Parketdjamm

Hvað gera aðaltöffararnir á laugardagskvöldum? Jú, þeir parketleggja heima hjá sér og blogga svo um það.

Í dag gerðist sá stórmerki atburður að ég og Emil KLÁRUÐUM að parketleggja íbúðina. Þetta er búið að vera magnað ferli, sem byrjaði í lok september. Íbúðin mín er reyndar ennþá í rusli og ég á eftir að mála eitthvað, en mikið ofboðslega er gaman að vera búinn. Emil er náttúrulega mesta hetja í heimi fyrir að hafa nennt að gera þetta með mér.

En semsagt núna getur mér hætt að dreyma um gliðnandi parket. Ég veit að ég á ennþá eftir að fá sting um leið og ég sé einhverjar rifur á parketinu og Guð hjálpi væntanlegum gestum í íbúðinni, því ég verð hryllilega paranoid yfir því að fólk rispi nýja fallega eikarparketið mitt.


Semsagt, föstudags- og laugardagskvöld fóru í þetta parketstúss, þannig að önnur djammlausa helgin í röð er staðreynd (djammið á Vegamótum um síðustu helgi var varla djamm).

Þetta djammleysi á laugardagskvöldi þýðir líka að ég verð í fantaformi fyrir Liverpool Man United á morgun. Djöfull hlakka ég til! Bara að lesa þennan frábæra pistil: Let’s Wreck United’s Season kom mér í stuði. Ég verð brjálaður ef Liverpool tapa!

4 thoughts on “Parketdjamm”

Comments are closed.