Ég er núna staddur á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Fínt hótel í þessum fallega bæ, þar sem alltaf er gott veður. Í dag er ég búinn að selja í bæjunum hér í kring. Ég gisti síðustu nótt á Djúpavogi. Það er lítill og fallegur bær, þar sem 11-11 verslunin er opin til kl. 19 á kvöldin. Annars var mjög fínt að gista þarna, enda var hótelið, Hótel Framtíð, fínt.
Annars er ég að fara
Annars er ég að fara í söluferð á Austfirði á morgun. Ég heimsæki alla bæi frá Höfn að Kópaskeri. Gisti annað kvöld á Djúpavogi og svo tvær nætur á Egilsstöðum. Þetta er þriðja árið, sem ég fer í þessa ferð og kann ég ágætlega við mig þarna. Sérstaklega vegna þess að golfvöllurinn á Egilsstöðum er skrítinn og skemmtilegur. Ég kem svo tilbaka á föstudagskvöld.
Geir skrifar
Geir Freyss. skrifar á síðunni sinni að hann sé að spá í að kaupa sér fyrstu Harry Potter bókina. Ég sá svo í dag að Jay í Mutability er að spá í því sama. Ég er orðinn nokkuð spenntur fyrir þessum bókum. Manni langar að sjá hvað öll geðveikin gengur útá.
Áttu séns
Áttu séns í Jennifer Lopez?
Ó nei!
Ó nei! Ég var að lesa í 24-7 að Wyclef Jean, hinn ágæti rappari úr Fugees ætlaði að endurgera eitt af uppáhaldslögunum mínum, Wish you were here með Pink Floyd. Það er alls ekki gott mál. Þetta lag er heilagt! Ef maðurinn ætlar að bæta danstakti við lagið, þá er hann algerlega að eyðileggja það. Svona má ekki gera.
Rökræðum lokið
Jæja jæja, ætli rökræðum okkar Björgvins sé ekki lokið í bili. Það er alltaf gaman að geta talað um hlutina á málefnalegan og skynsaman hátt. Ég hef séð komment á þetta á nokkrum síðum og vona ég bara að einhverjir hafi haft gaman af.
Ég vona bara að einvhern tímann muni Björgvin og félagar hafa dug í sér til að stofna frjálshyggjuflokk.
Ég sá að Ágúst lýsti yfir stuðningi við þá hugmynd, þannig að það er vonandi að vefleiðarasamfélagið taki sig til og umbylti stjórnmálum á Íslandi. Þrátt fyrir að ég hafi nú oftast talið mig vinstri-mann, þá er það alveg ofboðslega margt, sem fer í taugarnar á mér í stefnuskrá vinstri manna. Eins leiðist mér margt, sem íhaldið er með og svo allt, sem framsókn býður uppá.
Ég held að umræðan myndi breytast til hins betra ef stofnaður yrði frjálshyggjuflokkur, sem myndi beita sér fyrir minni ríkisafskiptum, aðskilnaði ríkis og kirkju, lækkandi sköttum og einkavæðingu asnalegra ríkisyrirtkækja einsog ÁTVR og RÚV.
Castró
Við Björgvin höldum áfram umræðum um pólitík. Hann svarar skrifum mínum á síðunni sinni í dag. Svarið er langt og ítarlegt, þannig að endilega kíkið á það.
Ég og Björgvin erumsennilega sammála um meira en hann heldur, enda erum við báðirhagfræðinemendur. Í þessari umræðu ætlaði ég mér aldrei að vera einhververjandi Kúbu, eða stjórnkerfisins í því landi, enda hef ég séð það meðeigin augum og ég er algerlega á móti Fídel Castró og öllu, sem hann stendurfyrir í dag.
Ég skil ekki nákvæmlega þennan orðaleik með það hvort íhaldsmenn hafi ríkt íMexíkó. Ég stend þó enn fyrir því að PRI sé íhaldsflokkur. En það skiptir ekki öllu máli. Með sama hætti og Björgvin gerðiget ég óhikað haldið fram því að á Kúbu í dag ríki eitthvað, sem er einslangt frá kommúnisma og hægt er að komast. Þar ríkir jú einræðisherra oglögreglan er mjög áberandi, nokkuð sem margir vilja tengja við kommúnisma.Aftur á móti býr Kúba í dag við tegund af markaðskerfi, sem er kapítalismi ísinni viðbjóðslegustu mynd. Þar eiga læknar, kennarar og annað menntafólk ívandræðum með að eiga fyrir mat. En þeir, sem vinna við ferðaþjónustu, aðselja stolna vindla, eða við vændi, vinna sér inn margfalt meiri peninga.
Þetta fólk lifir á dollurum, sem ferðamenn veita því í þjórfé. Þetta erhrikalegt kerfi og Castró veit býsna vel af því, en hann gerir nákvæmlegaekkert í því. Á diskótekum reyna ungar Kúbverskar stelpur frekar viðsveitta, gamla kalla heldur en unga og myndarlega menn, einfaldlega vegnaþess að þær halda að þeir gömlu séu líklegri til að eiga dollara, svo þærgeti selt sig. Ég hef séð þetta ástand og það er hreinlega ekki hægt aðloka augunum fyrir þessu. Hver sá, sem enn styður Castró, eftir að hafa séðástandið á Kúbu er annað hvort samviskulaus eða hefur ekki þroskann tilað skipta um skoðun.
