Ó MTV!

Ó, MTV!

Ef einhver hefur nokkurn tímann efast um að hjá raunveruleikasjónvarps-deildinni hjá MTV vinni eitthvað nema snillingar, þá geta menn hætt að efast núna. Nýjasta snilldin á MTV er nefnilega [A Double Shot At Love](http://www.youtube.com/watch?v=hqmfDe8dqLU).

Þetta er framhald á þætti þar sem hin tvíkynhneigða Tila Tequila valdi úr hópi 10 lesbía og 10 straight karlmanna. Mig minnir að hún hafi valið karlmann í fyrri seríunni, en í þeirri seinni (þar sem að fyrra sambandið entist ekki eina viku) valdi hún lesbíu, sem hafnaði henni. Því virðist hún hafa gefist upp á þessari (ótrúlega pottþéttu) leið til að finna ástina.

Hvernig toppum við þetta, hafa menn á MTV þá eflaust spurt sig?

Jú, með því að fá tvíkynhneigða TVÍBURA, sem vinna líka fyrir sér sem SUNDFATAMÓDEL til að velja úr hópi 10 karlmanna og 10 lesbía. Hvernig getur svona sjónvarpsþáttur klikkað? Og hvernig getur maður, sem hefur ítrekað lýst ástfóstri sínu á ömurlegum raunveruleikaþáttum, sleppt því að horfa á þetta? Ég veit ekki. Því fór ég á iTunes og keypti seríuna. Það eru aðeins búnir 3 þættir en þeir lofa góðu.

Stórkostlegt rusl.

4 thoughts on “Ó MTV!”

  1. Jamm, mesta snilldin er að þessir þættir eru miklu ódýrari en aðrir þættir á iTunes. Þannig að heilt season af þessu kostar bara 14 dollara. Þvílík fjárfesting!

Comments are closed.