Öruggur sigur!

OwenNei, kannski var þessi sigur hjá Liverpool í dag ekki alveg öruggur. Chelsea léku hálf varfærnislega og þeir áttu ekki skot á mark í seinni hálfleiknum. Ég hélt þó að þetta myndi enda með jafntefli en auðvitað kom snillingurinn Michael Owen til bjargar.

Hjá Chelsea voru það frakkarnir tveir, Desailly og Gallas, sem voru þeirra bestu menn. Þeir héldu Owen og Heskey algerlega niðri en þegar Baros kom inná þá átti Desailly í stökustu vandræðum með hann. Eins og svo oft áður á þessu tímabili var Dietmar Hamann besti maður Liverpool. Það er alveg hreint lygilegt hvað hann stöðvar margar sóknir andstæðinganna. Dudek varði ekki eitt skot, þrátt fyrir að Liverpool hefðu verið slakari aðilinn mestallan leikinn.

Það eru akkúrat svona leikir, sem Liverpool þarf að vinna, til að geta orðið meistarar. Leikir, þar sem þeir lenda í basli en ná á einhvern hátt að finna einhverja leið til að brjóta andstæðingana á bak aftur.

Ég spái því að Arsenal tapi næsta leik. Ég hef ekki hugmynd um við hverja þeir spila, en ég veit bara að nú munu þeir tapa.

Maus

Já, tónleikarnir í gær voru náttúrulega snilld. Ekki var við öðru að búast. Þeir voru haldnir á Grand Rokk og heyrði ég að það hefði verið uppselt, en það komast svo sem ekki margir uppá loft á Grand Rokk. Ég þekkti ekki hræðu þarna, en það virtust hins vegar allir hinir þekkja alla. Mér leið einsog ég væri mættur í eitthvað partí, þar sem allir þekktu alla nema mig.

En það kom sko alls ekki að sök því hljómsveitin var góð. Þeir fluttu 5-6 lög af nýju plötunni, sem voru sungin á ensku og hljómuðu þau ágætlega. Síðan tóku þeir gamla slagarar, flesta af “Lof mér að falla að þínu eyra”, svo sem Ungfrú Orðadrepil, Kristalnótt, Ég ímeilaðig, 90 kr. perla og svo náttúrlega höfuðsnilldina Poppaldin. Þeir tóku líka Líkþrá, sem er af “Öllum kenningum heimsins”. Það er ágætis lag en fyrir mér sýnir það vel hversu mikið hljómsveitinni hefur farið fram. Lagið var tileinkað Betu Rokk, en hún er nú eitt af aðal celebrity-um í blogg heimi.

Lof mér að falla að þínu eyra

Af hverju í ósköpunum er ég að uppfæra þessa síðu á föstudagskvöldi? Ekki spyrja mig.

Ég sá að Maus eru að fara að halda tónleika í kvöld og ætla ég að skella mér. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að sannfæra vini mína um að fara því þeir hata allir Maus. Af hverju þeir hata þessa frábæru hljómsveit er ofar mínum skilningi. Þetta er án efa besta rokksveit Íslands. Ég veit að ef ég bið þá um að koma fæ ég bara að heyra einhver komment um það hvað Maus sé afskaplega léleg hljómsveit. Ég eyddi til að mynda tveim árum í að reyna að sannfæra fyrrverandi kærustu mína um að Poppaldinn væri yndislega fallega sungið lag en á árangurs.

Ég hef það fyrir reglu að spila að minnsta kosti tvö Mauslög í öllum partíjum, sem ég held. Hingað til hefur enginn fagnað þeirri ákvörðun. Ég á mér þann draum að komast einhvern tímann í partí, þar sem allir elska Maus, Woody Allen, David Lynch, Frank Sinatra, David Bowie, Bítlana og Pink Floyd. Það væri sko flott partí.

Það er næsta víst að tónlistin í kvöld verður talsvert skemmtilegri en á Nasa síðasta laugardag. Og hananú!

5-0

Já, hið stórskemmtilega lið Liverpool, sem er að mínu mati (hlutlaust mat) langbesta lið í heimi spilaði stórskemmtilega gegn Spartak Moscow í gær. Ég fór á Ölver til að horfa á leikinn en hann var sýndur á Sýn og var Arnar Björnsson að lýsa leiknum. Ég er á því að Arnar sé besti íþróttalýsandinn á landinu og í gærkvöldi reytti hann af sér brandarana.

