Þetta myndband er nokkuð magnað:
Beisiklí, þá ákváðu stjórnendur bílaþáttar í Bretlandi að sjá hvað þeir þyrftu að gera til að eyðileggja Toyota pickup bíl. Niðurstöðurnar eru ótrúlegar.
Þetta myndband er nokkuð magnað:
Beisiklí, þá ákváðu stjórnendur bílaþáttar í Bretlandi að sjá hvað þeir þyrftu að gera til að eyðileggja Toyota pickup bíl. Niðurstöðurnar eru ótrúlegar.
Jæja, [prófkjör í Reykjavík](http://www.samfylking.is/?i=4&o=2700) hjá afturhaldskommatittum á morgun. Við hér á eoe.is kjósum svona og hvetjum ykkur auðvitað til að gera það líka:
1. Dagur B
2. Stefán Jón
3. Sigrún Elsa
4. Andrés
5. Oddný
6. Helga Rakel
7. Steinunn Valdís
8. Dofri/Stefán Ben/Stefán Jóhann – get ekki gert uppá milli þessara.
Jammm, góður listi! 15 sinnum betri en Íhaldið, svo mikið er víst.
Tvífarar [dagsins á Liverpool blogginu](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2006/02/09/9.33.27/). Samkvæmt Kristjáni þá líkist ég semsagt Robert Huth hjá Chelsea en Kristján líkist Brad Pitt.
Hérna er [frábært samansafn af skopmyndum](http://www.cagle.com/news/Muhammad/1.asp) þar sem fjallað er um viðbrögðin við skopmyndunum af Múhameð spámanni. Sumar myndanna eru hreint frábærar.
Það er magnað að hugsa til þess að þrátt fyrir milljón fréttir og fréttamyndir af mótmælum múslima um allan heim, þá hefur engin fréttastofa (að því minnsta ekki svo ég hef séð) tekið fyrir af hverju múslimar eru brjálaðir akkúrat núna.
Á Dailykos, sem er bandarískur vinstri-vefur (vinstri, þá á bandaríska vísu – semsagt demókratar), er ágætis [samantekt á því hvernig þessi vitleysa öll byrjaði](http://www.dailykos.com/storyonly/2006/2/5/13149/60748). Þrátt fyrir að [mér hafi fundist asnalegt](https://www.eoe.is/gamalt/2006/01/31/10.13.56/) að leggja til að myndum af Múhameð sé dreift bara til að sýna að við getum gert það, líkt og Egill Helga gerði, þá þýðir það ekki að mér eitthvað vit vera í viðbrögðum múslima. Allavegana að greininni. Upptökin á þessu eru í hinu skemmtilega landi Sádí Arabíu:
Continue reading Teiknimyndasögur
Getur einhver fróður útskýrt af hverju ég hef fengið 30 heimsóknir [frá þessari síðu](http://forums.worldofwarcraft.com/thread.aspx?fn=wow-off-topic&t=1163787&p=1&tmp=1). Er þetta spam, eða var verið að tala um síðuna mína á World of Warcraft spjallborði? Ég sé ekkert á sjálfri síðunni. Ansi furðulegt.
Á Google Videos [er hægt að nálgast allar auglýsingarnar, sem sýndar voru í Superbowl í gær](http://video.google.com/superbowl.html). Mæli með þessu.
Bestu auglýsingarnar eru án efa Bud Light auglýsingarnar:
[On the roof](http://video.google.com/videoplay?docid=-6674087286140357052)
[Secret Fridge](http://video.google.com/videoplay?docid=8248766101102341416)
[Save Yourself](http://video.google.com/videoplay?docid=-3058013579093292521)
[Hidden Bud Light](http://video.google.com/videoplay?docid=-3010891853586596603)
Á erfitt með að gera upp á milli þeirra, en [Secret Fridge](http://video.google.com/videoplay?docid=8248766101102341416) er að mínu mati fyndnust.
Ég held að ég hafi komist nálægt því að gefast endanlega uppá íslensku skemmtanalífi í gær þegar ég fór með vini mínum á djammið í miðborg Reykjavíkur. Ég skemmti mér frábærlega, en það var ekki gæðum skemmtistaðanna að þakka, heldur frekar góðum félagsskap. Ég var að enda við að hætta í ör-stuttu sambandi og því fannst mér tilvalið að fara á djammið með vini mínum.
Við reyndum ansi marga skemmtistaði í gærkvöldi í leit að almennilegri blöndu af góðri tónlist, sætum stelpum og góðu andrúmslofti. Sú blanda virðist ekki vera til. Annaðhvort virðist tónlistin vera hryllingur, troðningur alltof mikill eða þá að 90% fólks inná stöðunum var 16-18 ára gamalt.
Þessa staði reyndum við:
Byrjuðum á Ólíver. Það er ágætis staður. Flestir inná staðnum voru yfir tvítugt og var reyndar slatti af fólki vel yfir þrítugt. Það virðist vera sem svo að DJ-inn á Ólíver treysti á það að allir þarna inni séu eldri en 35. Allavegana virðist tónlistin vera miðuð við þann aldhurshóp. Á þeim rúmlega klukkutíma, sem við vorum inná Ólíver heyrði ég m.a.: Lag með Boy George, Wake me up before you go-go með Wham, Take on Me með A-Ha og einhver 2-3 Stuðmannalög. Þetta var orðinn svo mikill hryllingur að við gáfumst að lokum upp. Það var þó greinilegt að FULLT af fólki inná staðnum var að fíla tónlistina. Þessu fólki er ekki hægt að bjarga.
Plúsar og mínusar við Ólíver:
+ Mjög sætar stelpur
+ Fólk yfir tvítugt
– Hryllilegasta tónlistin í bænum.
