Opnun í Sundbyberg

Við opnuðum Serrano staðinn í Sundbyberg á föstudaginn.  Einsog nánast alltaf var ekki allt 100% klárt á slaginu 10.  Maturinn var ekki enn kominn allur fram í borð og afgreiðslukassinn var í ólagi.  Ég var smá stressaður og eftir að ég hafði hengt upp blöðrur fyrir utan staðinn þá var ég við hurðina tilbúinn að segja fólki að við værum ekki alveg tilbúin og myndum opna eftir smá stund.

Staðurinn að utan á föstudagskvöld

En það kom enginn fyrr en um hálf ellefu þegar að allt var tilbúið.  Stuttu seinna hópaðist svo fólkið inn og ég áttaði mig fljótt á því að ég þyrfti að hjálpa til.  Ég tók mér því stöðu við uppþvottavélina og stóð í uppvaski allt hádegið.  Við notum alvöru diska, hnífapör og glös á staðnum þannig að uppvaskið er ansi tímafrekt.  Einnig þá áttum við mjög fá eintök af sumum hlutum og því þurfti uppvaskið að vera í gangi allt hádegið.

Þetta var rosalega skemmtilegt.  Þetta fyrsta hádegi seldum við 130 manns mat án þess að hafa auglýst neitt.  Við bara tókum niður merkingarnar úr gluggunum og opnuðum hurðina.  Þetta var því frábær byrjun.  Helgin var rólegri, en hádegið í dag var svo aftur rosalega gott.  Á næstu dögum byrjum við svo að auglýsa staðinn, þannig að þetta byrjar allt saman mjög vel.

13 thoughts on “Opnun í Sundbyberg”

  1. Til hamingju með staðinn, ég skoðaði myndirnar, þau voru þarna nokkur handtökin 🙂

  2. Heimsóttum staðinn um helgina. Við vorum þrælánægð með bæði mat og staðinn. Þetta kemur meira út eins og veitingastaður í stað þess að vera skyndibitastaður eins og maður er vanur við heima. Stórt plús fyrir alvöru hnífapör en diskarnir eru heldur litlir. Þeir renna vel um á borðinu og það er erfitt að halda matnum frá því að lenda á borðinu, serstaklega ef maður fær sér stóra Quesadilla.

  3. Sæll aftur. Eru þið nokkuð að fara oppna fleirri staði í Stokkhólmi? Eins og t.d. á Kungsbron?

  4. Frábært! Ég vinn í húsinu 🙂

    Sá auglýsinguna í glugganum þarna og hugsaði einmitt með mér að þetta gæti ekki verið neitt annað en Serrano. Fínt að þurfa ekki nema skella sér nokkur skref til þess að fá góðan mat. Ef þú villt get ég athugað hvort að ég geti ekki sett upp auglýsingu fyrir ykkur á vinnustaðnum okkar (erum ca 200-220 manns og mjög margir borða úti).

  5. Verðið þið með sama matseðill á Kungsbron og í Sundbyberg?

    Ég tók með mér matseðill frá Sundbyberg hérna um daginn og gerðist svo djarfur að sýna samstarfsfólki mínu, hérna á Kungsbron. Svo að nú býður fólk spennt eftir að staðurinn opni.

  6. Jamm, sama matseðil á Kungsbron og sömu verð. Eini munurinn verður væntanlega að við verðum með vínveitingar frá fyrsta degi á Kungsbron – en það hefur tekið smá tíma að fá það leyfi í Sundbyberg (aðallega vegna þess að ég átti eftir að taka námskeið fyrir eigendur vínveitingaleyfis-staða, sem ég fór á í síðustu viku).

  7. OK, gott mál. Við Stebbi (vinnum á sama stað) erum til í að hjálpa til að koma ykkur í gang þarna!

Comments are closed.