NAM – Nútíma asísk matargerð

Á næstu vikum munum við opna veitingastaðinn NAM.

NAM stendur fyrir Nútíma asísk matargerð, eða gæti verið stytting á “Víetnam” – (einsog “þetta er nú ekkert miðað þegar ég var í ‘Nam.”).

Að einhverju leyti mun NAM líkjast Serrano því maturinn verður afgreiddur úr afgreiðsluborði og fólk mun hafa umtalsvert val þegar það borðar hjá okkur.

Maturinn verður eitthvað alveg nýtt og öðruvísi en fólk á að venjast frá asískum mat á Íslandi. Við horfum til stórs hluta Asíu og höldum okkur ekki við eitt landsvæði þegar að kemur að áhrifum á matinn. Bæði eru mikil áhrif frá Kína og einnig löndum einsog Víetnam. Úr þessu verður til eitthvað alveg nýtt.

Alex Sehlstedt, sem er yfirkokkur Serrano í Svíþjóð, hefur séð um þróun matarins á NAM en hann hefur mikla reynslu af asískri matargerð. Við stefnum að því að opna staðinn um miðjan desember. Ég mun uppfæra Facebook síðuna með meiri upplýsingum um matinn og staðinn þegar að nær dregur opnun. En ég hvet alla sem hafa áhuga um að fylgjast með okkur á Facebook síðunni okkar.

Við munum bjóða uppá hrísgrjóna- og núðlurétti, núðlusúpu, salöt, Banh Mi samlokur og dumplings. Þetta verður spennandi.

5 thoughts on “NAM – Nútíma asísk matargerð”

  1. Glæsilegt! Hljómar mjög svipað og staður sem ég borða mikið á í West Village, sem heitir Pho Sure, er einmitt með frábærar Banh Mi samlokur og Bun núðlurétti/súpur. Hlakka mikið til að prufa næst þegar ég kem heim til Íslands!

  2. Já, þú verður að testa þegar þú kemur til Íslands. Ég held þó að þetta verði alveg unique hjá okkur – þar sem að maturinn sem að Alex gerði er undir svo ólíkum áhrifum – alls ekki bara víetnömskum.

Comments are closed.