Punktablogg……

Aðeins til að brjóta upp uppboðs-gospelið: Punktablogg

 • Þetta er án efa mest pointless undirskriftarsöfnun í sögu lýðveldisins (sjá frétt). Nú verð ég að játa að ég panta mér bara venjulegt kaffi þegar ég er á Starbucks í útlöndum, þannig að ég hef aldrei skilið hversu yndislegir rjómakenndir heitir drykkir eru á staðnum. Kaffið er fínt og líkt og McDonald’s sæki ég nokkuð mikið í Starbucks í ókunnugum borgum. Þegar ég læri betur á borgirnar þá minnka þó heimsóknir mínar á slíkar alþjóðlegar keðjur.En þurfum við virkilega á þessu að halda hér? Hverju mun þetta bæta við menninguna, sem að íslensk kaffihús hafa ekki gert hingað til? Gott og vel að Starbucks komi og fólk geti keypt sér 300 kaloríu drykki. En þurfa kaffihúsin á Íslandi virkilega að vera nákvæmlega einsog öll kaffihúsin í útlöndum?

  Og hversu sorglegt er það að við séum með undirskriftasöfnun til þess að bandarískur kaffirisi opni kaffihús á Íslandi? Mjög, segi ég. – Ég gleymi því seint hversu æstir allir í kringum mig voru í að fá Burger King til landsins. Sú keðja átti nú aldeilis að bæta líf landans.

 • Forsíðuviðtalið á Vikunni er við þulu, sem er ósátt við starfslok sín á RÚV. Bara ef einhverjir skyldu hafa misst af því.
 • Er einhver þarna úti sem fílar M.I.A.? Ég verð forvitinn yfir því hvað hún fær fáránlega góða dóma fyrir tónlistina, en ég hef aldrei nennt að hlusta á plöturnar hennar oftar en tvisvar. Bíður mín einhver dæmalaus snilld ef ég hef aðeins meiri þolinmæði?
 • Að lokum legg ég til að stelpur fólk verði skikkað til að dagsetja MæSpeis myndir af sjálfu sér.

Takk. Áfram með uppboðið.

25 thoughts on “Punktablogg……”

 1. Ok, það er ágætt að vita þetta með M.I.A. Ég get mögulega skilið margt af þessu rúnki í Pitchfork og tengdum miðlum. En M.I.A. hef ég bara ekki fattað. Finnst þetta algjörlega óþolandi.

  Og Katrín, varstu ekki búin að heyra með okkur Britní? Við erum hætt saman. Sambandsslitin voru of erfið til að skrifa um á þessu bloggi.

 2. Þar sem spurt er, þá verð ég að segja að ég fíla M.I.A í botn. Báðir diskarnir hafa verið reglulegir gestir í mínum eyrum og vakið mikla lukku. Sá nýi hefur verið DISKURINN í ræktinni síðan hann kom út.

  Hún höfðar örugglega ekki til allra, en sem betur fer til mín.

 3. Ég og félagi minn vorum einmitt um daginn að velta vöngum yfir því af hverju það væri ekki búið að opna Starbucks á Íslandi. Ég er ekki mikill kaffidrykkjumaður þannig mér er eiginlega alveg sama. Ég hugsa samt að þetta yrði bara eins og með Burger King, dautt eftir mánuð.

 4. Ég nefnilega held ekki, Íslendingar snobba þvílíkt fyrir Starbucks, það þykir eitthvað svo voðalega “hippogkúl” að drekka á Starbucks þegar fólk er erlendis.

  Ég er samt sammála því að þetta væri heimskulegt vegna þess að pælingin á bak við Starbucks er sú að það er ódýrt og fljótlegt. “Ódýrt” er hugtak sem þekkist ekki í viðskiptum á Íslandi þannig að verðið á Starbuck myndi verða það sama og á öllum hinum kaffihúsunum. Þar með er conceptið á bakvið fyrirtækið fallið.

