Whassup

Hérna er enn ein útgáfan af Whassup auglýsingunum. Þessi útgáfa blandar saman The Matrix og Whassup. Ef þú hefur ekki ennþá séð Whassup auglýsingarnar þá verðurðu að kíkja á Budweiser.com

visi.is, þar sem eitthvað par, sem var á ferðalagi um Asíu, sendi reglulega inn ferðasögurnar sínar. Mér fannst þetta ekkert voðalega skemmtilegt. Ég las nokkrar uppfærslur og mér fannst þær frekar daufar. Ég og vinir mínir héldum uppi svipaðri síðu á Leifur.com og var hún ágætlega vinsæl. Það er hins vegar ekki mjög spennandi að lesa ferðasögur frá einhverju fólki, sem maður þekkir ekki, nema þær séu þeim mun betur skrifaðar. Ég veit ekki hvort að einhverjir, sem þekktu okkur ekki hafi rekist inná síðuna og hvort þeir hafi haft nokkurn áhuga á sögunum okkar.

Annað, sem er athylisvert á visi.is og einnig á mbl.is er að um leið og Manchester United er dottið út úr meistaradeildinni, þá hættir öll umfjöllun um deildina á þessum fréttavefjum. Ég þurfti að fara á CNN/SI til að finna hvort að undanúrslitin væru örugglega í dag.

Gagnrýni á Liverpool

Það er ekki oft, sem ég gagnrýni liðið mitt, Liverpool en nú er nóg komið. Fjórir leikir án þess að skora mark. Og það með framherja, sem eru sennilega samanlagt virði um 40-50 milljónir punda. Hvað er að?

Menn gera ekkert jafntefli á móti Southampton. Það er bara ekki hægt. Og svo er nýji búningurinn líka miklu ljótari en sá gamli. Hann er þó ekki eins slæmur og varabúningurinn hjá Manchester United, sem er eins og ljót náttföt.

Gagnrýni á Liverpool

Það er ekki oft, sem ég gagnrýni liðið mitt, Liverpool en nú er nóg komið. Fjórir leikir án þess að skora mark. Og það með framherja, sem eru sennilega samanlagt virði um 40-50 milljónir punda. Hvað er að?

Menn gera ekkert jafntefli á móti Southampton. Það er bara ekki hægt. Og svo er nýji búningurinn líka miklu ljótari en sá gamli. Hann er þó ekki eins slæmur og varabúningurinn hjá Manchester United, sem er eins og ljót náttföt.

Lottó

Ég spilaði í Lottóinu um helgina. Vinningurinn var 230 milljónir dollara. Ég keypti miða fyrir 2 dollara. Ég trúi því ekki ennþá að ég hafi ekki unnið.

Heimsókn

Þetta er búin að vera góð helgi. Pabbi og Októ bróðir minn voru hérna Í Chicago í viðskiptaferð. Við Hildur gistum á hótelinu, sem þeir voru á. Herbergið okkar var stærri en íbúðin okkar. Ég held að það segi nokkuð mikið um íbúðina okkar. Í gærkvöldi borðuðum við í Signature Room, sem er á 95. hæð í Hancock byggingunni, sem var geðveikt.

Í dag fórum við í McCormick place, þar sem FMI matvörusýningin var haldin. Við eyddum deginum þar og var það nokkuð áhugavert.

Chicago

Chicago borg er alveg æðisleg í svona góðu veðri. Það er búinn að vera um 25 stiga hiti hérna síðustu daga, sem er ekki mjög gaman þegar maður er í próflestri, en ég var búinn í bili í gær og því fórum við Hildur niður í bæ. Við löbbuðum um miðbæinn og nágrenni og fengum okkur svo að borða á Pizzeria Uno en þar voru einmitt búnar til fyrstu deep-dish pizzurnar og voru þær mjög góðar. Við fórum svo í bíó.

Reyndar þurftum við að bíða í 3 klukkutíma því það var uppselt á næstum allar sýningar á myndinni, sem við ætluðum að fara á, Gladiator. Við fengum þó loksins miða á ellefu sýningu. Myndin er frábær. Endilega sjáið hana þegar hún kemur heim til Íslands.