Með þessu er ég ekki að halda því fram að ég telji að kommúnisminn í sinnieinu réttu mynd væri fyrirmyndarstjórnkerfi, eða eitthvað, sem ég vildi sjáí dag. Heimurinn hefur vissulega séð margar tilraunirnar fara illa meðfólk, og ég tel í dag að við höfum ekki efni á fleiri illa gerðum tilraunum.Ég er hagfræðinemandi, og ég á ennþá í dag eftir að hitta þannhagfræðinemanda, sem hefur mælt á móti frjálsu hagkerfi, svo ég ætla ekki aðverða fyrstur.
Ef að frjálshyggjumenn óttast ekki frjálsan flutning á milli landa, þá ernokkuð augljóst að frjálshyggjumenn ráða engu í heiminum í dag, og að það erekki nokkur einasti frjálshyggjumaður í Sjálfstæðisflokknum. Þetta sannarþví það, sem ég hef haldið fram, að Sjálfstæðisflokkurinn er íhaldsflokkuraf verstu gerð. Ég hvet því Björgvin og fleiri, sem hafa deilt við mig ígegnum árin (t.d. Hafsteinn Þór Hauksson) að taka sig til, segja sig úrSjálfstæðisflokknum og stofna á Íslandi almennilegan frjálshyggjuflokk.
Ég skil reyndar ekki hvers vegna Björgvin reynir svona að verja íhaldsmenn,því hann er það alls ekki. Ég skil því ekki hvers vegna Björgvin, sem er frjálshyggjumaðurer að verja íhaldsstefnuna. Því ég tel það stórslys í pólitískri sögu aðfrjálshyggjustefna og íhaldsstefna hafi orðið eitthvað tengdar.
Ég ítreka því áskorun mína til Björgvins, að hætta stuðningi viðSjálfstæðisflokkinn og stofna frjálhsyggjuflokk. Það gæti vel verið að égmyndi styðja þann flokk.
Að flýja sósíalisma og íhaldsstefnu
Björgvin svarar skrifum mínum fráþví á miðvikudag á heimasíðu sinni. Þar segir hann:
Ég vil beina þessari spurningu til Einars: Einar, næst þegar þú eltir ástina þína til Bandaríkjanna, en þar bjóstu síðasta vetur eins og þú nefndir máli þínu til stuðnings, ætlar þú þá að fara á bílaslöngu yfir hafið eins ogmóðir Elíans gerði eða taka næstu Flugleiðavél?”
Ég er nú enginnstuðningsmaður Fidel Castro, frekar en ég er hrifinn af Ernesto Zedillo í Mexíkó eða Hugo Chavez í Venezluela. Ég tel mig þó hafa nokkuð mikið vit á ástandinu í Suður-Ameríku, þar sem ég hef búið í Venezuela og Mexíkó og hef auk þess verið í öllum löndum Suður-Ameríku, sem og á Kúbu. Ég spyr Björgvin á móti, hvort að hann haldi að margir Mexíkóar hafi flúið með flugvél til Bandaríkjanna? Mexíkó er land, stjórnað af íhaldsmönnum, en þrátt fyrir það eru þúsundir Mexíkóa, sem reyna að flýja yfir tilBandaríkjanna. Leiðin þangað er ekkert auðveldari fyrir þá. Þeir reyna aðsynda yfir mengaðar ár, eða stökkva yfir gaddavírsgirðingar.
Málið er, að ástandið er það gott í Bandaríkjunum og það slæmt í restinni afSuður-Ameríku, að fólk mun ávallt reyna að komast yfir til Bandaríkjanna. Ef fólk er að flýja sósíalisma á Kúbu, þá hlýtur það að vera að flýja íhaldsmenn í Mexíkó.
Það sem angrar mig í umræðunni um Kúbu er að það er einsog fólk haldi að vandræði Mið- og Suður-Ameríku byrji og endi á Kúbu. Það er rangt. Báðar heimsálfurnar í heild sinni lifa við mjög slæmt efnahagsástand. Þessu vilja menn oft gleyma og einbeita sér frekar að ástandinu á Kúbu.
Frelsi.is um Kúbu
Ég var að lesa grein á frelsi.is”>frelsi.is (frelsi.is notar ramma og því er ekki hægt að linka yfir á greinina, sem heitir “Að flýja heimalandið”). Þar er talað um Kúbverja, sem flýja land sitt til að fara til Bandaríkjanna. Er þetta nefnt sem góða ástæðu fyrir því að sósíalismi er alslæmur. Þetta er auðvitað rugl.
Fólk frá öllum heimshlutum flýr til Bandaríkjanna. Fullt af Íslendingum vilja t.d. búa þar. Á hverju ári eru svo miklu fleiri, sem flýja frá Haíti eða jafnvel Mexíkó, þar sem íhaldsmenn hafa stjórnað allt frá byltingunni, sem varð í byrjun aldarinnar. Fólk flýr ekki land sitt vegna sósíalisma, heldur vegna slæms efnahagsástands. Slæmt efnahagsástand er ekki einskorðað við sósíalísk ríki.
Annað, sem angraði mig var að í greininni var notað dæmið um Elian Gonzales. Ég bjó nú í Bandaríkjunum í vetur og þekki því það mál nokkuð vel. Móðir Elians var EKKI að flýja sósíalisma, heldur fór hún til Miami til að geta lifað með kærastanum sínum. Það var því ástin, en ekki pólítík, sem varð til þess að hún flúði.