Stærfræði?

Aðalefnið í Íslandi í Dag og fyrsta frétt á mbl.is í dag: **Stelpur útá landi eru betri en strákar í stærðfræði**!

HVERJUM ER EKKI FOKKING SAMA?

Er einhver að missa svefn útaf þessu? Í alvöru talað? Þurfum við að setja sérstaka nefnd á stofn? Kannski að bæta styrki til landsbyggðarinnar af því að strákar útá landi eru að spila Half-Life í stað þess að læra stærðfræði?

Er ekkert merkilegra að gerast í þessum heimi?


Ég er að hlusta á:

Dreaming – System of a Down
Perfect Situation – Weezer
Juicebox – Strokes

Þessi lög eru snilld!

7 thoughts on “Stærfræði?”

  1. Vegna þess að allstaðar annarsstaðar í heiminum eru strákar betri en stelpur í stærðfræði.

    Það hlýtur að vera mjög áhugaverð félagsfræðileg spurning af hverju þetta er öðruvísi í íslensku dreifbýli (les: allastaðar á Íslandi nema í höfuðborginni).

    Er menntakerfið út á landi í molum.
    Þarf maður að vera stelpa til þess að vera nógu agaður til þess að geta meðtekið stærðfræðikennslu í íslenskum skólum?
    Eða eru kannski dreifbýlisstrákarnir allir með það efst á forgangslistanum hjá sér að taka í vörina og komast á sjó fyrir fermingu?

    Þetta eru allt mjög áhugaverðar spurningar.

    Auk þess sem að stærðfræðingum er yfirleitt mjög umhugað um tölulegar staðreyndir af þessu tagi. Þetta er þeirra hobbý, sjáðu til.

  2. Það má alls ekki vanmeta virði stærðfræðikúnnáttu! :rolleyes:

    Hins vegar má spyrja sig af hverju þetta er og eins hvers vegna í dag eru langtum fleiri stúlkur en drengir í háskóla. Eru þær ekki bara langtum duglegri? Yngstu kynslóðirnar áttuðu sig á því að þær áttu ekki bara að vera heima að strauja, elda og passa börnin. Eðlileg afleiðing, ekki satt?

  3. Merkilegasta niðurstaðan að mínu mati er að megin hluti drengja í heilu landshlutunum eru að falla í stærðfræði á samræmdum prófum!

    (Insert ræða um hve þjóðhagslega óhagkvæmt það er og þau samfélagsvandamál sem það er að skapa.)

    (Insert ræða um að menntun sé lykillinn úr ,,ánauð” en ekki jarðgöng!)

  4. Ja hérna, ég greinilega vanmat áhuga lesenda á stærðfræðiþekkingu stráka á landsbyggðinni.

    Mér finnst þetta allavegana alveg hryllilega leiðinlegt umræðuefni í svona þátt.

  5. Hey, þið vitið hvað þetta þýðir: færri plebbar í HR og Bifröst!

    Og það þýðir minni sala á köflóttum skyrtum. OMG!

Comments are closed.