Then just stick that shit into the regression model

Það er nokkuð gaman að Rússanum, sem kennur mér í dæmatímu í hagrannsóknum. Hann er fínn kennari og talar ágæta ensku. Hins vegar þá gæti maður stundum haldið að hann hefði lært ensku með því að hlusta á rapp, því hann blótar alveg ótrúlega mikið. Oft koma setningar einsog “Then just stick that shit into the regression model”, eða “Don’t think about that fucking crap, you just have to worry about X”. Ætli Rússar séu almennt svona orðljótir? Ég veit ekki, en Rússinn, sem kennir mér slavneskar bókmenntir, Ilya Kutik, er ekki eins slæmur.