Stúdentablaðið?

Ég hef aldrei stundað nám við Háskóla Íslands, þannig að ég skil ekki alveg hvað gengur þar á. Ég taldi mig þó vita að Stúdentablaðið ætti að vera virðulegt málgagn stúdenta, allavegana kynna þeir sig þannig til auglýsenda. Í dag fékk ég sent heim eitt slíkt blað. Byrjum á ritstjórnarpistlinum. Nokkur eeeeeðalkomment:

>Um leið og við getum flest verið sammála um að Stalín hafi farið afskaplega **illa að ráði sínu**..

(Feitletrun mín)

>Eru það ekki hægrimenn sem hafa um þessar mundir tvö hundruð þúsund írösk mannslíf á samviskunni?

Nei. Ekki frekar en að við hafnaboltaunnendur höfum þessi mannslíf á samviskunni. Það að Bush sé hægri maður hefur ekkert með aðra hægrimenn eða samvisku þeirra að gera.

>Voru það ekki markaðshyggjumenn sem vörpuðu fyrstir og einir manna atómbombum?

Nei, það voru Bandaríkjamenn. Það hefur ekkert með markaðshyggjumenn að gera, frekar en að fjöldamorð Stalíns hafa með unga vinstri menn að gera.

Og hann heldur áfram:

>mér er ómögulegt að koma auga á “snilldina” í því stjórnarfyrirkomulagi sem elur 2/3 mannkyns á skítugu vatni, hungursneyð, stríði og ævarandi pínu.

Ég vænti þess að hann sé að vitna þarna til kapítalisma og gefur sér þá staðreynd að kapítalismi eða hægri stefna ráði ríkjum í öllum löndum heimsins. Það er hins vegar ekki aaaalveg rétt.

>Ekki þarf ýkja víðfeðma sagnfræðikunnáttu til að átta sig á því að veldi Vesturlanda er reist á arðráni og þrælablóði.

Æji, kræst, ég nenni þessu ekki.

* * *

Af hverju er Elías Davíðsson svo fenginn til að skrifa áróðursgreinar í *Stúdentablaðið*?

* * *

Svo byrjar grein um **Hamas** – samtök, sem vilja útrýma Ísraelsríki, á þessum orðum:

>Hamas-hreyfingin rekur hjálpar- og menningarstofnanir á grasrótarstigi

Svo er tekið viðtal við meðllim í Hamas og þar kemur þessi æðislega spurning frá blaðamanni Stúdentablaðsins:

>En viðurkennirðu ekki að til séu hernaðarárásir sem *skilgreina* má með þá *neikvæðu merkingu* sem hugtakið hryðjuverk felur í sér?

(skáletrun mín)

Er ekki verið að fokking grínast í okkur? Sjálfsmorðsárásir gegn saklausum borgurum *eru hryðjuverk*, alveg óháð því hvað málstaðurinn kann að vera æðislega góður og saklaus. Það að beina árásum sínum gegn saklausum borgurum eru hryðjuverk, punktur! Við þurfum ekki að biðja leiðtoga hryðjuverkasamtaka um að útskýra hugtakið fyrir okkur.

Hvað í ósköpunum er Háskóli Íslands að spá? Frábært að ég hafi líka styrkt útgáfu svona blaðs með því að kaupa auglýsingu af þeim. Á opnunni sem auglýsingin mín birtist er einmitt önnur grein, sem heitir **Skoðanakúgum Kapítalismans**. Þeir gleyma því sennilega að kapítalistinn ég hjálpaði við útgáfu blaðs, þar sem þessi grein birtist. Skoðanakúgunin er ekki sterkari en svo. Ég hreinlega nenni þó ekki að fara yfir þá grein, enda þarf ég að drífa mig útúr bænum.

En kannski er þetta bara grín einsog [Matti heldur](http://www.orvitinn.com/2006/04/13/12.31/) og ég kjáni að láta þetta fara í taugarnar á mér.

29 thoughts on “Stúdentablaðið?”

 1. Það er enginn að tala um að skoðanir Hamas-liðans séu þær einu réttu heldur geta þær hugsanlega gefið okkur nýja sýn á hans málstað, eða þá staðfest þá fordóma sem maður hafði fyrir fram.

  Ef að morðingi væri spurður:

  ,,En viðurkennirðu ekki að til séu manndráp sem skilgreina má með þá neikvæðu merkingu sem hugtakið morð felur í sér?”

  Svar hans væri ef til vill bölvuð vitleysa geðbilaðs manns. En spurningin væri samt sem áður áhugaverð. Af svarinu (og gjörðum hans) gæti maður síðan tekið afstöðu til morðingjans.

 2. Háskóli Íslands kemur ekki á nokkurn hátt að útgáfu Stúdentablaðsins að því að ég veit og sá sem ber ábyrgð á blaðinu frá upphafi til enda er ritstjórinn. Og já, honum er alvara.

 3. Góður punktur, Kristján. En tóninn í viðtalinu var allur að gera gott úr Hamas og á einhverjum stað stóð að Ísraelsmenn og “heimisveldin” vildu skilgreina þau sem hryðjuverkasamtök og þar með gefið í skyn að það væri bara skoðun stóru kallanna að þetta væru hryðjuverkamenn.

  Og Óli, það stendur að stúdentaráð sé útgefandi. Ég geri ráð fyrir að það ráð ábyrgist að einhverju leyti efni blaðsins.