– Troðningur á dansgólfi. Ekki það að ég hafi haft nokkra löngun til að dansa við Wham.
Löbbuðum yfir á Vegamót í vissu um að tónlistin yrði betri. Það reyndist rétt. Vegamót er fínn staður, einsog alltaf…. Eeeeen hins vegar, þá var reyklyktin og myrkrið að fara með mig. Ég sé lítið í svona myrkri og reyk og því get ég varla greint hvernig fólkið á næsta borði lítur út. Það er ekki gott. Nenni ekki að vera með gleraugu á djamminu. Einnig komu nokkur fáránlega asnaleg lög. Aldurs-samsetningin var ein sú besta á stöðunum, allavegana einsog ég vil hafa hana.
+ Skárri tónlist en á Ólíver
+ Fólk yfir tvítugt
– Myrkur og reykur
– Troðningur (reyndar ekki í gær)
Við ákváðum eftir Vegamót að reyna að fara á staði, sem við förum nær aldrei á. Fórum því á Prikið. Prikið er staður, sem ég hef aldrei skilið. Gærkvöldið breytti því ekki. Troðningurinn á Prikinu var nánast óbærilegur og svo var aldursamsetningin svipuð og á 3. bekkjarkvöldi í Verzló. Ég held að ég og vinur minn höfum verið svona 10 árum eldri en næst elstu einstaklingarnir þarna inni.
Prikið bauð hins vegar uppá langbestu tónlistina. Old skúl hip hop. Krakkarnir þarna inni voru sennilega enn í leikskóla þegar Doggystyle kom út. Það er magnað.
+ Frábær tónlist
– Viðbjóðslegur troðningur
– Að undanskildum okkur og barþjónunum var enginn þarna inni eldri en 18.
– Troðningur
– “Karlaklósettið” – það kann að vera að einhverjum finnist gaman af því að láta fólk horfa á sig pissa. Ég er ekki einn af þeim.
– Troðningur
Já, Sirkus. Við ákváðum að prófa að fara á Sirkus. Sú tilraun misheppnaðist hrapallega. Beisiklí, þá biðum við í óskipulögðustu biðröð á Íslandi í sirka 30-40 mínútur. Biðröð er í raun rangnefni, því þetta var biðhrúga. Ekkert skipulag. Þeir frekustu komust áfram. Dyravörðurinn var stelpa, sem er athyglisverð tilbreyting. Mér heyrðist tónlistin vera ágæt, en ég heyrði hana bara rétt þegar hurðin opnaðist á sirka fimm mínútna fresti.
Við gáfumst upp eftir 40 mínútur í rigningunni. Get ekki ímyndað mér að staðurinn sé virði lengri biðar.
+ Held að þarna sé góð tónlist
+ Myndavélar eru bannaðar á staðnum. Það er frábær regla.
– Biðhrúgan
– Komumst actually ekki inn. Það var ókostur.
Á þessum punkti höfðum við fáar hugmyndir. Það var búið að loka Ólíver og við ætluðum að fara á 11, en þar voru hins vegar 50 manns í biðröð. Af hverju veit ég ekki. Við fórum því yfir á Hverfisbarinn, enda var enginn í biðröð þar. Þar inni eyddum við heilum 10 mínútur. Heyrðum allavegana eitt leiðinlegt lag.
+ Lang-sætustu stelpurnar af öllum stöðunum.
– Ekkert aldurstakmark. Ef það er aldurstakmark, þá er það sennilega 14 ára.
– Troðningur á dansgólfinu. Hvernig á maður að dansa þegar maður þarf sífellt að vera að ýta fólki frá sér?
– Myndavélar. Ég held að ég hafi lent á einhverjum þrem myndum á staðnum. Það var ekki beint verið að taka mynd af mér, þó að ég haldi að eitt skiptið hafi myndavélinni verið beint að mér. Ég veit ekki hvort það þýðir að myndin lendi í fjölskyldualbúmi í Breiðholtinu eða á netinu. En ég þoli ekki þessar myndavélar á djamminu. Ég lít ekki vel út klukkan 4 á djamminu eftir 10 screw-drævera og hef engan áhuga á að fá myndir af mér birtar.
Æ heitir þetta ekki Kaffi Kúltúr, þarna kaffistaðurinn í Alþjóðahúsinu? Við heyrðum einhverja suðræna tónlist þegar við löbbuðum framhjá og ákváðum að fara inn. Tónlistin versnaði gríðarlega þegar inn var komið og einnig virtist ekki vera mikið af fólki þarna inni.
+ Eh, veit ekki
– Sá engar sætar stelpur
– Tónlistin ekki góð.
* * *
Þannig lauk þessu kvöldi. Niðurstaðan að enginn af þessum skemmtistöðum stóðst væntingar okkar. Ef ég ætti að velja þá væri Vegamót sennilega besti staðurinn. Ég stefni á að halda áfram að prófa nýja staði á næstunni. En ég er farinn að hallast að því að íslenskt skemmtanalíf bjóði ekki uppá staði, sem ég fíla. Ég skil ekki af hverju það er.
Af hverju er ekki hægt að biðja um svona stað:
Ég hef farið inná svona staði í nánast öllum stórborgum, sem ég hef djammað í. Af hverju ekki í Reykjavík?
Ef að Silvía Nótt fer ekki í Evróvisjón, þá tapa ég endanlega trúnni á þetta land.
Og VÁ! Er Spaugstofan ennþá á dagskrá? Ég horfi greinilega ekki nógu oft á sjónvarp á laugardagskvöldum.
Af gefnu tilefni:
[Support Denmark](http://skender.be/supportdenmark/)
[End the boycott](http://buydanish.home.comcast.net/products.htm)
Og mótmæli [múslima í London](http://michellemalkin.com/archives/004448.htm). Ljómandi.