Pirrandi auglýsingar

Hvort er meira pirrandi?:

Nýja Þjónustufulltrúa-auglýsingin frá Íslandsbanka
… eða
Páska- og jóla-auglýsingarnar með syngjandi stelpunni fyrir malt og appelsín?

Ha, ég pirraður eftir Liverpool tap?

9 thoughts on “Pirrandi auglýsingar”

  1. Já, þetta er slæm auglýsing – hvað er málið með það að auglýsa þjónustu með þessum hætti? Maður hefði nú frekar haldið þeir reyndu að selja traust og trúverðugleika frekar en að búa til e-n brandara.

  2. Hvað meiniði? Appelsínstelpan er algjör dúlla, ég var með Skín í rauðar skotthúfur á heilanum í marga daga um jólin.

    Hver sagði svo að það væri regla að bankaauglýsingar ættu að vera leiðinlegar?

  3. Ég er alls ekki á því að bankaauglýsingar megi ekki vera fyndnar. Er mjög feginn að menn skuli vera að losa sig undan þessu ímyndar-auglýsinga rugli. Er þetta ekki hvort eð er sama landslagið í KB Banka, Íslandsbanka og Landsbanka auglýsingunum? 🙂

    Málið er að mér fannst þetta bara ekkert fyndið. Eeeen, þetta átti ábyggilega ekki að höfða til mín. Sennilega er verið að beina þessu að konum, sem eru aðeins eldri en ég er. Er viss um að sá markhópur veinar úr hlátri.

    Annars tjáði Björgvin Ingi, sem hafði séð allar auglýsingarnar í seríunni, mér að þetta væri mjög fyndin sería.

    Semsagt ég er hlynntur því að nota brandara, en þeir þurfa að vera fyndnir. Sé til hvernig hinar auglýsingarnar verða. Ég er samt sko í Íslandsbanka, þannig að þær breyta litlu fyrir mig 🙂

  4. Hmm – allt mjög valid punktar. En skotthúfustelpan er samt algjört kjútípæ 😉

  5. Hún er sko engin dúlla, heldur óendanlega pirrandi. Kannski tilheyri ég markhópnum fyrir Íslandsbankaauglýsingarnar, hef bara séð eina og fannst hún alveg soldið fyndin.

  6. Nii – bara eitthvað svo mikið jóla jóla. Væmna auglýsingin sem hitti í mark…

  7. Come on people…..take a pill….Dóra er frábær í þessum íslandsbanka auglýsingum…… :laugh: :biggrin:

Comments are closed.