  En ok, núna er ég farinn 🙂

 4. Ánægð með hvað þú ert málefnalegur og gagnrýninn á svonalagað þrátt fyrir að vera vinstrimaður.. (ef ég man rétt) :biggrin2:

 5. Mér finnst nú bara hressandi að fá svona sendingar inn um lúguna. Ekkert að því að vera reiður með skoðanir. Maður þarf ekki að vera sammála öllu því sem þarna stendur en þetta skerpir þá bara mann sjálfan í því að vera með sínar eigin skoðanir á hreinu eins og mér sýnist raunin hafa verið með þig þar sem þú mótmælir sumu af því sem í blaðinu var haldið fram og útleggur eigin skoðanir á því á móti. Ég viðurkenni alveg að oft hefur fokið í mig yfir pistlum í mogganum, blaðinu og viðskiptablaðinu þar sem haldið er uppi á stundum blindri trú á kapitalismann, sérstaklega fer ólafur teitur í taugarnar á mér með yfirleitt lélegar röksemdafærslur sínar. Það hinsvegar pirrar mig ekki það mikið að ég hætti að lesa viðkomandi blöð. Það er bara ágætt að poppa aðeins upp þessa sterílu fjölmiðlaflóru og þú átt hrós skilið fyrir að styrkja það með auglýsingakaupum.

  kv xb

  😉

 6. Djö. sé ég eftir að hafa ekki lesið blaðið þegar ég sá það heima í gær, þessi komment eru æðisleg! Hver er þessi ritstjóri? Annars held ég að þetta sé bara angi af ákveðnu trendi, einskonar ný-stúdentaróttækni.

  Sem minnir mig á það, ég las grein eftir stelpu í Sorbonne háskóla í Independent í síðustu viku (um mótmæli franskra stúdenta gegn umbótatillögum á vinnumálalöggjöf landsins), sem hægt er að sjá sjóræningjatexta af hér: http://margaretsoltan.phenominet.com/2006/04/truth-about-sorbonne-why-students-like.html Þetta eru stúdentaskrif sem er vel þess virði að lesa.

 7. Æi… hvernig er þetta… ef að Stúdentablaðið væri ekki örlítið róttækt og með læti þá væri ekki nokkur maður með það…

  Það verður einhver að fá að hrista aðeins upp í liðinu… held að íslensk fjölmiðlaumhverfi megi við aðeins meiri fjölbreytni heldur en í boði er í helstu fjölmiðlunum…

  Strumpakveðjur 🙂

 8. Hefði Strumpurinn sagði það sama ef ritstjórinn hefði sagt t.d.

  Um leið og við getum flest verið sammála um að Hitler hafi farið afskaplega illa að ráði sínu..

  Eða Ólafur í Vinum Zíóns verið fenginn til að skrifa um dugnað Ísraelsmanna og hvernig að þeim sé ráðist úr öllum áttum af blóðþyrstum Aröbum, á landi sem heiti ekki Palestína fyrr en Gyðingarnir voru reknir þaðan af landi sínu af innrásarher.

  Nú, eða ef grein hefði birst um hvernig umfjöllunin um Bush í Evrópu sé allt saman vinstrimanna kjaftæði sem blaðamenn lepji upp eftir líberal elítunni.

  Væri það líka alveg kosher fyrir Stúdentablaðið að birta greinar sem miðuðu allar að því að rökstyðja hvers vegna Háskóla Íslands þarf að losa sig við nokkur hundruð nemendur, hækka skólagjöld og minnka aðgang að námi, til þess að þeir sem þess myndu njóta gætu búist við að fá almennilega menntun. (U.þ.b. allt sem Stúdentaráð er á móti) Er Stúdentablaðið svo ótengt Stúdentaráði að ritstjórinn getur haldið fram hvaða skoðun sem hann vill… það sé bara ágætt að “hrista aðeins upp í liðinu”?

  Mergurinn málsins er að það er með ólíkindum hvað sjálfhverfnin og eiginhagsmunahyggjan meðan stúdenta umber miklar jaðarskoðanir af vinstri vængnum sem “mainstream”. Erlendis hefur þetta verið verra og um margan campusinn væri hægt að skrifa langar greinar um “skoðanakúgun sósíalískra stúdentafélaga”. Nú eða neyslukúgun. Kannski það verði það næsta í Stúdentablaðinu, herferð gegn kaffi og kóka kóla (birtingarmyndir hins illa arðránssamfélags).

 9. Ágúst… ég nenni ekki að fara að rífast um þessar skoðanir þínar á stúdentaráði og/eða HÍ… furðulegt hvað þetta fer alltaf mikið í taugarnar á þér miðað við hvað þú hefur nákvæmlega enga tengingu við fyrirbærið… skoðanir þínar á stúdentum sem slíkum eru líka mjög furðulegar

  En nei… það er ekki sama hvað er sagt í stúdentablaðinu… það hljóta alltaf að vera mörk, en ég treysti mér ekki til að meta hvar þau eiga að liggja… aftur á móti er það venja að ritstjóri stúdentablaðsins hafi verulega frjálsar hendur og á ég erfitt með að sjá fyrir mér þá aðstöðu koma upp að tekið yrði fram fyrir þær… það yrði a.m.k. “allt vitlaust”…

