Orð

Orð gærdagsins: Verðbólguskot.

Orð dagsins í dag: [Verðbólgukúfur](http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301778/0).

Hvaða orð ætli Sjálfstæðismenn myndu nota yfir það, þegar að verðbólga er yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabanka í 55 af 72 mánuði? Þegar að þeir hafa ákveðið hvaða orð þeir myndu kalla það, þá væri ekki úr vegi að þeir byrjuðu að nota það orð yfir þá staðreynd að síðan 2001 hefur verðbólgan á Íslandi verið yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans í 55 af 72 mánuði.

Allir góðir menn lesi [þetta plagg](http://xs.is/media/files/Jafnv%E6gi%20og%20framfarir.pdf). Ágætis sönnun á því að Íhaldsmönnum er ekki treystandi fyrir ríkisfjármálum. Bush hefur sannað það í Bandaríkjunum og Sjálfstæðisflokkurinn er að gera það hér.

One thought on “Orð”

  1. Þetta er einmitt það sem ég hef alltaf verið að segja, þó að mig skorti menntun á þessu sviði öfugt við þig þá hef ég lengi verið að segja að þessi kór Sjálfstæðisflokksins um að “vinstri menn kunna ekki að fara með peninga” fær ekki staðist. Ég hreinlega neita að trúa því að sæmilega sjálfstætt þenkjandi fólk sjái ekki í gegnum þetta. Einhversstaðar annarsstaðar þarf að finna út hversvegna málflutningur okkar flokks er ekki að ná í gegn.

Comments are closed.