Þetta Spartak lið var frekar slappt. Vinstri bakvörðurinn var lélegri en Laurent Blanc og því áttu Danny Murphy og Steven Gerrard greiðan aðgang upp hægri kantinn. Einnig var markmaður liðsins kominn á sjötugsaldur og ekki líklegur til afreka. Því var þetta bara hin fínasta skemmtun. Liverpool hefði auðveldlega getað skorað fleiri mörk. Heskey var til að mynda felldur svo greinilega að það var ekki fyndið, en dómarinn var sennilega farinn að vorkenna Spartak liðinu og dæmdi ekki neitt. Það var synd, því þá hefði besta vítaskytta í heimi, Michael Owen, getað skorað öruggt mark.

Æi, þessi færsla er leiðinleg. Á Metafilter voru umræður um fyndnasta brandara í heimi, sem Stefán Pálsson minnist á í dag.

Brandararnir á Metafilter voru flestir fyndnari en þessi “fyndnasti brandari heims”. Til dæmis þessi:

Q: How many surrealists does it take to change a light bulb?

A: A fish.

Einnig:

Q: How many surrealist artists does it take to change a light bulb?

A: Two. One to paint the giraffe and one to fill the bathtub with brightly-colored telephones.

Þetta fannst mér fyndið.

5-0

Já, hið stórskemmtilega lið Liverpool, sem er að mínu mati (hlutlaust mat) langbesta lið í heimi spilaði stórskemmtilega gegn Spartak Moscow í gær. Ég fór á Ölver til að horfa á leikinn en hann var sýndur á Sýn og var Arnar Björnsson að lýsa leiknum. Ég er á því að Arnar sé besti íþróttalýsandinn á landinu og í gærkvöldi reytti hann af sér brandarana.

Þetta Spartak lið var frekar slappt. Vinstri bakvörðurinn var lélegri en Laurent Blanc og því áttu Danny Murphy og Steven Gerrard greiðan aðgang upp hægri kantinn. Einnig var markmaður liðsins kominn á sjötugsaldur og ekki líklegur til afreka. Því var þetta bara hin fínasta skemmtun. Liverpool hefði auðveldlega getað skorað fleiri mörk. Heskey var til að mynda felldur svo greinilega að það var ekki fyndið, en dómarinn var sennilega farinn að vorkenna Spartak liðinu og dæmdi ekki neitt. Það var synd, því þá hefði besta vítaskytta í heimi, Michael Owen, getað skorað öruggt mark.

Æi, þessi færsla er leiðinleg. Á Metafilter voru umræður um fyndnasta brandara í heimi, sem Stefán Pálsson minnist á í dag.

Brandararnir á Metafilter voru flestir fyndnari en þessi “fyndnasti brandari heims”. Til dæmis þessi:

Q: How many surrealists does it take to change a light bulb?

A: A fish.

Einnig:

Q: How many surrealist artists does it take to change a light bulb?

A: Two. One to paint the giraffe and one to fill the bathtub with brightly-colored telephones.

Þetta fannst mér fyndið.

Frægasti Einar í heimi

Einsog allir vita þá er Stefán Pálsson frægasti og besti bloggari landsins. Það ógnar honum enginn.

Ég ætla hins vegar að hefja mitt eigið persónulegt átak. Nei, ég ætla ekki í megrun, heldur ætla ég að verða frægasti Einar í heimi. Einhver spyr kannski, hvernig það sé mælt hver sé frægastur. Nú, auðvitað er sá, sem er númer 1 á Google leitarvélinni, sá frægasti. Núna er ég númer 11 þegar leitað er að “Einar” á Google. Það er náttúrulega hrikalegt. Eini almennilegi Einar-inn fyrir ofan mig er Einar Diaz, sem er catcher hjá Cleveland Indians hafnaboltaliðinu. Hann er samt bara númer 4 á Google. Efstur er einhver norskur Einar og er það náttúrulega óþolandi.