  En… þó að Ólafur í Zíón (sem ég leyfi mér að giska á að sé gaurinn með kollhúfuna á Omega… ég nenni nefnlega ekki að festa í minni mér nöfn á öllum nötturum sem hafa skoðanir á Ísrael Palestína málinu) mundi fá á dásama Ísrael og það allt saman þá væri það alveg guðvelkomið mín vegna… ég mundi reyndar ekki lesa það frekar en ég las ekki umfjöllunina um Palestínu dæmið í stúdenblaðinu (ég hef nákvæmlega engann áhuga á umfjöllun um þetta mál þessa daganna)…

  mér finnst bara furðulegt hvað þetta blað stuðar marga… það er “allt vitlaust” hjá sumum út af þessu… það var ekkert verulega gróft… og já greinin hans Atla Bolla (sem var greinin á móti Danól auglýsingunni held ég) var bara nokkuð góð… hann tekur stórt til orða en er það svosem ekki í lagi?

  er lognmollan virkilega orðin svo yfirþyrmandi í íslenskum fjölmiðlum að það þurfi ekki meira en þetta blað til þess að annar hver hægri maður sem maður þekkir froðufellir af hneykslan og vandlætingu…

  Strumpakveðjur 🙂

 10. Strumpur, ef við sleppum þessu þrasi á milli ykkar Ágústs:

  >mér finnst bara furðulegt hvað þetta blað stuðar marga… það er “allt vitlaust” hjá sumum út af þessu… það var ekkert verulega gróft…

  Hvað finnst þér nákvæmlega verulega gróft? Er Stalín kommentið ekki pínu gróft?

  Ég hafði svo sem ekkert útá það að setja að gefið sé út róttækt blað, ég hef m.a. tekið þátt í útgáfu slíks blaðs sjálfur. En ef mér væri annt um hagi míns háskóla, þá myndi ég vilja að útgáfa á hans vegum væri á sæmilega háu plani. Ég myndi vilja sýna að þar stundaði nám fólk, sem gæti rætt um hlutina á skynsaman hátt í stað þess að vera í einhverjum sandkassaleik.

  Þessi barnalegu “auðhyggju” og “kapítalista” komment eru hins vegar frekar hæf í framhaldsskóla málgagni frekar en í blaði, sem er gefið útaf nemendum í menntastofnun, sem er að reyna að vera merkileg og þykist vera þess verð að vera meðal 100 bestu í heimi

  Þetta svar á líka við svör annarra, sem og Hauks Loga. Ég hef ekki útá það að setja að róttæklingar skrifi í blaðið og ég þarf alls ekki að vera sammála öllu. En einsog áður sagði, þá vildi ég að minnsta kosti að blað frá mínum háskóla myndi vera aðeins málefnalegra en Stúdentablaðið.

 11. Sko Einar…

  ég virðist hafa fengið það hlutverk að “verja” Stúdentablaðið hérna á kommenta kerfinu þínu… ég tel nú reyndar að ritstjórinn og/eða einhverjir ritstjórnarmeðliminir væru betur til þess fallnir… en jæja…

  Varðandi þetta Stalín komment þá sé ég ekki hvað er svona rosalegt við það… ég hefði a.m.k. fyrirfram talið það rétt… þó að mikill meirihluti, þeirra sem vita nægilega mikið um sögu 20. aldarinnar til að hafa skoðun á málinu, telji Stalín hafa verið einn af þeim ógeðfeldari mönnum sem mannkynssagan hefur alið af sér… þá eru vissulega til menn sem telja að Stalín hafi verið góður maður, jafnvel mikill maður (menn sem trúa mér ekki er bent á að kíkja í stutta reisu til Moskvu og leita þessa menn uppi, það yrði ekki mjög tímafrekt verkefni)… þannig að ég mundi telja að fullyrðing um að Stalín sé af flestum talin hafa farið illa af ráði sínu vera nokkuð rétta… ef menn vilja hnýta í orðalagið (sbr. feitletrunin í blogginu sjálfu) þá er það að sjálfsögðu gott og blessað, en illskiljanlegt að það sé verulegt hneykslunarefni… persónulega hefði ég talið önnur komment í leiðaranum meira stuðandi, enda erum við Maggi ekki beinlínis skoðanabræður…

  Ég hef eiginlega voðalega lítinn áhuga á að verja stúdentablaðið hérna… minn aðalpunktur var sá að mér finnst það vera alveg stórfurðulegt hvað lítið þarf til þess að “gera allt vitlaust” hjá hægrissinnaðri öflum þjóðfélagsins þegar horft er til þess hvað þykir ásættanlegt frá hinum ráðandi hægriöflum..

  bara til þess að minnast á einfalt dæmi þá er nýlega hafin útgáfa á tímaritinu Þjóðmál, að því standa menn sem eru í innsta hring stærsta stjórnmála flokks landsins… þó þetta rit sé fremur misjafnt af gæðum, þá vil ég t.d. benda á það að þeir sáu ástæðu til birta topp tíu lista yfir “Hættulegustu bækur nítjándu og tuttugusta aldarinnar”… á þeim lista, sem tekinn er saman af helstu forsprökkum hinnar hörðu hægri stefnu repúplikana í bandaríkjunum (sem finna má hér: http://www.humaneventsonline.com/article.php?id=7591), eru m.a. Kinsey skýrslan og helsta rit John Maynard Keynes… reyndar er listi þeirra bóka sem næstum því komustu inn á listann töluvert áhugaverðari… einhvern veginn hefði maður talið að Þróunarkenning Darwins og Frelsið eftir John Stewart Mills væru ekki taldar mjög umdeildar hér á landi (ég held reyndar að þær bækur hafi ekki verið birtar í Þjóðmálum, bara topp tíu)…

