Osama og kröfur hans

The Guardian birtir í dag bréf, sem talið er vera samið af Osama Bin Laden, þótt engar sannanir séu færðar fyrir því. Bréfið er samið til Bandarísks almennings. Í því er margt athyglisvert. Ég tek það þó fram að ég geri ráð fyrir að Bin Laden hafi skrifað bréfað. Ef svo reynist ekki, þá biðst ég náttúrulega afsökunar á ummælum mínum.

Bin Laden skýrir í bréfinu út sína hugmyndafræði og hvers vegna hann heyjir stríð gegn Bandaríkjamönnum. Í bréfinu telur Bin Laden upp þau skipti, sem Bandaríkjamenn hafa ráðist á ríki múslima og telur hann því það réttlæta hryðjuverk múslima, því að í kóraninum segir að múslimar hafi rétt til að ráðast á þá, sem á þá ráðast.

Það, sem vekur kannski mesta athygli er að ef Bin Laden samdi bréfið, þá er augljóst að George Bush hefur haft rétt fyrir sér með því að segja að þessir hryðjuverkamenn séu í raun fyrst og fremst á móti frelsi okkar og lífstíl. Þetta sést meðal annars á því að fyrsta krafa Bin Laden er að Bandaríkjamenn taki upp lög Islam. Bin Laden gagnrýnir einnig aðskilnað ríkis og kirkju.

Hann segir:

What are we calling you to, and what do we want from you?
(1) The first thing that we are calling you to is Islam.
(a) The religion of the Unification of God; of freedom from associating partners with Him, and rejection of this; of complete love of Him, the Exalted; of complete submission to His Laws; and of the discarding of all the opinions, orders, theories and religions which contradict with the religion He sent down to His Prophet Muhammad (peace be upon him). Islam is the religion of all the prophets, and makes no distinction between them – peace be upon them all.

og

You are the nation who, rather than ruling by the Shariah of Allah in its Constitution and Laws, choose to invent your own laws as you will and desire. You separate religion from your policies, contradicting the pure nature which affirms Absolute Authority to the Lord and your Creator. You flee from the embarrassing question posed to you: How is it possible for Allah the Almighty to create His creation, grant them power over all the creatures and land, grant them all the amenities of life, and then deny them that which they are most in need of: knowledge of the laws which govern their lives?

Hagfræðingurinn ég tók náttúrulega eftir kostulegasta kommentinu frá Bin Laden (nota bene, þetta á að vera skrifað árið 2002)

You are the nation that permits Usury (íslenska: okurlán), which has been forbidden by all the religions. Yet you build your economy and investments on Usury. As a result of this, in all its different forms and guises, the Jews have taken control of your economy, through which they have then taken control of your media, and now control all aspects of your life making you their servants and achieving their aims at your expense; precisely what Benjamin Franklin warned you against.

Sem sagt þá telur Bin Laden að það að lána með vöxtum sé gegn vilja Guðs. Þannig að til að þóknast Osama þurfum við Vesturlandabúar að gjörbylta (eyðileggja) allt okkar efnahagskerfi.

Auðvitað er bréfið einnig fullt af frekara gyðingahatri.

The creation and continuation of Israel is one of the greatest crimes, and you are the leaders of its criminals… The creation of Israel is a crime which must be erased. Each and every person whose hands have become polluted in the contribution towards this crime must pay its price, and pay for it heavily.

og

Your law is the law of the rich and wealthy people, who hold sway in their political parties, and fund their election campaigns with their gifts. Behind them stand the Jews, who control your policies, media and economy.

Einnig er setur Bin Laden útá það hversu frjálsir Vesturlandabúar eru gagnvart kynlífi og réttindum kvenna og samkynheigðra. Samkvæmt Osama þá fundu Bandaríkjamenn líka upp AIDS.

