Alveg hreint makalaust vitlaus grein á Múrnum: 11.september.
Vissulega er það gott mál hjá þeim að rifja það upp fyrir fólki að það séu mun meiri þjáningar annars staðar í heiminum.
Hins vegar er loka setningin, þar sem alþjóðavæðingu er kennt um hungursneyð í þriðja heiminum alveg með ólíkindum vitlaus. Maður á bágt með að trúa að vel menntað fólk skuli geta verið svona grunlaust um áhrif alþjóðavæðingar á hagkerfið.
Ég nenni varla að fara að skrifa um þetta, enda er auðveldara fyrir þessa menn að lesa bara svo sem eitt eintak af The Economist, því þar skrifa menn, sem eru hæfari en ég.
Ef Múrinn er á móti kapítalisma, hver er þá lausn þeirra fyrir hungraða alþýðu?