  Þessir menn sem standa að þessari útgáfu, eru í töluvert betri stöðu heldur en Maggi til þess að koma sínum “hugsjónum” í framkvæmd… samt segir enginn múkk við því að svona fornaldarviðhorf séu birt og svo lofsömuð af ekki ómerkari mönnum en Dómsmálaráðherra landsins… Það er samt ekki bara þetta, Ungir frjálshyggjumenn virðast vera komnir með þá afstöðu að fóstureyðingar séu ólíðandi sama af hvaða ástæðu þær eru framkvæmdar… og það hefur nákvæmlega enga athygli vakið…

  Staðan virðist vera orðin þannig að ef að hörð vinstrisinnuð orðaræða heyrist á einhverjum öðrum vettvangi en Múrnum, þar sem menn eiga auðveldara með að hunsa það, þá sé eitthvað að… hægriöfgarnar eru orðnar viðurkennt norm og vekja litla sem enga athygli

  Ég verð seint talinn með öfgasinnaðri vinstrimönnum, að kalla mig andstæðing markaðshagkerfisins væri í besta lagi fyndið, en ég tel að þetta blað hafi ekki verið of rótækt að þessu sinni…

  Varðandi skot Einars á HÍ í lokin þá vil ég bara benda á það að HÍ telur sig ekki verðann þess að vera á þessum topp hundrað lista… heldur hefur gert það að stefnu sinni að reyna að vera þess verður í framtíðinni… “reyna að vera merkileg” kommentið er ekki svaravert…

  blaðaútgáfa Háskólans er mjög fjölbreyt og Stúdentablaðið bara eitt af mjög mörgum tímaritum og blöðum sem koma út frá honum… ég vil nefna sem dæmi tímaritið Úlfljót sem gefið er út af Orator, félagi laganema við HÍ og er virt fræðirit á sviði lögfræði. Verður það að teljast nokkuð vel heppnað og það er vissulega málefnalegt… (ath. ég hef setið í ritstjórn úllans og er því ekki beint hlutlaus). HÍ hefur, enn sem komið er, blessunarlega verið laus við blöð sem gefin eru út af stúdentum en virðast þó bara vera áróðursrit fyrir skólann sjálfan eins og verður að segjast um Háskólablaðið, sem gefið er út af nemendum Háskólans í Reykjavík. Verð ég að segja að stúdentar HÍ megi vera ánægðari með Stúdentablaðið heldur en stúdentar HR með Háskólablaðið sitt… Hvernig útgáfu Northwestern er háttað veit ég ekkert um…

  Þetta er búið að vera töluvert lengra blogg en ég ætlaði og fremur samhengislaust… vonandi skýrði þetta eitthvað, ég er þó ekki viss um það…

  Strumpakveðjur 🙂

  p.s. ég geri mér fulla grein fyrir því Einar að þú ert ekki skoðanabróðir hinna hörðustu hægri afla hér á landi.

 12. Plís ekki halda að þetta sé blað sem stúdentar við HÍ eru ánægðir með að sé gefið út “í þeirra nafni”. Ég skammast mín í hvert skipti sem ég tek þennan snepil upp, amk undir núverandi ritstjórn.

 13. Strumpur, Stúdentablaðið er eina blaðið af þeim, sem þú nefnir, sem er sent inná öll heimilin í landinu. Það hlýtur því að vera takmarkið að boðskapur þess breiðist sem víðast og allavegana í hugum einhverra hlýtur þetta blað að eiga að gefa góða mynd af Háskóla Íslands sem menntastofnun.

  Ég sé EKKERT athugavert að þarna sé rekin hörð vinstri stefna, ekki frekar en ég hef eitthvað við hægri stefnuna á Þjóðmálum að athuga. Hún þarf hins vegar að vera rekin á skynsamlegum grunni, en ekki með bjánalegum upphrópunum, sem eiga frekar heima í framhaldsskólablöðum en í háskólablöðum.

  Þú mátt alveg fara í einhverja fýlu útí HÍ kommentin mín. En þetta er hins vegar Háskólinn, sem við skattborgara borgum fyrir og við höfum því vel efni á að gagnrýna hann og markmið hans. Ef Háskólinn vill láta taka sig alvarlega, þá hlýtur það að vera takmark hans að útbreiddasta málgagn nemenda gefi þá ímynd að þar sé rekin málefnaleg umræða, sem sé ekki byggð á barnalegum upphrópunum, hvort sem þær eru til hægri eða vinstri.

 14. Ég sé EKKERT athugavert að þarna sé rekin hörð vinstri stefna

  Það er veigamikill munur á Stúdentablaðinu og Þjóðmálum. Þjóðmál eru gefin út af Bókafélaginu Uglu, sem er í einkaeigu að því er ég best veit og selt lysthafendum. Stúdentablaðið er gefið út af Stúdentaráði og sent landsmönnum velflestum ókeypis hvort sem þeim líkar betur eða verr. Skv. 57. gr. laga Stúdentaráðs skal Stúdentablaðið fjalla um málefni stúdenta. Jafnvel þótt óumdeilt væri að hörð vinstri stefna væri málefni stúdenta, þá verður það seint málefni allra stúdenta skólans. Víst má telja að einhverjir stúdentar telji útgáfu slíks fjölmiðils beinast gegn sínum hagsmunum. Strumpur undrast viðbrögð við þessu blaði. Myndi hann undrast viðbrögð ef Stúdentablaðið boðaði hreinræktaða frjálshyggju? Ekki er ólíklegt að einhverjir myndu kalla það “skoðanakúgun kapítalismans”. Finnst þeim hinum sömu ekkert athugavert við “skoðanakúgun hinnar hörðu vinstri stefnu”?
  Að sjálfsögðu er gott eitt um það að segja að einhverjir stúdentar taki sig saman um að gefa út blað sem rekur harða vinstri stefnu. En Stúdentablaðið ætti ekki að vera það blað. Ef pólitík væri þar til umræðu ætti að vera eitthvert jafnvægi í því.

