Salöt á Serrano

Við á Serrano erum byrjuð að selja nýja línu af salötum. Þetta eru fjórar tegundir af fjölbreyttum og ljúffengum hágæða salötum. Ólíkt öðrum skyndibitastöðum þá er þetta ekki bara iceberg kál með kjúklingabitum, heldur er þetta blanda af fjórum salat tegundum (rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg og Frisée), pico de gallo salsa, sem og úrvali af grænmeti og kjúklingi.

Allar sósurnar sem við bjóðum með salötunum eru búnar til á Serrano. Tegundirnar eru semsagt fjórar:

* * *

Verano Salat: Rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg, Frisée, Fersk Salsa, Kjúklingur, Feta Ostur, Ristuð Graskersfræ, Vinaigrette Lime dressing

Classico Salat: Rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg, Frisée, Fersk Salsa, Kjúklingur, Nachos Flögur, Jalapenos, Maís, Mangó sýrður rjómi.

Fresco Salat: Rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg, Frisée, Fersk Salsa, Kjúklingur, Maís, Pinto Baunir, Svartar Baunir, Hunangs Dijon Dressing.

Pepino Salat: Rauðlaufssalat, Klettasalat, Iceberg, Frisée, Fersk Salsa, Kjúklingur, Parmesan Ostur, Agúrka, Svartur Pipar, Balsamic Dressing.

* * *

Ég fullyrði það hér með að betri salöt fást ekki á skyndibitastað á Íslandi. Endilega kíkið við og smakkið 🙂

19 thoughts on “Salöt á Serrano”

 1. Þetta lítur vel út.
  Í alls óskyldum fréttum er það helst að wherethehellismatt verður á Ingólfstorgi á morgun kl. 17.30 …

 2. Ekkert bashing, eflaust fín salöt, innihaldslistinn er allavega að mestu mjög girnilegur. En það borða ekki allir kjöt. Er virkilega nauðsynlegt að hafa kjúkling í þeim öllum?

 3. Já, sorrí. Sko, það er hægt að fá öll salötin án kjúklings.

  Þau kosta 659 án kjúklings. 🙂

  Og Raggi Rokk, hvað verður hann að gera þar? Dansa? Eða eitthvað event? Þessi gaur er náttúrulega goðsögn.

 4. Má til með að benda á að baunirnar sem eru í Fresco Salatinu (Pinto) eru í 4 sæti (journal of Agricultural and Food Chemistry) yfir mat sem hefur mest andoxunaráhrif – ef þið viljið sjá allan listann og hvað andoxunarefnin gera, getið þið séð það á síðunni minn:-) Má ég annars spyrja hvað er í Hunangs Dijon Dressingunni?
  Síðan náttúrlega mæli ég eindregið með þessum salötum fyrir alla sem hugsa um heilsuna og náttúrlega bragðlaukana líka;-)

 5. Hvernig er það settuð þið félagarnir þetta saman eða eru reyndir/lærðir kokkar sem settu saman þennan matseðil?

 6. Sæll,

  þetta virðist allt mjög girnó. Er samt hissa á því að það sé ekki grænmetis option. Jafnvel þótt það sé auvitað hægt að sleppa kjúklingnum, og fá meira að segja afslátt, þá er það hægt alls staðar annars staðar….væri skemmtilegt að hafa eitt salatið með t.a.m. guacamole-i í, og ekki kjúlla, það yrði fyllri máltíð. Mörgum grænmetisætum finnst frekar pirró þegar þær þurfa alltaf að sleppa einhverju í máltíð.

  Ég býst við að slatti af grænmetisætum fari á Serrano, því fólk gerist oft grænmetisætur af heilsu ástæðum, og þessi matur er auðvitað svo heilsusamlegur;)

 7. lítur vel út fyrir utan að ég mun alltaf pikka út rauðlaufssalatið.. ojj mér finnst það svo vont, bragðast eins og eitur!

 8. Katrín, sko mér finnst tómatar einir og sér ekki góðir, en þegar þeim er blandað við réttu hlutina, þá verða þeir æði. Það sama á við um rauðlaufssalatið. 🙂

 9. Einar, sjá forsíðuna á mogganum í dag.
  Ég var að hugsa um að mæta, kenna kauða nokkur ný spor…

 10. Einar minn, greinilega komin gríðarleg pressa á að opna útibú á Akureyri! 🙂

 11. Jamm, ef þú finnur einhvern sem er tilbúinn að eiga og reka Serrano á Akureyri þá skal ég skoða þetta. Einsog staðan, þá gætum við ekki staðið í því sjálf. 🙂

Comments are closed.