Myndir frá Jerúsalem og fleira

Ég er kominn heim til Íslands. Er búinn að eiga fína helgi hérna heima og verð hér fram á miðvikudag þegar ég fer aftur til Stokkhólms.

Fór á 15 fokking ára Garðaskóla reunion, sem var nokkuð skemmtilegt. Fyrir hittumst við sem vorum saman í bekk í Flataskóla og svo fórum við saman á reunionið, sem var á Thorvaldsen. Ég spjallaði við fulltaf góðu fólk og skemmti mér nokkuð vel. Í gær fór ég svo uppí sumarbústað og slappaði af.

Svíþjóðarferðin gekk annars mjög vel. Áttum marga góða fundi og málin þarna ganga almennt séð mjög vel. Það sem skemmir fyrir eru aðstæður hérna heima, en við höfum til að mynda beðið í þrjár vikur eftir millifærslu á peningum til Svíþjóðar. Ef að aðstæður skána ekki eitthvað hérna á næstu tveimur vikum fer það að stofna þessu verkefni í einhverja hættu, en vonandi bjargast það þó.

Allavegana, ég setti loksins inná Flickr myndir frá Ísrael. Ég skipti myndunum frá Ísrael í tvo hluta og í þeim fyrri eru myndir frá Jerúsalem.

Á þessari mynd er ég fyrir framan Dome of the Rock á Musterishæðinni í Jerúsalem. Svo sannarlega einn af hápunktum ferðalaga minna undanfarin ár.

Allavegana, það er best að horfa á myndirnar sem slideshow á Flickr hérna.