 15. Gunnar: Ég er reyndar líka sammála því, sem þú bendir á og ætlaði að koma með þann punkt. Punkturinn hjá mér var bara að Strumpurinn fór í svo mikla vörn útaf því að ég var að gagnrýna vinstri stefnuna í blaðinu. Ég var hins vegar fyrst og fremst að gagnrýna það að vinstri stefnan var sett fram á svo gamaldags og barnalegan hátt, með “auðvalds” upphrópunum og alles.

  Ég er fullkomlega sammála þér að samanburðurinn á Þjóðmálum og Stúdentablaðinu er útúr kú.

 16. Álfheiður: hér er að finna útgefin tölublöð, en nýjasta blaðið er ekki komið inn enn.

 17. Jamm… ég geri mér grein fyrir því að það er munur á því hvernig útgáfumálum þessara blaða er háttað. Ég var bara að tala um aðra hluti, sem að ég vona að hafi ekki farið fyrir ofan garð eða neðan vegna þessa smáatriðis.

  Þar sem ég er frekar rólegur maður sjálfur þá er nokkuð ljóst að ég beiti hvorki né aðhyllist mjög öfgafullan málflutning. Það sem mér finnst bara skrítið er að þessi viðbrögð sem þetta blessaða blað hefur fengið. Er að þau hafa verið í fremur litlu samræmi við málflutningin í blaðinu.

  Ef að það þarf ekki meira en þetta til að rugga bátnum, þá er spurning hvort að báturinn sé ekki bara orðinn fremur lélegur.

  Strumpakveðjur 🙂

  e.s. ég átta mig ekki alveg á sinni hluta punktsins hjá Gunnari. Ég sé ekki að það breyti nokkru hvort að blaðið sé selt í áskrift eða sent heim frítt til allra. Þjóðmál eru hvorki betra né verra blað vegna áskriftarinnar.

 18. Ég myndi nú ekki segja, Þórir, að þetta blað hafi valdið fjaðrafoki bara hjá hinum hægrisinnuðu öflum, sem þú kallar svo. Sjálf tók ég nokkur andköf þegar ég las þetta blað, og ég verð nú seint talin til hægrisinnaðra.

  Það er vel hægt að setja öfgar og ýmsa vitleysu fram með merkilega málefnalegum hætti, og hafa margir hægrimennirnir lag á því. Kannski það sé þess vegna sem fólk er almennt rólegra yfir þeirra framburði, sé það svo (ég er reyndar ekki alveg sammála því, til dæmis fannst mér allt verða vitlaust (eðlilega) út af fóstureyðingarruglinu í hinum réttnefndu íhaldsmönnum).

  Öll umræða um allar þessar öfgar er þörf og gagnleg að mínu mati, og held ég að Einar sé mér sammála um það, en hér held ég að gagnrýnin snúist að málefnalegheitum og trúverðugleika Stúdentablaðs Haskóla Íslands, burtséð frá stefnu þeirri sem blaðið boðar eða stjórnmálaskoðunum ritstjóra/lesenda.

  Sjálf er ég alveg reiðubúin að kvitta undir gagnrýni á þetta blað, enda fyrir löngu komin með leiða á þessari rebbeltísku. Rebbelþemað er að mínu mati svolítið svipað og upphrópunarmerki í ritgerðum og ritlingum. Þau hafa oftar en ekki öfug áhrif við tilgang sinn, þ.e. þau vilja minnka trúverðugleika þess sem á undan þeim er.

 19. e.s. ég átta mig ekki alveg á seinni hluta punktsins hjá Gunnari. Ég sé ekki að það breyti nokkru hvort að blaðið sé selt í áskrift eða sent heim frítt til allra. Þjóðmál eru hvorki betra né verra blað vegna áskriftarinnar.

  Það segir út af fyrir sig ekkert um gildi innihalds blaðsins hver gefur það út, hversu mikla útbreiðslu það hefur og hvað það kostar. Leitt ef Strumpurinn misskildi mig þannig. En ef mér skjátlast ekki þá er Stúdentablaðið fjármagnað af skattgreiðendum og e.t.v. stúdentum við skólann að einhverju leyti – ég veit ekki hvort eitthvað af skráningargjaldinu rennur til Stúdentablaðsins. Það er gefið út af Stúdentaráði sem “er málsvari allra háskólastúdenta og fer með þau mál er varða hagsmuni þeirra gagnvart háskólayfirvöldum, stjórnvöldum og öðrum þeim sem áhrif hafa á stefnu háskólans” (feitletrun mín). Það er eðlilegt krafa til slíks fjölmiðils að hann gæti jafnvægis í efnistökum sínum og ef skoðunum er lýst sem eru verulega frábrugðnar skoðunum margra stúdenta eða skattgreiðenda, þá ættu aðrar skoðanir að fá jafn mikið pláss.Það væri gaman að vita hvort Strumpurinn myndi líka verja Stúdentablaðið ef það héldi fram hörðum sjónarmiðum sem eru verulega frábrugðin hans skoðunum, t.d. ef þar væri haldið uppi rætinni þjóðernishyggju, karlrembu og trúarofstæki. En raunar er það versta kannski ekki skoðanirnar sjálfar heldur framsetningin.Það er gott að sjá að Arndís, oddviti Háskólalistans í Stúdentaráði, er líka ósátt. Ég treysti því að hún komi málefnalegri gagnrýni á blaðið til skila á réttum vettvangi.

