Smá breytingar

Eftir að Katrín kallaði mig plebbalegan á vinnumyndinni minni, ákvað ég að skipta um mynd á “Ég er” síðunni. 🙂

Reyndar þá er ég aldrei í jakkafötum, ekki einu sinni í vinnunni (nema þegar útlendingar eru á staðnum), svo það var hálf kjánlegt að hafa mynd af mér í jakkafötum. Á nýju myndinni er ég í svörtum bol, sem passar mun betur.

Annars eru umræðurnar um Michael Moore komnar af stað aftur eftir langt svar frá Jensa.

Og svo eru umræðurnar um síðustu færsluna mína orðnar mun skemmtilegri en færslan sjálf. Nú þegar er búið að slá fyrra kommentamet (sem var færslan, þar sem ég lýsti því yfir að ég ætlaði að kjósa Samfylkinguna. Sérstaklega er kommentið hans Björgvins stórskemmtilegt.

Allavegana, er voða gaman að fá öll þessu skynsamlegu og nice komment hérna. Ég vil þó taka það fram að ég hef það bara fínt. Ég er ekkert voða desperate, langt því frá. Vildi bara benda á þessa punkta varðandi þrýsting á sambönd í íslensku samfélagi. Jú, og svo langar mig auðvitað í kærustu. En ég meina hey.

9 thoughts on “Smá breytingar”

  1. Enn ein breytingin sem þú gerir á þér og síðunni vegna þrýstings?

    Mér fannst sniðugt að hafa mynd af þér virðulegum í jakkafötum (plebbari þýðir það sama hjá Kat), sýnir þig öðruvísi en þú ert enda er heimasíðan ekki áframlenging á þér; hún er önnur hlið af þér.

    Myndi ég til dæmis setjast niður í strætó við hliðinna á einhverjum óþekktum og segja að mér vantaði kærustu og allar stelpur á íslandi væru á föstu eða fagna því að Cubs hefðu unnið í gær. Allir myndu halda að það væri eitthvað að heima hjá mér og þeir sem vita hvað Cubs eru á íslandi taka ekki strætó svo sá flokkur er sem betur fer öruggur.

  2. Hvaða hvaða? Ég var búinn að ákveða að setja upp þessa mynd fyrir nokkru, en var alltaf of latur til að láta verða af því. Ég setti bara þetta um Katrínu til að skjóta á hana.

    Auðvitað færi ég ekki að breyta um mynd bara af því að Katrín vildi það. Það væri fáránlegt. Ef ég hlustaði alltaf á það, sem fólk væri að kommenta hérna, þá væri ég löngu búinn að gefast uppá þessu. (ég bætti við broskalli eftirá, til að sýna betur að þetta var skot)

    Auðvitað er síðan ekki alveg einsog ég er. Ég skrifa öðruvísi á netið en ég tala við vini og kunningja. Það er ósköp eðlilegt. Ég reyni þó vanalega að vera eins einlægur og heiðarlegur og ég get. Ég held að þannig verði þetta áhugaverðara.

    Hvað er að því að skrifa um stelpur á netinu? Ég er ekki að auglýsa eftir neinu, bara að reyna að skrifa um það hvernig mér líður. Ef ég skrifa um það að ég sé fúll yfir því að Liverpool tapi, er ég þá að auglýsa eftir því að vinir mínir komi og huggi mig? Nei, ég er bara að skrifa um það hvernig mér líður.

    Ég held að það séu líka mun betri leiðir til að eignast kærustur en að auglýsa eftir þeim á netinu. Mér tókst ágætlega upp við að finna þær 5 stelpur, sem ég hef verið í alvarlegum samböndum við hingað til. Þær fann ég algerlega án netsins. 🙂

    Það er líka stundum gott að skrifa um hluti hérna á síðuna, sem vinir mínir hafa kannski ekki endilega mikinn áhuga á að hlusta á allan daginn. Ég veit um fáa, sem myndu þola langa baseball pistla frá mér, svo það er ágætis útrás fyrir mig að setja þá hér. Jafnvel þótt fáir lesi það, þá er það samt viss útrás. 🙂

  3. 🙂 , ljómandi gott að heyra allt, þetta var nú bara skrifað í lauslegu gríni.

    PS. Katrín er enn á lausu fyrir þig :biggrin:

  4. Ok, gott að heyra Daði. Mér fannst þetta hljóma einsog einhverjir voða dómar yfir síðunni minni. Voðalega er ég eitthvað viðkvæmur. 🙂

  5. Ég myndi samt halda að Katrín væri skotin í þér… annars er hún orðin svo “meyr” eftir að hún flutti DK 🙂

  6. Betra er að vera í engu sambandi en slæmu sambandi.
    Einnig veistu að það er hræðilegt þegar einhver er skotinn í manni og maður er ekki skotinn í einstaklingnum.
    Njóttu lífsins, hættu að leita.
    Ef þú getur ekki lifað einn með sjálfum þér, hvernig getur þú ætlast til að einhver annar geti lifað með þér 🙂

  7. Hey Barbí, ég get alveg lifað einn með sjálfum mér. Ég nenni bara ekki að gera það endalaust. 🙂

    Og Katrín, þú hafðir nú smá áhrif. Ertu ánægð með nýju myndina? :biggrin2:

Comments are closed.