Myndir frá Líbanon

Jæja, loksins er fyrsti hluti myndanna minna kominn á netið. Þetta hefur tekið lengur en ég átti von á. Fyrir það fyrsta, þá var ég að læra á Aperture, sem ég nota núna í staðinn fyrir iPhoto (ég þarf að blogga sérstakt nördablogg um það), og svo komu líka aðrir skemmtilegir hlutir hérna heima á Íslandi inná milli og myndirnar frá ferðinni gleymdust. Svo voru þetta um 1.300 myndir, sem ég þurfti að grisja úr.

Allavegana, hérna eru komnar inn myndirnar frá Líbanon. Þarna eru myndir frá Beirút, Baalbek, Byblos, Trípolí og Qadisha dalnum. Ég reyndi að grysja vel úr, svo þetta væri sæmilega áhugavert fyrir sem flesta. Fyrri tengillinn er á yfirlitsmyndina í Flickr, þar sem hægt er að kommenta á hverja mynd – og sá seinni er á slide show, þar sem myndirnar eru stærri.

Myndir frá Líbanon
Flickr SlideShow með myndunum frá Líbanon

Myndir frá hinum löndunum þremur koma svo síðar.

Myndin að ofan er frá Baalbek. Þarna er ég fyrir framan Musteri Bakkusar, einn af hápunktum ferðarinnar.