Síðasti skóladagurinn

Í dag er síðasti skóladagurinn minn. Ég á bara eftir að fara í tvo tíma, stærðfræði og sögu Sovétríkjanna og þá er ég búinn. Í næstu viku er svo upplestrarfrí og svo er ein prófvika. Eftir prófin fer ég niður til Houston að sjá Roger Waters, og svo fer ég heim.