Ó Jón

Jens PR skrifar góðan pistil á síðuna sína um bókina hans Jóns Baldvins en hann er búinn að vera að eyða síðustu dögum í að lesa bókina.

Ég gaf einmitt pabba mínum bókina í jólagjöf enda hef ég grun um að hann sé krati inn við beinið. Ég og Jens erum náttúrulega sálufélagar í aðdáun okkar á Jóni Baldvini og því hlakka ég mikið til að lesa bókina (sem var önnur ástæða fyrir því að ég gaf pabba hana í jólagjöf smile

Annars er pistillinn hans PR fín lesning. Hann skrifaði líka áður um það að bókin, sem hafði mest áhrif á Jón Baldvin væri Hægt líður áin Don eftir Nóbelsverðlaunahafann Mikhail Sholokov. Það er einmitt uppáhaldsbókin mín (ásamt Hundrað ára einsemd eftir Garcia Marques) og á tímabili talaði ég (einsog Jens minnist á) um fátt annað um þá bók. Kannski að ég skrifi um hana á þessari síðu seinna.

6 thoughts on “Ó Jón”

  1. Mér finnst að þið eigið að kalla bókin “Lygn streymir Don” sem er miklu meira kúl heldur en að kalla hana “Hægt líður áin Don”.

    tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð tuð

  2. Ég var að lesa Laxness í gær þar sem hann kallar sömu bók: Straumlygn Don -sem mér fannst líka soldið flott.

    Þessi þýðing er frá 1938 -sennilega ein af fyrstu þýðingum á þessum titli???

  3. Jamm, ég spurði Auði Haralds í Eymundsson fyrir einhverjum tveimur árum og hún kannaðist við bókina sem “Lygn streymir Don”. Það væri dálítið gaman að lesa hana í íslenskri þýðingu. Kannski að hún sé til á einhverjum bókasöfnum. Held að hún hafi ekki verið gefin út í marga áratugi.

  4. Hún á að vera til í í kjallaranum á Hverfisgötu 21 hjá Félagi bókagerðarmanna á heilar 300 krónur x2.

    Mikael Sjólokov: Lygn streymir Don I., 300 kr í b.
    Mikael Sjólokov: Lygn streymir Don II., 300 kr í b.

    sjá á fbm.is -> hér

    Þarna virðist vera slatti til af nördavænu drasli. Til dæmis þessi viðbjóður “Endimörk vaxtarins – Rannsókn Rómarsamtakanna – 300 kr.” sem ég las einu sinni og rökræddi mikið við valinkonna sósíalista. (Menn geta giskað á hvern um ræðir).

  5. Þetta er nú líklega einn af síðustu nöglunum í líkistu þessa strengs?

    Mig langaði bara að þakka bió fyrir ábendinguna með kjallaran á Hverfisgötunni.

    Ég skundaði þangað á þriðjudag og sló eign minni á þessar bækur gegn afspynu vægu gjaldi.

    Það er alveg yndislegur bókaspekúlant sem aðstoðaði mig þar neðra og ég mæli með viðskiptum við þetta félag ,,gúdd bæing expíríens”

Comments are closed.