í mína færlsu, enda er ég alltaf nokkuð lengi að bæta hlutum við.

    Eins og ég segi í smáa letrinu er ég hrifinn af ýmsu sem Moore gerir. Bowling For Columbine er góð mynd að mínu mati.

    En Moore er enginn Gvuð og þegar annar hver maður er farinn að vitna í manninn (og yfirleitt ranglega) er fróðlegt að skoða það sem hann segir í raun.

    Moore er ansi klár, hann fer ekki oft beinlínis rangt með staðreyndir, en hann smeygir sér fram hjá sannleikanum með því að segja einungis frá því sem honum hentar. Ræðan skiptir miklu máli í myndinni, meðferð hans á Charlton Heston skiptir líka máli og trúðu mér, ég hef ekkert álit á Charlton Heston.

    Auðvitað hefur Moore motive og hugsanlega væri myndin ekki jafn góð og hún er ef maðurinn væri heiðarlegri, en þeir sem hafa áhuga á umræðu um þau málefni sem myndin fjallar um eiga að gera sér þann greiða að skoða fullyrðingar hans með gagnrýnu hugarfari. Þá fyrst er hægt að ræða þessi málefni af einhverju viti.

    Grein Moore sem þú vísar í hér að ofan er ótrúlegt samansafn ad hominem og strámanna, ég hef satt að segja sjaldan séð annað eins. En hann er fyndinn.

    :biggrin2: vegna þess að ég er ekkert sár, hef bara gaman að því að rífast um Michael Moore

  9. Þegar ég sá myndina fyrir nokkuð löngu síðan var mér bara eitt í huga.

    Mér finnst ófagmannlegt að búa til heimildarmynd fyrir almenning sem færir eingöngu rök fyrir annarri hlið málsins. Mynd á borð við mynd Moore, þar sem tiltölulega venjulegum einstaklingum og fyrirtækjum er stillt upp og þau gerð að grýlum er ekki mikið mark takandi á.

    Mér fannst þetta leiðinlegt, því myndin var skemmtilegt og það væri þægilegt að geta myndað sér skoðun út frá henni.

    Það eru til góðar og gildar ástæður fyrir að vera á móti þeim hlutum sem Bowling for Columbine gagnrýnir. En myndin sem slík hefur því miður afskaplega takmarkað gildi.

  10. Thetta er heimildarmynd um ofbeldi, ekki hlutlaus söguskodun Óli og hefur mikið gildi sem slík.

  11. Hr. Moore er áróðursmaður. Myndin er því varla heimildarmynd heldur frekar áróðursmynd. Ég get helst líkt aðferðum hans saman við aðferðir Greenpeace við mótmælum gegn hvalveiðum hér áður fyrr. Með þeirri undantekningu þó að ég er sammála málstaðnum hans Moore.

    Mótmælaaðferðir Greenpeace hafa heilmikið gildi, enda komu þeir því í verk að hvalveiðar voru bannaðar. Þannig mætti eins segja að sviðsettu selsdrápin þeirra á Grænlandi hafi mikið gildi sem heimildarmynd um ofbeldi, jafnvel þótt þau hafi dregið upp gríðarlega skekkta mynd af raunveruleikanum.

    Punkturinn minn er að það er mikilvægt að gera sér grein fyrir áróðurseðli myndarinnar og taka hæfilega mikið mark á henni þegar maður myndar sér skoðun sjálfur. Þeim sem vilja sjá góðar heimildarmyndir um ofbeldi er bent á vandaðri skáldskap, t.d. American History X.

  12. Ég fór og horfði á myndina aftur í fyrradag, mér fannst það nauðsynlegt þar sem mér fannst umræðan hér vera komin út um víðan völl.

    Í fyrsta lagi, þá langar mig að tala um þessa blessuðu Charlton Heston ræðu. Í mínum augum skiptir það litlu sem engu máli hvað Heston er að segja þegar skotið er á hann í myndinni. Þessi skot eru í samhengi við komu NRA til Columbine og Flint einungis viku eftir að voðaverkin áttu sér stað í þessum tveim bæjum –tilviljun?

    Spurningin sem sett er fram er hvort NRA hefði ekki mátt bíða aðeins með þessar ráðstefnur sínar og leyft syrgjandi bæjarbúum að jafna sig?

    Heston svarar þessari spurningu (þegar Moore fer heim til hans) með því að það sé réttur þeirra til að koma til þessara bæja! Halló!

    Í þessu ljósi finnast mér umræður um meðferð Moore á ræðu Heston vera á jaðri umræðunnar.

    Í öðru lagi þá langar mig að svara þessu með að Bowling for Columbine sé áróðursmynd. Þessi umræða er líka soldið í lausu lofti. Ég held að enginn þeirra sem svo glaðlega kallar Moore áróðursmann hafi kært sig um að skilgreina hvað þessi áróðursmynd fjallar um?

    Í mínum huga er þetta tilraun til að útskýra fáránlega hátt stig ofbeldis í Ameríku. Ég ætla ekki að segja að mín skilgreining sé algild og hefði gaman af því að heyra aðrar.

    En ef við göngum út frá þessari skilgreiningu, þá er skrýtið að ætlast til þess að kvikmyndagerðamaðurinn verji hina hlið málsins, þeas á hann að verja ofbeldi og þá sem hvetja til þess?