Rosaleg vika

Þetta er búin að vera rosaleg vika. Ég er búinn að vera í þrem miðsvetrarprófum og einu skyndiprófi í þessari viku. Ég er búinn að komast að því að það er ekki gaman að vera inni og lesa hagfræði í þessum hita. Það er öllu skárra að liggja niðri hjá Michigan vatni og lesa rúsneska snilld.

Ég er búinn að vera í sögu Sovétríkjanna á þessari önn og er þetta einn skemmtilegasti tíminn, sem ég hef verið í hérna í Northwestern. Prófessorinn, Irwin Weil, er alger snillingur. Hann hefur kennt við moskvuháskóla og hann veit allt um Rússland. Hann var meira að segja viðstaddur útför síðasta keisarans. Ég hef lært gríðarlega mikið í þessum tímum. Kannski einna merkilegast er að ég hef sannfærst enn frekar um að það er ekki með nokkru móti hægt að afsaka voðaverk bolsjévika. Það er í raun óskiljanlegt að sjá fólk í kröfugöngum með Sovéska fánann.

Ég set ekkert útá það að fólk trúi ennþá á kommúnisma, en að lýsa stuðningi við stjórnarfar Sovétríkjanna er óskiljanlegt.

Bókin, sem ég las fyrir fyrsta prófið, Quiet Flows the Don, eftir Mikhail Sholokov er sennilega næstbesta skáldsaga, sem ég hef lesið. Eina bókin, sem er í meira uppáhaldi hjá mér er Hundrað ára Einsemd eftir Gabriel Garcia Marquez.

jæja, nóg um bókmenntir, ég er farinn niðrí miðbæ Chicago.

Tónleikar á Íslandi

Ég var að pæla í því um daginn af hverju það koma svo sjaldan almennilegar hljómsveitir til Íslands. Hérna í Chicago hef ég farið á allmarga tónleika og voru þeir flestir haldnir í sölum, sem eru ekki stærri en Laugardalshöllin.

Reyndar voru tónleikar með Metallica og Rage against the Machine, sem ég fór á með um 35.000 áhorfendum, en flestir tónleikarnir hafa aðeins verið með um 3-5.000 áhorfendum.

Ég fór t.d. fyrir tveim vikum á tónleika með Oasis og Travis, þar sem voru um 3.000 áhorfendur. Það þarf enginn að segja mér að það yrði erfitt að fylla Laugardalshöllina með þessum sveitum.

Eins fór ég á Smashing Pumpkins þar sem voru um 5.000 manns. Wyclef Jean spilaði fyrir um 2000 manns og sama gerðu Method Man/Redman. Manic Street Preachers spiluðu á smá klúbbi enda þekkir enginn þá hérna.

Málið er að ég trúi því ekki að það væri erfitt að fylla Laugardalshöllina með þessum sveitum. Hvernig stendur þá á því að til að mynda í fyrra voru engir almennilegir stórir tónleikar á Íslandi?

Ebay

Björgvin Ingi er að tala um Ebay uppboð á heimasíðunni sinni í dag. Ég sá þetta mál í fyrsta sinn á CNN um helgina að mig minnir. Á Ebay er nefnilega til sölu flekinn, sem Elian Gonzales á að hafa komið á til Bandaríkjanna.

Þarna er einnig hægt að kaupa teikningu eftir Elian. Hvar endar þessi vitleysa?

Tap og Eurovision

Það er nú ekki mikið að gerast núna. Það er nokkuð svekkjandi að vakna klukkan átta á laugardagsmorgni, fara í lest í klukkutíma niður í bæ á írskan bar og horfa svo á enska fótboltaliðið sitt tapa. Ekki gaman. Annars var ég að ná mér í íslenska Eurovision lagið á MP3. Lagið er ekki gott. Reyndar er það mjög lélegt. Ef við vinnum þá er heimurinn geðveikur.