 20. Það er rétt að taka það fram að Stúdentablaðið er kostað af auglýsingum. Fyrir utan að ég orrahríðir íslensks fjölmiðlamarkaðs undanfarin ár ættu að kenna okkur að íhlutun eigenda fjölmiðla í ritstjórnarstefnu, hvort sem sá eigandi er Baugur, Ríkisstjórnin eða Stúdentaráð, er alls ekki æskileg. Lífleg umræða um efni blaðsins er hins vegar mjög æskileg.

 21. Humm… ég veit að ég er seinn að taka það fram (a.m.k. almennilega) en ég er samála ansi mörgu sem fram kom hjá Einari í upphaflega blogginu… skal spjalla við hvern sem er um það á öðrum vettvangi

  Mér hefur bara fundist gagnrýnin á blaðið, í kringum mig, vera fremur einhliða, og á einhæfum forsendum. Vildi ég reyna að svara henni aðeins… það tókst ekkert voðalega vel hjá mér…

  ég er mikill rólyndismaður og mundi seint vera talinn öfgamaður eða rebell í skoðunum eða hegðun…

  ég hendi hér með inn hinu ímyndaða handklæði.. það má einhver annar taka þetta hlutverk að sér hérna á þræðinum..

  hvernig er þetta aftur með internet deilur og Ólympíuleika fatlaðra….

  Strumpakveðjur 🙂

 22. …íhlutun eigenda fjölmiðla í ritstjórnarstefnu, hvort sem sá eigandi er Baugur, Ríkisstjórnin eða Stúdentaráð, er alls ekki æskileg.

  Það er nú engu að síður kveðið á um ritstjórnarstefnu Stúdentablaðsins í lögum Stúdentaráðs.

  57.gr.
  Stúdentaráð gefur út Stúdentablaðið, sem koma skal út reglulega yfir skólaárið. Blaðið skal fjalla um málefni stúdenta og vera opið öllum stúdentum, þó með þeim takmörkunum sem segir í 58.gr.

  58.gr.
  Ritstjóri Stúdentablaðsins skal ráðinn af Stúdentaráði en þó aldrei til lengri tíma en sem nemur starfstíma þess Stúdentaráðs. Ritstjóri ákveður efni blaðsins í samstarfi við ritnefnd og ber ábyrgð á því að lögum. Fulltrúar Stúdentaráðs í ritnefnd skulu kosnir í hlutfallskosningu á fyrsta fundi ráðsins. Nánari ákvæði um Stúdentablaðið skal setja í reglugerð

  Ég skil ekki þetta með að eigandi fjölmiðils megi ekki koma nálægt ritstjórnarstefnunni. Ég skil að það geti verið óæskilegt að eigandi skipti sér af ritstjórn frá degi til dags, en að hann megi ekki koma nálægt stefnumörkuninni — það finnst mér furðuleg krafa. Ef Jón Jónsson myndi kaupa Morgunblaðið, kæmi það honum ekkert við ef ritstjórinn myndi ákveða degi síðar að Morgunblaðið ætti framvegis einungis að birta prjónauppskriftir? Jafnvel þótt ritstjórinn myndi bara ákveða að einn dag yrðu einungis fréttir af hannyrðum þætti mér ekki óeðlilegt að eigandinn gerði athugasemdir við þá ákvörðun, því hún væri til marks um breytta ritstjórnarstefnu.

 23. Ég sagði að hún væri ekki æskileg, ég útiloka hins vegar ekki að hún geti í einhverjum tilfellum verið nauðsynleg. Allir ritstjórar þess sem ég man eftir, þó þeir hafi haft mismunandi áherslur, hafa þrátt fyrir það starfað eftir þeim grunnramma sem kveðið er á í þessum lögum. Varðandi það sem þú feitletrar þá er rétt að benda á að málefni stúdenta eru ansi vítt svið, enda eru kenndar greinar á borð við stjórnmálafræði, sagnfræði og heimspeki við skólann. Auðvitað má skilgreina þetta þrengra, aðeins það sem gerist innan Háskólalóðarinnar – en þá er hætta á að skrifin yrðu ansi einhæf og á áhugasviði mjög fárra stúdenta. Það er opið öllum stúdentum, með þeim annmörkum sem um getur því eins og með flesta fjölmiðla þá er ritstóri / ritstjórn sem ræður hvað birtist og hvað ekki enda plássið takmarkað.
  Hvað seinni feitletrunina varðar þá er þetta einmitt málið, ritstjóri ákveður efni blaðsins í samstarfi við ritnefnd – ekki Stúdentaráð.
  Varðandi téðan Jón er rétt að athuga að hann gæti líka keypt Moggann og ákveðið að breyta því í prjónablað sem er varla æskilegt, minnir raunar á sögur um að hérlendir kaupsýslumenn hafi ætlað að kaupa dagblöð til þess eins að leggja þau niður.

