Sigurrós

Við Hildur erum að fara að sjá Sigurrós spila í kvöld í The Vic. Það er auðvitað löngu uppselt á þessa tónleika.

Þetta er í annað skiptið, sem við sjáum Sigurrós spila hérna í Chicago. Fyrra skiptið var í Park West í maí að mig minnir. Þeir tónleikar voru frábærir.

Það var nokkuð gaman að því að þegar Chicago Tribune voru að tala um þá atburði, sem væru mest spennandi í menningarlífi Chicago búa í vetur. Þeir listuðu 3-4 atburði í hverjum flokki. Þegar talað var um popptónleika, þá nefndu þeir 3 tónleika. Tveir af þremur listamönnunum eru frá Íslandi, Sigurrós og Björk. Þetta finnst mér ótrúlegt. Sérstaklega, þar sem að hér í Chicago koma nokkurn veginn allar þær vinsælustu og heitustu hljómsveitir, sem eru að spila í dag. Íslendingar mega svo sannarlega vera stoltir.

Ég gaf einum vini mínum hérna úti diskinn með Sigurrós og er hann strax orðinn aðdáandi. Flestir, sem hafa heyrt tónlistina falla fyrir henni. Nú vil ég bara fara að sjá Quarashi meika það hérna. Þá verður gaman.