Ég mun því á næstunni beita öllum brögðum til að komast ofar á listann. Einnig er náttúrulega hneyksli að ég skuli vera Einar númer 41 á leit.is. Því mun ég einnig breyta.

Michael Owen

Já, það skyldi enginn efast um hæfileika Michael Owen. Eftir að ensku blöðin höfðu farið haförum í gagnrýni á Owen og allir haldið að hann væri útbrunninn 22 ára gamall, þá þaggaði hann niður í þeim með því að skora þrennu á móti Manchester City í dag.

Ég fór á Ölver að horfa á leikinn og var hann ekkert voðalega skemmtilegur. City höfðu víst ekki tapað á heimavelli í 12 mánuði en það skipti engu máli, því Owen var í stuði og tvö síðari mörk hans voru klassísk Michael Owen mörk. Það komu stungusendingar inn fyrir vörnina, hann stakk síðustu varnarmenn af og afgreiddi boltann með þrumuskoti fram hjá danska skrímslinu Peter Schmeichel.

Síðasta markið var einstaklega fallegt en þá var hinn eldfjóti Schmeichel á leið aftur í markið eftir að hann hafði freistað þess að skora þegar City átti hornspyrnu.

Það skyggir þó aðeins á gleðina hvað Arsenal liðið er hrikalega sterkt. Þeir virðast alveg óstöðvandi. En á meðan að Liverpool heldur áfram að vinna sína leiki, þá fer að styttast í að Arsenal byrji að klúðra sínum leikjum.

Michael Owen

Já, það skyldi enginn efast um hæfileika Michael Owen. Eftir að ensku blöðin höfðu farið haförum í gagnrýni á Owen og allir haldið að hann væri útbrunninn 22 ára gamall, þá þaggaði hann niður í þeim með því að skora þrennu á móti Manchester City í dag.

Ég fór á Ölver að horfa á leikinn og var hann ekkert voðalega skemmtilegur. City höfðu víst ekki tapað á heimavelli í 12 mánuði en það skipti engu máli, því Owen var í stuði og tvö síðari mörk hans voru klassísk Michael Owen mörk. Það komu stungusendingar inn fyrir vörnina, hann stakk síðustu varnarmenn af og afgreiddi boltann með þrumuskoti fram hjá danska skrímslinu Peter Schmeichel.

Síðasta markið var einstaklega fallegt en þá var hinn eldfjóti Schmeichel á leið aftur í markið eftir að hann hafði freistað þess að skora þegar City átti hornspyrnu.

Það skyggir þó aðeins á gleðina hvað Arsenal liðið er hrikalega sterkt. Þeir virðast alveg óstöðvandi. En á meðan að Liverpool heldur áfram að vinna sína leiki, þá fer að styttast í að Arsenal byrji að klúðra sínum leikjum.

Home Improvement

Já, góðir gestir, ég er búinn að fara hamförum í smiðsleik síðustu klukkutíma. Kvöldið byrjaði á því að ég fór í heimsókn til systur minnar, þar sem mágur minn lánaði mér þessa fínu borvél.

Ég kom svo hingað heim og ætlaði að bora gat á einn veginn til að setja símasnúru í gegn (ég tími ekki að kaupa mér þráðlaust net. Einnig er öll tónlistin mín í tölvunni minni en græjurnar eru frammí stofu, þannig að ég þarf aðra snúru í það (ég tími ekki að kaupa mér þráðlausa tengingu við græjurnar). Fyrir þá, sem hafa aldrei borað gat í vegg á ævinni, þá er það ekki alveg jafn auðvelt og það hljómar. Allavegana ekki ef maður vill hafa gatið þráðbeint í gegnum vegginn. Það tókst ekki alveg hjá mér og því fór borvélinn uppí loftið í hinu herberginu og tók allstóran bita úr því ágæta lofti. Það kom þó ekki að sök enda löngu búið að finna upp spasl.

Núna er semsagt komið þetta fína gat á svefnherbergið mitt og að auki tók ég mig til og boraði þrjú göt á stofuvegginn og setti svo upp gluggakistuna, sem ég hafði í einhverju æðiskasti tekið niður þegar ég ætlaði að mála allt. Núna get ég farið að sofa sáttur við lífið og tilveruna.