 24. Varðandi það sem þú feitletrar þá er rétt að benda á að málefni stúdenta eru ansi vítt svið, enda eru kenndar greinar á borð við stjórnmálafræði, sagnfræði og heimspeki.

  …þannig að ef það að kennd er stjórnmálafræði við HÍ réttlætir að Stúdentablaðið prediki öfgafullar stjórnmálaskoðanir þá réttlætir það að kennd er guðfræði að næsti ritstjóri fylli blaðið af áróðri Vísindakirkjunnar, eða hvað? Og þú værir alveg jafn sáttur við almætti ritstjórans ef hann væri að predika tæra frjálshyggju og skrímslvæða (e. demonize) vinstrimenn, eða hvað?
  Ég hef ekkert við það að athuga að Jón rýri verðmæti Moggans með því að gera það að prjónablaði ef hann á það. Eftirspurn eftir moggalegu dagblaði myndi lítið minnka og það væri fyrst og fremst Jón sem tapaði á því. En ef Jón yrði að sitja aðgerðalaus hjá meðan maður sem hann réði til að framfylgja ritstjórnarstefnu blaðsins gerði eitthvað allt annað — það þætti mér ankannalegt.

 25. Nei, það réttlætir hins vegar að það fjalli um stjórnmálafræði eða guðfræði. Ég er voðalega lítið spenntur fyrir predikun öfgafullra skoðanna. Ég er svosum ósköp lítið viðkvæmur fyrir því að einhver tali illa um vinstri menn enda tel ég mig ekki til þeirra frekar en hægrimanna, enda bæði hugtökin ruslahaugamatur ef það væri eitthvað vit í þessari pólitík.

 26. Ég er svolítið hissa á þessari gagnrýni á stúdentablaðið. Málefni stúdenta er hægt að skilgreina á margan hátt og ég myndi segja að öll þjóðmál og líka alþjóðamál séu málefni okkar allra og frábært að stúdentar skuli fjalla um þau.
  Ég get ekki séð að skrifin þar gefi til kynna framhaldsskóla-barnaleg skrif og vil jafnframt taka fram að ekki myndi ég leyfa mér að setja börn og ungt fólk í þannig flokk að þau séu ófær um að móta sér skoðanir á heiminum.

  “þannig að ef það að kennd er stjórnmálafræði við HÍ réttlætir að Stúdentablaðið prediki öfgafullar stjórnmálaskoðanir ”

  Hvaða öfgafullu stjórnmálaskoðanir koma fram í blaðinu? Ég get ekki séð að umræða um kapítalisma og gagnrýni á hann sé öfgafull stjórnmálaskoðun. Það er einfaldlega hörð gagnrýni á eyðileggjandi hlið ýktrar markaðshyggju, sem jafnvel markaðshyggjumenn eru mjög sammála um að sé miður falleg hlið kapítalismans.

  Því er nú svo komið ef fólk væri tilbúið að líta aðeins út fyrir nafla sinn á litla Íslandi að kapítalisminn er gjörsamlega að tröllríða mannkyninu víða um heim. Víða er fólki þrælað út í ystu æsar af kapítalískum stórfyrirtækjum og þótt fólk neiti að horfast í augu við þá staðreynd, þá er hún engu að síður raunveruleg.
  Þó að öll fyrirtæki falli ekki í þessa ljótu gryfju, þá eru engu að síður nokkuð mörg stórfyrirtæki sem hafa gert það og gróðinn er allsvakalegur. En sá gróði er tilkominn vegna þrælkunar og svívirðilegra lágra launa. Þetta er staðreynd og ég get ekki séð að það sé hræðilegt að gagnrýna það. Sum stórfyrirtæki ganga svo langt að þau berjast gegn réttindum og réttindabaráttu verkalýðsins því mun hagstæðara er fyrir þau að geta haldið þeim í þrælkun og kúgun. Þetta er miður og alveg sama hvort þú ert hægri- eða vinstri sinnaður þá er þetta staðreynd sem er nauðsynlegt að gagnrýna í heimi þar sem slíkt fær að viðgangast.

  Fullt af fólki er að skrifa og stofna ýmis samtök til þess að benda á þennan vanda og vekja neytandann til umhugsunar, því hann getur jú haft mikil áhrif með því að hætta að kaupa vöru sem hann er upplýstur um að fyrirtækið sem framleiðir hana hagi sér hrikalega illa. Ég er mjög hlynnt þvi… en svo virðist sem mjög margir vesturlandabúar fylgist ekki með slíku og haldi bara áfram að kaupa vörur þótt fyrirtækin séu á lista yfir “corporate crimes” eins og Nike og Coca Cola sem bæði taka þátt í hinni gjörspilltu og miður fallegu “glóbaliseringu”. Ég held að flestum hægrimönnum á Íslandi þyki sú glóbalisering alls ekki falleg hlið kapítalisma og markaðshyggju og vona að fæstir þeirra séu tilbúnir til að taka þátt í þeim mannréttindabrotum sem þar eiga sér stað. Ég get ekki séð að það sé slæmt að gagnrýna slíkt framfæri kapítalista og vona reyndar að hægrisinnaðir munu taka þátt í því í framtíðinni – þetta er spurning um mannréttindabrot og slíkt ber að gagnrýna og alveg sama hvort gagnrýnin kemur frá vinstri eða hægri – hún er nauðsynleg.