We call you to be a people of manners, principles, honour, and purity; to reject the immoral acts of fornication, homosexuality, intoxicants, gambling’s, and trading with interest.

og

Who can forget your President Clinton’s immoral acts committed in the official Oval office? After that you did not even bring him to account, other than that he ‘made a mistake’, after which everything passed with no punishment. Is there a worse kind of event for which your name will go down in history and remembered by nations?… You are a nation that practices the trade of sex in all its forms, directly and indirectly. Giant corporations and establishments are established on this, under the name of art, entertainment, tourism and freedom, and other deceptive names you attribute to it… And because of all this, you have been described in history as a nation that spreads diseases that were unknown to man in the past. Go ahead and boast to the nations of man, that you brought them AIDS as a Satanic American Invention.

Reyndar fór ég eitthvað að efast um að þetta væri Bin Laden þegar hann fór allt í einu að tala um umhverfismál. Þessi klausa gæti allt eins hafa verið skrifuð af evrópskum græningjum:

You have destroyed nature with your industrial waste and gases more than any other nation in history. Despite this, you refuse to sign the Kyoto agreement so that you can secure the profit of your greedy companies and*industries.

Auk þessarar óraunhæfu kröfu um að við breytum öllum lífstíl okkar, þá fer Bin Laden fram á fjölmarga hluti, sem margir Vesturlandabúar eru sammála honum um. Einsog að Bandaríkjamenn hætti að styðja spillt stjórnvöld í múslimaheiminum. Bin Laden stenst þó ekki mátið og smellir inn einni hótun í enda þeirrar málsgreinar:

Sixthly, we call upon you to end your support of the corrupt leaders in our countries. Do not interfere in our politics and method of education. Leave us alone, or else expect us in New York and Washington.

Það er augljóst að ef að Bin Laden skrifaði þetta bréf, þá er lausn margra friðarsinna á þessu vandamáli ekki fullnægjandi. Það virðist ekki vera nóg til að gleðja Bin Laden og hans líka að Bandaríkjamenn dragi herlið sitt frá Arabalöndum og hætti stuðningi við Ísrael. Nei, Bin Laden og félagar verða ekki sáttir fyrr en við höfum gjörbyllt öllu, sem við stöndum fyrir.

4 thoughts on “Osama og kröfur hans”

 1. “lána með vöxtum sé gegn vilja Guðs”

  ATH.. munur á vöxtum og okurvöxtum (sjá Ísland)

  “Auk þessarar óraunhæfu kröfu um að við breytum öllum lífstíl okkar”

  Já döö.. ég meina við hendum því rusli og eyðileggjum þá náttúru sem við viljum… meina hvað er eðlilegra en það?

 2. Nei, þetta er ekki rétt hjá þér. Osama er ekki að gagnrýna þá, sem lána með 3.5% vöxtum versus þeir, sem lána með t.d. 6% vöxtum. Hann segir að það að rukka vexti (sama hve háir) sé synd.

  Og þetta með náttúruna er náttúrulega bara útúrsnúningur. Bin Laden er að segja að við eigum að taka upp lög islam og hafna samkynhneigðum, og svo framvegis. Þetta með umhverfisvernd er ekki ofarlega á listanum hjá Bin Laden.

 3. Ég held að allir sé að misskilja Usama, þetta er tekið úr samhengi hann meinti, lána með miklum vöxtum í lítinn tíma og vera laminn í lokinn væri ekki gott. En það var svo löng setning. Annars er Disney land myndbandið með honum æði þar sem hann krefst þess að McDonalds fari frá Íslömskum ríkjum og hætt verði að senda Mikka Mús út á gervihnöttum.

 4. Ég held annars að þetta geti nú vart verið frá karlinum komið, líklega er þetta ein af þeim gabbfréttum sem alltaf skjóta upp kollinum öðru hverju í jafnvel virðulegustu fjölmiðlum. Það svona sem helst segir mér að svo geti verið er Kyoto klausan, þó svo að OBL sé nú líklega ekki maður alvitlaus þá er ég ekki sannfærður um það að hann láti máttlausan Kyoto sáttmála mikið á sig fá.

Comments are closed.