    Ég held líka að menn séu eitthvað farnir að ruglast á fréttum/fréttaskýringum og heimildarmyndum. Í fréttaskýringum er gerð krafa um að báðar hliðar málsins séu kynntar, ég hef ekki heyrt þessa kröfu gerða til heimildamynda fyrr.

    Þó átti sér stað mikil umræða um einmitt þennan punkt í Bandaríkjunum eftir 9/11. Áttu fréttastöðvarnar að kynna áhorfendum sínum hina hlið málsins, þeas hlið hryðjuverkamannanna og af hverju þeir hötuðu Ameríku? Um þetta voru mjög harðar deilur.

    Í þessu ljósi má líka aðeins benda á að það er farið með NRA mjög mjúkum höndum í bandarískum fjölmiðlum, bæði ljósvaka- og prentmiðlum. Og því mætti líka segja að mynd Moore sé hin hliðin á þeim áróðri sem rekin er af fjölmiðlum daglega.

    Fyrir mann eins og mig sem hefur búið í Bandaríkjunum í samtals sjö ár er mynd Moore mjög þörf vakning og góð naflaskoðun á samfélagi í krísu, hvort sem menn aðhyllist svo stjórnmálaskoðanir hans utan þessa ramma er allt annað mál.

  13. Einsog svo oft áður (þá finnst mér eitthvað vanta) þá er ég sammála þér, Jens. Mér fannst þetta hæpinn punktur hjá Óla:

    Mér finnst ófagmannlegt að búa til heimildarmynd fyrir almenning sem færir eingöngu rök fyrir annarri hlið málsins. Mynd á borð við mynd Moore, þar sem tiltölulega venjulegum einstaklingum og fyrirtækjum er stillt upp og þau gerð að grýlum er ekki mikið mark takandi á.

    Átti Moore að sýna fram á kosti þess að fólk sé skotið í hausinn? Eða kosti byssueignar almennt? Hverjir eru þeir nákvæmlega. Flestar byssurnar, sem notaðar eru til að drepa fólk henta ekkert til að drepa dýr, sem eru alltaf rökin fyrir byssueign.

  14. Spurningin sem sett er fram er hvort NRA hefði ekki mátt bíða aðeins með þessar ráðstefnur sínar og leyft syrgjandi bæjarbúum að jafna sig?

    Samkvæmt lögum er svarið nei, NRA þurfti skv. lögum að halda ársfund sinn á fyrirfram auglýstum stað og tíma. En það sem NRA gerði var að aflýsa allri áður auglýstri dagskrá nema þeirri sem var nauðsynleg formsins vegna. Ekki hef ég nokkurt álit á NRA en common, þetta er kjánaleg gagnrýni.

    En það sem er einna fyndnast í þessu öllu saman er að Michal Moore er sammála mér og Óla Þór.

    Í þessu viðtali kemur skýrt fram hjá honum að Bowling for Columbine sé einmitt ekki heimildarmynd að mati Moore. Um hvað erum við að deila?

    N.b. að mínu mati kemur Moore helvíti vel út úr þessu viðtali, álit mitt á honum jókst töluvert við að horfa á það.

  15. Neibbs, Matti, þú bara stafsettir það vitlaust.

    Ég lagaði það fyrir þig. Reyndar hef ég lagað þetta nokkrum sinnum fyrir þig áður. Og það sem meira er, þú stafsetur blockquote vitlaust í síðasta kommenti líka :biggrin2:

    Fyndið hvað sum orð geta vafist fyrir manni.

  16. Þið Einar og Jens eruð svolítið að misskilja meginhugmyndina sem ég er að reyna að koma á framfæri, og sem Hr. Moore er reyndar að einhverju leyti sammála mér um, sbr viðtalið sem Matti vísar í.

    Aðferð Micheal Moore er að stórum hluta að sú, að stilla fyrirtækjum og einstaklingum upp og gera þau að grýlum. Það er mjög hlutdræg aðferð til að koma skoðun sinni á framfæri. Það sem ég á við með að myndin hafi takmarkað gildi sem heimildarmynd er einmitt þetta.

    Ég nefni þrjú dæmi sem ég man eftir úr myndinni til stuðnings þessarar skoðunnar. Fyrsta dæmið er um work for welfare áætlunina sem móðir krakkans í Flint málinu tók þátt í. Þar eru Lockheed Martin og Dick Clark´s grýlugerð og gefið í skyn að þessi fyrirtæki bera nokkra ábyrgð á því sem gerðist. Þessi fyrirtæki gerðu það eitt sér til sakar að taka þátt í aðgerðum á vegum félagsþjónustu ríkisins.

    Annað dæmið er umfjöllunin um byssukúlusölu K-Mart. Gefið er í skyn að K-Mart beri nokkra ábyrgð sem fyrirtæki. Þriðja dæmið er umfjöllunin um Heston, bæði ræðan hans sem áður hefur verið talað um hér og heldur ruddalega heimsókn Hr. Moore.

    Í stuttu máli er varhugavert að líta á það sem fram kemur í myndinni sem algildan sannleik, frekar en nokkuð annað. Það er mikilvægt að hafa í huga þegar horft er á myndina að hún byggir á áróðursaðferðum en ekki hlutlausri umfjöllun.

    Einar spyr hverjir kostir þess að skjóta fólk í hausinn eru. Nær væri að spyrja getur verið að Lockheed Martin beri enga ábyrgð á morðunum ?

Comments are closed.