  Ég held að við getum öll- sama hver stjórnmálaskoðunin er – verið nokkuð sammála um að nútímaþrældómur eins og Nike og önnur stórfyrirtæki stunda til að hámarka gróða sinn sé með öllu mjög slæmur. Það að þræla fólki í þriðja heiminum út í vinnu 16-20 tíma á sólarhring í þágu neysluhyggjunnar, á nánast engum launum, hlýtur að teljast slæmt hvernig sem þú lítur á það. Það að stuðla að manndrápum verkalýðsforingja og fólki sem er að reyna að setja einhverjar reglugerðir og takmarkanir á þrældóminn hlýtur að teljast slæmt.
  Það er kannski voðalega erfitt að horfa út fyrir nafla alheimsins, litla Ísland, og skoða hvað er að gerast út í hinum risastóra heimi … en ég tel að við séum nú kannski aðeins betur upplýst og betur sett til þess að styðja mannréttindabaráttu þriðja heimsins ef við gerum einmitt það. Skoðum hvað kapítalisminn er að gera heiminum og gagnrýnum það endilega þar sem það er sem verst, bojkottum fyrirtæki sem haga sér svona illa og reynum frekar að aðstoða þriðja heiminn í þessari baráttu heldur en að vasast yfir því hvort skoðanir Magnúsar ritsjtóra eru of langt til vinstri. Ég sé gagnrýni hans sem gagnrýni á hina alverstu hlið kapítalismans sem er með öllu mjög nauðsynleg og þarf engan veginn að flokka sem vinstri eða hægri eða miðju eða hvað… þetta er bara nauðsynleg gagnrýni á slæma hlið heimsmálanna.

 27. Ég gleymdi að minnast á ummæli um af hverju Elías Davíðsson væri fenginn til að skrifa áróðursgrein í ritið… hvaða áróður var Elías með? Var hann ekki að setja fram grein í spurningarformi? Er hann ekki bara einn af mjög stórum og hratt vaxandi hóp sem er farinn að sjá að eitthvað er bogið við árásina í NY þann 11. sept? Hann er alls ekkert einn um að spyrja sig þessara spurninga, fólk um allan heim er að því sama og mjög margir sérfræðingar eru sammála um að ríkisstjórnarútgáfan um árásina er mjög svo vafasöm og stenst hreinlega ekki vísindalega. Það er menntafólk um alla veröld að spá í þetta – svo af hverju ættum við ekki að spá í þetta lika? Ef það stenst ekki vísindalega að flugvélarnar hefðu valdið hruni turnanna og það stenst ekki vísindalega að turn nr. 7 hefði hrunið á sama tima þótt engin flugvél hafi lent á honum og það stenst ekki vísindalega að byggingarnar hefðu orðið að fínu ryki nema ef þær hefðu verið sprengdar… ber okkur þá ekki að spyrja einmitt þessara spurninga sem Elías spyr þarna? Ber heiminum í heild ekki að skoða þessa atburði og ber okkur ekki að fara fram á allsherjar rannsókn óháðra aðila? Hvernig stóð á því að byggingarnar urðu að fínu ryki ef þær voru ekki sprengdar? Ef þær voru sprengdar, hver stóð að baki? Af hverju hrundi turn nr 7? Af hverju var allt fjarlægt án rannsóknar? Hvernig stóð á því að engin ummerki voru eftir flugvélina sem sagt er að hafi flogið inn í pentagon? Hvernig fór hún að því að gera svona lítið gat á bygginguna? Hvað varð um allan málminn úr henni? Af hverju sáust engar leyfar af henni eftir slysið? Af hverju voru allar upptökur í nærliggjandi byggingum fjarlægðar af leyniþjónustunni?

  Okkur ber svo sannarlega að spyrja allra þessara spurninga og okkur ber að láta rannsaka þetta mál. Þetta mál varð til þess að mörg lönd heims skrifuðu undir stríðsyfirlýsingu (sumar ríkisstjórnir heims gerðu það þvert gegn vilja fólks) og ef þessi atburður var sviðsettur af Bandaríkjastjórn til að fá heiminn í lið með sér til að réttlæta stríð þá ber okkur svo sannarlega að skoða það mál mjög vel.

  Það þýðir ekkert að ætla eingöngu vinstrisinnuðum róttæklingum að vilja komast að kjarna málsins. Okkur ber sem búendum á þessari sameiginlegu jörð okkar að virkilega spá í þessa hluti og draga menn til ábyrgðar ef kemur í ljós að árásin var skipulögð af sjálfri bandaríkjastjórn í þeim tilgangi að ná yfirráðum yfir olíulindum í Írak. Þetta er náttúrulega hámark græðginnar og versta birtingarmynd kapítalismans og okkur ber svo sannarlega að taka höndum saman og styðja Írak til að öðlast algert sjálfstæði frá Bandaríkjamönnum og ráða yfir auðlindum sínum sjálft. Ég bara skil ekki fólk sem ekkert spáir í þessa hluti og telur enga ástæðu til að gagnrýna yfirvöld sem haga sér á þennan máta. Það er grafalvarlegt mál ef bandaríkjastjórn kemst upp með þetta eins og þeir reyndar hafa komist upp með ýmsan ljótleika og græðgi í gegnum tíðina.

  Ég spyr að lokum hvað það er nákvæmlega sem gerir að verkum að slíkar spurningar megi ekki koma fram í stúdentablaðinu? Ég fagna því að stúdentablaðið skuli telja að öll málefni heims komi öllum stúdentum við, öll erum við jú þátttakendur í þessum heimi og “stúdentar” hans.

Comments are closed.