Opnun á morgun

Serrano í Sundbyberg er að verða tilbúinn og mun opna klukkan 10 í fyrramálið.

Að mörgu leyti er þetta fyrsti alvöru staðurinn okkar í Svíþjóð. Staðurinn í Vällingby er lítill og inná Subway stað og er ekki sá staður sem við viljum að Serrano sé. Sundbyberg er hins vegar stór – 150 fermetrar – með sætum fyrir yfir 40 manns. Hann er í okkar útliti, með okkar tónlist og okkar stemningu. Þetta er alvöru Serrano staður. (ég tók nokkrar myndir í dag af staðnum)

Og við erum gríðarlega stolt af þessu ölli. Emil er búinn að vera hérna úti í gær og í dag og okkur líst gríðarlega vel á staðinn. Það hefur í raun allt verið tilbúið frá því sirka kl 3 í dag. Allir iðanaðarmenn farnir og starfsfólkið hefur aðallega verið í því að þrífa, raða hlutum upp og slíkt. Í dag klukkan 5 keyrðum við svo test á matnum fyrir um 20 manns, sem að Anders rekstrarstjóri og Alex yfirkokkur höfðu boðið. Það gekk mjög vel. Við erum að breyta gríðarlega mörgu í matnum – það má segja að það sé hver einasti liður eitthvað breyttur.

Okkur fannst maturinn hérna í Svíþjóð ekki vera að virka jafn vel og heima og við vissum að við þyrftum að breyta. Þær kannanir sem við höfðum gert sýndu líka fram á það. Og því höfum við unnið með Alex yfirkokki síðustu vikur til að breyta því sem við þurfum að breyta. Í dag tókum við fyrsta alvöru testið á öllum matnum. Við vorum í raun tilbúin að fresta opnun ef það test kæmi ekki vel út en á endanum kom það rosalega vel út og okkur líst ótrúlega vel á matinn.

Á morgun þarf ég að redda nokkrum smá hlutum en annars er allt til fyrir opnun. Við ætlum ekki að byrja með neinum flugeldasýningum eða tilboðum, heldur bara opna staðinn og sjá hvort að fólk mæti ekki örugglega. Svo mun á mánudag byrja auglýsingaferhferð í nágrenni staðarins.

Þetta eru spennandi tímar og núna líður mér allavegana einsog að Serrano í Svíþjóð sé loksins byrjað af alvöru.

7 thoughts on “Opnun á morgun”

  1. Gangi ykkur vel! Það gæti farði svo að ég verði í Stokkhólmi í sumar. Ef sú verður raunin þá mun ég ganga úr skugga um að íbúðin (eða vinnustaðurinn (eða bæði)) verði nálægt Serrano

  2. Til hamingju með staðinn! Við mætum alveg örugglega um helgina ef ekki nú þegar í dag!

  3. Innilega til hamingju með opnunardaginn. Staðurinn lítur rosalega vel út og það er svona “alvöru” lúkk á honum.

    Kveðja,.. Borgþór

  4. Til hamingju með nýja staðinn og gangi ykkur vel.

    Það er alveg ferlegt að lesa um að maturinn sé aaaðeins öðruvísi í Svíþjóð en hér heima. Nú bara verður maður að smakka Stokkhólms-Serrano einhvern tímann til að finna muninn. 😉

  5. Innilega til hamingju með opnun á stað nr. 2. Nú verðum við bara að fara að kíkja í heimsókn og athuga hvort að þetta sé ekki jafngott og heima 🙂

Comments are closed.