Skólinn

Ég er að komast inní skólann aftur eftir sumarfríið. Ég er búinn að vera í skólanum í nær tvær vikur og er bara ágætlega sáttur. Ég er í fjórum tímum.

Hagfræði – Industrial economics. Hagfræðitími, sem fjallar um verðlagningu og hagkvæmni í rekstri. Einnig mikil áhersla á “game theory” (íslenska:??) og hvernig fyrirtæki nota “game theory” í ákvarðanatöku.

Stærðfræði/hagfræði – Mathematical methods in finance. Mér sýnist þetta vera erfiðasti tíminn, allavegana hefur fyrsta vikan verið ansi strembin. Fjallar um útreikninga í fjármálum og sannanir á hinum ýmsu fjármálaútreikningum.

Félagsfræði – Sociology of complex organizations. Fyrsti félagsfræðitíminn, sem ég hef tekið og líkar mér nokkuð vel. Fjallar um það hvernig stærri fyrirtæki virka og hvernig vinnuumhverfið hefur áhrif á starfsfólk og viðskiptavini.

Stjórnmálafræði – Politics and markets. Fjallar um samskipti markaðarins og stjórnmála, sérstaklega hvernig markaðurinn hefur áhrif á lýðræði.

Ég veit að þetta hljómar svaka spennandi. Ég hef bara ekkert annað til að skrifa um þessa stundina. Jú, veðrið er fínt, 27 stiga hiti.