  Þrátt fyrir það þá er ég viss um að fyrirtækið myndi reka sig ágætlega og það er það eina sem skiptir máli fyrir þennan kóna.

 5. Ég er ekki í vafa um að Starbucks myndi ganga upp á Íslandi. Þeir myndu eflaust gera eitthvað svipað og annars staðar, það er kaupa sér prime staðsetningar á mörgum stöðum og smám saman taka yfir markaðinn.

  Það sem mér finnst svo hallærislegt er að við erum með undirskriftarsöfnun til að fá þetta yfir okkur. Ég get ekki séð hvað það er sem Starbucks býður uppá sem er svona miklu framar því sem er gert á Íslandi.

  Ef hins vegar einhver byrjar á undirskriftarsöfnun fyrir Carls Jr, CPK eða In-n-Out, þá er ég til. 🙂

 6. Já, og athyglisvert þetta BK. Ég sé að ROLLING STONE völdu nýju plötuna hennar bestu plötu ársins. Sjá hér. Hún er m.a.s. fyrir ofan Springsteen.

 7. Af hverju ferð þú ekki í það að redda California Pizza Kitchen??

  Gætir verið með svona nett combó í gangi eins og Tad’s Steaks og Pizza Hut (bæði viðbjóður) eru með hérna í NY.

  The golden ticket to paradise!

 8. Starbucks er ekki þekkt fyrir að vera ódýrt… ég held að það sé varla hægt að fá dýrari kaffi í bandaríkjunum! Auðvitað er stundum þægilegt að geta keypt sama drykkin á hvaða götuhorni sem er í heiminum, en það er ekki hægt að segja að það sé neitt sérstaklega menningarlegt – ekkert menningarlegra en að geta keypt sér Big Mac hvar sem maður er staddur. Ég er ekkert að segja að ég færi alls ekki á Starbucks ef hann væri á Íslandi, en mér finnst miklu skemmtilegra að sitja á ekta íslensku kaffihúsi og fá kaffi í bolla.
  Lewis Black er alveg frábær þegar hann talar um Starbucks: http://www.youtube.com/watch?v=Z9iMgSNrwv4
  kv., Sandra

 9. einar þú getur ekki sagt að starbucks hafi ekki neitt að bjóða sem kaffihús hérna hafa ekki ef þú kaupir bara venjulegt kaffi

  það er ógeeeeeeðslega gott allskonar stöff til á starbucks
  til dæmis vanillu frappó! og karmellu frappó.. og frappó með engu kaffi.. og … og… frappó er ýkt leim í te og kaffi…

 10. Sigurjón, ég á ekki nógu mikið cash. 🙂

  Og Sandra, ég er svo sammála. Kosturinn við McDonald’s og Starbucks er að maður getur stoppað þar í ókunnri borg og borðað. Þegar maður hins vegar lærir á borgirnar, þá er svo miklu skemmtilegra að finna alla hina staðina sem maður sér ekki í hverju einustu helvítis borg í heimi.

  Og já, ég tók það líka fram Katrín að ég drykki ekki þessa hroðbjóðs frappuccino drykki. 🙂

 11. PR, hvaða rugl er þetta?

  Maður í þinni stöðu á ekki að vera eyða tíma sínum í Carls Jr, CPK eða In-n-Out rugl.

  Maður í þinni stöðu á að beita sér fyrir almennilegri menningu, almennilegum mat, almennilegum kjúklingavængjum -og brjóstum og almennilegum bandarískum keðjum. Því hef ég hafið undirskriftasöfnun á því að fá þennan stað til landsins fyrir þína hönd!

 12. Jamm, þetta er sennilega rétt PR. Ísland er akkúrat rétti markaðurinn fyrir Hooters. Ég get ekki ímyndað mér að neinn þrýstihópur myndi setja sig upp á móti slíkum stað.

