Prófleiðindi

Það leiðinlegasta við að vera í skóla er að læra undir próf.

Bein afleiðing af því er að leiðinlegasti tími ársins er þegar próf standa yfir. Þessa vikuna er ég einmitt í þrem miðsvetrarprófum. Á morgun fer ég í tvö hagfræðipróf og á fimmtudag er það stjórnmálafræði.

Það er magnað hvað það getur verið leiðinlegt að læra undir próf. Ég fer alltaf að vorkenna sjálfum mér og bölva því að ég skuli ekki vera í léttari fögum.

Þessi færsla er leiðinleg af því að mér leiðist.