Þetta er nokkuð mögnuð síða (þarf Java)
Síðan tekur upplýsingar um “Related Sites” úr Google og teiknar upp hvernig síður tengjast saman. Mjög skemmtilegt. (via Mefi)
Þetta er nokkuð mögnuð síða (þarf Java)
Síðan tekur upplýsingar um “Related Sites” úr Google og teiknar upp hvernig síður tengjast saman. Mjög skemmtilegt. (via Mefi)
Þótt ótrúlegt megi virðast þá er þessi bloggsíða mín nú þriggja ára gömul. Fyrsta færslan var skrifuð 22. apríl 2000. Þá var ég á öðru ári í hagfræði útí Chicago og mig langaði að prófa að skrifa vefleiðara einsog Björgvin Ingi og Geir Freyr höfðu verið að gera í nokkrar vikur.
Ég hafði haldið úti fremur dapri heimasíðu í nokkurn tíma en mér fannst hún ekki ýkja áhugaverð, þar sem hún var nánast aldrei uppfærð. Því fannst mér vefleiðaraskrif vera sniðug hugmynd.
Ég hef allavegana enst í 3 ár og eftir mig liggja einhverjar 800 færslur, allt frá stuttum færslum um bíóferðir og djamm í upphafi til lengri pistla um pólitík núna uppá síðkastið. Síðan hefur í gegnum tíðina breyst úr því að vera dagbók á meðan ég var erlendis í námi, til þess að fjalla meira um pólitík og íþróttir og minna um mitt einkalíf.
Ég ætla nú ekkert að monta mig en það eru nú ekki margir á Íslandi, sem hafa enst jafn lengi og ég án þess að stoppa. Oft hafa uppfærslurnar dottið niður en alltaf hefur eitthvað komið til, sem hefur endurnýjað áhuga minn á þessari síðu. Ég vonast til þess að mér takist að halda uppi áhuga mínum og lesenda áfram.
Þegar ég var á Players á miðvikudaginn að horfa á Arsenal ManU, þá kom þessi Honda auglýsing í hálfleik. Þetta er einhver sú allra magnaðasta auglýsing, sem ég hef séð og það var nærri dauðaþögn á staðnum allan tímann.
Það ótrúlega við auglýsinguna er þó að það var ekki notuð nein tölvugrafík við gerð auglýsingarinnar, heldur þurfti til 605 tökur til að fá allt til að ganga upp. Ótrúlega magnað.
Sem áhugamaður um markaðsmál þá finnst mér alveg ótrúlega sorglegt hvernig Tal og Íslandssíma hefur nú verið breytt í Og Vodafone.
Alveg frá byrjun hefur mér fundist TAL hafa staðið framar flestum fyrirtækjum á Íslandi í markaðssetningu. Nafn fyrirtækisins, vörumerki, auglýsingar og allt kynningarefni hefur ávallt verið frábært. Ég efa það að annað fyrirtæki á Íslandi geti státað af jafn flottri og samhæfðri markaðsstefnu og TAL.
Og núna á að henda öllu þessu efni og fara að “döbba” breskar Vodafone auglýsingar. Það þykir mér frekar sorgleg þróun. Hefði ég ráðið einhverju hjá Íslandssíma og TAL hefði ég einfaldlega sameinað bæði merkin undir nafni TAL.
Þessi stuttmynd: The Best Man er hrein SNILLD!
Myndin er í boði Budweiser og er vel þess virði að eyða 10 mínútum í. Ég hló allavegana mjög mikið.
Donald Rumsfeld og Mohammed Saeed al-Sahaf upplýsingamálaráðherra Íraka hafa farið á kostum á blaðamannafundum undanfarið.
Þó held ég að ekkert toppi Írakann á blaðamannafundum.
Rumsfeld átti þó gott komment í gær:
Jens benti í kommentakerfinu á heimasíðu tileinkaða írakska upplýsingamálaráðherranum. Hann er alveg óborganlega fyndinn. Nokkrir gullmolar:
“God will roast their stomachs in hell at the hands of Iraqis.”