  Og Sigurjón, það er athyglisverð hugmynd. Held samt að það sé ekki nóg. 🙂

 13. ég veit einar að þú tókst það fram, en það að þú drekkir það ekki, gerir það ekki að verkum að þá hafi starbucks ekkert umfram íslensku staðina að bjóða..

  svo má sigurjón heldur ekki segja neitt um kaffistaði því hann drekkur eiginlega ekki kaffi;)

  ég drekk slatta af kaffi, en aðallega bara kaffidrykki.. þeas ekki svart kaffi eða cappotjínó eða svoleiðis.. og ég elllllska starbucks! úrvalið af góðum drykkjum þarna er rosalegt

  (reyndar er starbucks houseblend í vélinni í vinnunni og það er eitt það besta kaffi sem ég hef smakkað, þó ég blandi bara smá g-mjólk útí það)

 14. “Ég er samt sammála því að þetta væri heimskulegt vegna þess að pælingin á bak við Starbucks er sú að það er ódýrt og fljótlegt”

  Starbucks er náttúrulega okurbúlla dauðans. McDonalds gengur hins vegar út á að vera ódýrt og fljótlegt og það hefur ekki verið að gera sig hérna.

  Talandi um að fá amerískar keðjur hingað til lands; hefur einhver smakkað Taco Bell? Er sá staður enn í gangi?

 15. Í sambandi við M.I.A. þá rakst ég á myspace síðuna hennar um daginn. Ég hlustaði nokkru sinnum á lögin með mjög opnum hug en varð ekki mjög hrifin. Samt allt í lagi tónlist þannig séð og ég skil alveg afhverju hún er að “virka”. Oft verða allir svo æstir yfir einhverju svona nýju, e-ð svona nýju-fötin-keisarans-syndrome, bara afþví að það er öðruvísi.
  Annars er nafnið Mía eitt af mínum uppáhalds nöfnum, haha 🙂

 16. Katrín, ef ég má ekki tala um kaffistaði þá mátt þú það ekki heldur.

  Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þú komst í heimsókn fyrir rúmu ári síðan. Það eru yfir 50 Starbucks staðir á Manhattan og núna eftir eitt og hálft ár í kringum þessa staði er ég farinn að drekka Latte, Mocha og svo hef ég alltaf drukkið þetta frabbó frauð sem þú elskar svo mikið. Auk þess hef ég smakkað allsskonar kökur og cookies á Starbucks svo ekki sé minnst á “samlokurnar” sem þeir sörvera.

  Þannig að ég tel mig bara vera asskoti dómbær á þetta!

 17. Og svo það sé á hreinu, þá er ég faktískt séð ekki “á móti” því að fá Starbucks til Íslands. Það sem mér finnst vera svo hræðilega hallærislegt og plebbalegt er að það sé actually undirskriftarsöfnun til þess að fá Starbucks. Í flestum borgum Bandaríkjanna er fólk að berjast gegn því að Starbucks kaupi upp öll minni kaffihús.

  Ég held einfaldlega að áhrif Starbucks á umhversi og mynd borga séu það neikvæð að það sé sama hversu góðir Frappuccino drykkirnir séu, það verði aldrei þess virði. Við þurfum ekki Starbucks á hverju götuhorni hérna, svo að Reykjavík verði einsog allar aðrar borgir.

  En kannski er þetta bara vinstri maðurinn Einar í einhverri fýlu. 🙂

 18. Taco Bell er viðbjóður, allavega hér á Íslandi.

  Frappuccino aðdáendur, Te & Kaffi býður upp á frappuccino á sínum kaffihúsum. Ekki alveg sama úrval og á Starbucks samt.

  Ég fæ alveg þvílíkan kjánahroll út af þessari undirskriftarsöfnun, plebbalið 🙂

 19. duglegur sigurjón;)

  ég væri reyndar meira til í 7/11 á hvert horn með sitt nýbakaða bakkelsi á næturnar

  mmm kanelsnegl

  saknaði 7/11 mest frá danmörku:)

Comments are closed.