Tenacious D, Corgan, Strokes og Quarashi

Á morgun verður sko gaman því við Hildur erum að fara ásamt þrem vinkonum okkar á risatónleika Q101 Jamboree, sem haldnir verða í Tinley Park, sem er úthverfi suður af Chicago.

Þarna verður fullt af skemmtilegum böndum meðal annars Tenacious D, nýja bandið þeirra Billy Corgan og Jimmy Chamberlain Zwan, The Strokes og íslensku snillingarnir í Quarashi.

Tónleikarnir verða úti, svo það er vonandi að veðrið verði skemmtilegt. Ég er sérstaklega spenntur að sjá Quarashi, enda hef ég bara séð þá spila einu sinni, sem var í kjallaranum á Thomsen fyrir mörgum árum. Einnig verður gaman að sjá Corgan og Tenacious D. Þetta verður snilld.

One thought on “Tenacious D, Corgan, Strokes og Quarashi”

Comments are closed.