Britain “is not worth an old shoe.”
“We will welcome them with bullets and shoes.”
“They’re not even [within] 100 miles [of Baghdad]. They are not in any
place. They hold no place in Iraq. This is an illusion … they are
trying to sell to the others an illusion.”
Fyrir áhugasama, þá eru hérna kynlífsráðleggingar Donald Rumsfeld
Á leiðinni heim úr vinnunni rakst ég yfir á Létt 96.7. Þar var verið að spila “Baby I Love Your Way/Freebird” með hljómsveitinni Will to Power. Þetta er án efa einhver stórkostlegasti viðbjóður allra tíma. Þarna tók eitthvað 80’s band sig til og tók kafla úr Baby I Love Your Way eftir Peter Frampton og kafla úr snilldarlaginu Freebird eftir Lynyrd Skynird, blandaði lögunum saman, settu takt undir og sungu saman. Hörmung!
Ég er ekki mikill aðdáandi Donald Rumsfeld. Hann er samt alveg ótrúlega skemmtilegur á blaðamannafundum. Það væri óskandi að allir stjórnmálamenn væru svona skemmtilegir. Hann svarar spurningum með já/nei í stað þess að halda hálftíma fyrirlestur einsog margir og er auk þess nokkuð fyndinn. Svo stjórnar hann blaðamannafundunum einsog herforingi.
Mikið var gaman að sjá fögnuðinn í Bagdad í dag. Vonandi að þetta sé búið. Meira að segja áróðursmálaráðherra Íraka hvergi sjáanlegur. Vonandi að það verði svo áfram. Samt, þá gerði bandarískur hermaður sig sekan um eitthvað stórkostlegasta PR klúður þegar hann hengdi bandaríska fánann á styttuna af Saddam.
Á þessari síðu eru akkúrat núna 3 myndir af Ingibjörgu Sólrúnu! Ég held að Stefán og Björn Bjarna ættu að stofna klúbb. Þar gætu þeir hist og skipst á hatursgreinum um Ingibjörgu. Á síðunni má líka finna besta titil á pistli, sem ég hef séð í langan tíma: OECD styður Sjálfstæðisflokkinn. Stórkoslegt!
Og já, ég hitti Guðmund Svansson bloggara á Hverfisbarnum. Just for the record, þá er myndin af mér 10 mánaða gömul, var tekin fyrir háskólaútskriftina. Ég held að ég hafi ekki breyst neitt svakalega síðan þá. Og ég er 180 cm hár! Hvað hélt hann eiginlega að ég væri hár?
Eru þetta ekki merkileg tíðindi í bloggheimum? Einn af guðfeðrum bloggsins að snúa aftur? Allt er hægt, víst Már er byrjaður aftur.
Mig langar að koma á framfæri nokkrum ábendingum til þeirra, sem blogga. Ég held að þær gætu gert aflestur síðna mun betri.
Þetta voru bara punktarnir tveir, sem ég vildi koma til skila. Eflaust er hægt að bæta bloggsíður á mun fleiri máta en þetta er allavegana, að mínu mati, góð byrjun.
Time, í tilefni 80 ára afmælis, hefur valið 80 merkustu daga síðustu 80 ára. (via MeFi
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum komst fæðingardagur minn, 17. ágúst 1977 ekki á listann.
Síðustu tveir dagar á listanum eru 29. janúar á síðasta ári þegar Bush flutti Axis of Evil ræðuna og 11. september 2001.
Þetta er gríðarlega fróðlegur listi. Auk flestra stórviðburða eru þarna nokkrir atburðir úr dægurmenningu:
Dagurinn, sem Viagra kom út
Star Wars frumsýnd
Apple stofnað
Bítlarnir koma fram hjá Ed Sullivan
Pollock heldur fyrstu sýninguna sína
Jackie Robinson varð fyrsti svertinginn til að spila í MLB deildinni í hafnabolta
Fyrsta Superman blaðið
Mikki Mús kemur fram á sjónarsviðið
Annars er allur listinn gríðarlega athyglisverður. Allir ættu að geta lært eitthvað.