Palace of Soviets

Þegar ég var í Moskvu fyrir nokkrum árum fór ég meðal annars á [Kropotkinskaya](http://www.answers.com/topic/kropotkinskaya) lestarstöðina. Sú lestarstöð er fræg fyrir það að vera eini hlutinn, sem eftir lifir af Palace of Soviets byggingunni. Sú bygging átti á sínum tíma að vera hæsta bygging í heimi. Ég verð að játa það að það er eitthvað stórkostlega heillandi við hugmyndina að þeirri byggingu:

Palace of Soviets átti að hýsa þing Sovéta og átti byggingin að sýna styrk Sovétríkjanna (hún átti að vera hærri en Empire State) og efst á henni átti að tróna 100 metra há stytta af Lenín. Byggingin var hins vegar misheppnuð þar sem að Moskvuáin flæddi yfir byggingasvæðið og gerði það ómögulegt að hefjast handa.

Það er eitthvað magnað við hugmyndirnar að þessari byggingu. Svipuð hugmyndafræði er svo að baki [Ryugong hótelsins](http://skyscraperpage.com/cities/?buildingID=177) í Pyongyang, en það er engin bygging í heimi, sem mig langar að sjá meira en þá byggingu. Það er eitthvað skringilega heillandi á bakvið geðveikina við þá byggingu.

(Egill Helga á víst heiðurinn að því að [minna](http://www.visir.is/article/20070423/SKODANIR02/70423070/1078) mig á þessa byggingu)

4 thoughts on “Palace of Soviets”

  1. Vá, frábær mynd, Einar. Elska byggingakranann uppá byggingunni.

    Ég las einhvers staðar á netinu að fólk í opinberum túrum mætti ekki fara að byggingunni og að gædar í Norður-Kóreu hunsuðu hana alveg þar sem þeir skömmuðu sín svo mikið fyrir bygginguna. Er það rétt?

    Og hvernig í ósköpunum komstu til Norður-Kóreu?

  2. Einhverntímann heyrði ég að málið með hótelið hefði verið að það væri ekki öruggt hvað varðar burðarþol, ekki að ástæðan hefði verið peningaskortur per se.

Comments are closed.