SUS vill vera vinur minn!

Æ fíl só special!

(Smellið á mynd til að sjá stærri útgáfu)

Ætli SUS sé að spam-a íslenska MySpace notendur, eða er þetta bara einhver að gera djók í mér? Eða lít ég kannski út einsog hægri maður á [Prófíl myndinni minni]( http://www.myspace.com/einaro)?

14 thoughts on “SUS vill vera vinur minn!”

  1. Þú reyndar lítur út fyrir að vera hægri maður, verð að játa það!
    Vona að SUS geri sér ekki ferð á mitt myspace… ákvörðunin verður svo sem ekki erfið ef það myndi gerast!

  2. Hvernig líta hægri menn út?

    En hægri konur?

    Vissi ekki að það væri sérstakt útlit sem fylgdi því;)

    Takk fyrir skemmtil skrif eoe!

  3. Já, nákvæmlega. Ég væri til í að heyra skýringar Hjördísar á því hvers vegna ég lít út einsog hægri maður.

    Og takk, Íris. 🙂

  4. Hmmmm, verð nú að segja að…þetta er pínu ruglandi skýring?!?!?!?

    Sbr. þetta:

    http://www.sus.is/media/folk/xsmall/bolli01.jpg

    http://www.magnusmar.blog.is/tn/300/users/ca/magnusmar/img/c_documents_and_settings_tobba_my_documents_magnus_myndir_a_blogg_jens_sig.jpg

    Væri sátt við haldbærari rök (ef þau eru til). Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maður heyrir:
    “Þessi hlýtur að vera [jafnaðarmaður eða sjálfstæðismaður] af útlitinu að dæma”. Hef aldrei náð almennilega hvernig er hægt að alhæfa um það;)

    (úps, Einar ekki vera leiður, held að útlitið segi ekki allt um hvar maður stendur í pólítík;) Hvað þá klæðaburðurinn).

    Íris Björk.

  5. Takk fyrir þetta, athyglisvert!

    Heyrðu, sé það núna þegar þú ert í hettupeysu þá ertu klárlega vinstri maður (*hóst*).

    Núna þegar ég er heima, þá hlýt ég að vera mjög vinstri sinnuð, hettupeysu og gleraugu, en þegar ég er í vinnunni í svörtum buxum, skyrtu og með linsur hlýt ég að vera hægri sinnuð! Úfffff, síðan varð þetta flókið í morgun þegar ég fór í íþróttagalla og hlaupaskó þá vissi ég ekkert hvar ég stóð (eða hljóp) í pólitík!

    Er sammála, held það sé eitthvað dýpra þarna að baki. Finnst þetta athyglisverðar pælingar svona rétt fyrir kosningar! Hafa smá léttmeti með öllum hinu sem maður er að skoða;)

  6. Eeeeh já pælingarnar mínar voru náttúrulega voðalega vísindalegar og lá mikið að baki.
    Eða ekki… mér fannst þetta fyndið, og sýnist nú Einar sjá húmorinn í þessu 🙂 Hann er því pottþétt jafnaðarmaður 😉

    p.s. tók formann sus vs. formann ungra jafnaðarmanna ef tengingin náðist ekki 😉

  7. jú, jú tengingin náðist;)

    Finnst þetta bara skemmtilegar pælingar, eins og þér, enda ekki í fyrsta sinn sem maður heyrir þær :biggrin:

  8. Jamm, þetta eru ljómandi skemmtilegar pælingar. Lýsi enn eftir þeim útlitseiginleikum, sem aðgreina hægri menn frá öðrum.

    Annars er ég kominn af miklum íhaldsmönnum og var íhaldsmaður alveg fram til 18 ára aldurs. Núna í dag er ég hins vegar hægrisinnaður jafnaðarmaður, svo að ég er sennilega skrýtin blanda útlitslega séð. Kannski að það hafi ruglað SUS-ara. 🙂

  9. sko þú lítur út eins og jafnaðarmaður dagsdaglega en þegar þú ferð í matarboð til familíunnar þá lítur þú út eins og gallharður SUS-ari :laugh:

Comments are closed.