Uppáhalds íslensku plöturnar

Af því að ég hef lítið til að skrifa um, þá ætla ég að drífa mig í að koma saman lista sem er búinn að vera lengi í hausnum á mér. Semsagt, yfir uppáhalds íslensku plöturnar mínar. Listinn ber aldur minn greinilega með sér, þar sem engin plata er meira en 15 ára gömul. Einhvern veginn hef ég aldrei komist inní gamla íslenska tónlist, hvort sem það eru gamlar Bubba plötur eða Trúbrot (fyrir utan Lifun) eða annða slíkt.

Þannig að hérna er listinn. Reglan er sú að það er bara ein plata með hverri hljómsveit. Annars hefðu Sigur Rós og Maus geta komið inn fleiri plötum.

 1. Sigur Rós – Ágætis Byrjun Einfaldlega besta íslenska plata allra tíma. Mér finnst hinar tvær Sigur Rósar plötuarnar, sem hafa komið út eftir ÁB vera frábærar, en Ágætist Byrjun var bara svo mikil bylting fyrir mér þegar ég heyrði hana fyrst, að hún á skilið efsta sætið.

  Ég hef líka séð Sigur Rós tvisvar á tónleikum – bæði skiptin í Chicago – og báðir þeir tónleikar eru meðal eftirminnilegustu tónleika ævi minnar.

  Ég á líka afskaplega erfitt með að skilja fólk, sem fílar ekki Sigur Rós. Ég sýni því vanalega skilning þegar fólk, sem ég tala við, fílar ekki Elvis Costello, Maus eða Dylan. En ég á alltaf jafn erfitt með að skilja að Sigur Rós skuli ekki vera tónlist sem að allir fíli. En svona er þetta víst. Besta lag: Ágætis Byrjun

 2. Maus – Lof Mér að falla að þínu eyra: Sko, af fyrstu þrem lögunum á plötunni eru tvö lög – sem kæmust inná lista yfir topp 20 íslensku lögin hjá mér – Poppaldin og Síðasta Ástin fyrir Pólskiptin. Einu sinni fannst mér Maus leiðinleg hljómsveit. Svo sá ég ljósið. Besta lag: Poppaldin
 3. Björk – Post: Besta platan með Björk. Besta lag: Hyperballad
 4. Mínus – Halldór Laxness: Besta rokkplata Íslandssögunnar. Punktur! Besta lag: The Long Face
 5. Nýdönsk – Deluxe: Þegar ég var unglingur þá dýrkaði ég aðallega tvær hljómsveitir, Jet Black Joe og Nýdönsk. Af plötum Nýdanskar þá er Deluxe einfaldlega best. Besta lag: Landslag Skýjanna
 6. Jet Black Joe – You Ain’t Here: Komst ansi nálægt því að fylgja JBJ á hverja tónleika, sem ég komst á þegar ég var lítill. Besta lag: You can Have it All
 7. XXX Rottweiler Hundar – XXX Rottweiler Hundar : Skemmtielgasta hip-hop platan, sem hefur komið út á Íslandi. Kannski ekki sú besta, en að mínu mati sú skemmtilegasta. Besta lag: XXX
 8. Quarashi – Jinx: Besta plata Quarashi, sem er að mínu mati frábær sveit – sérstaklega þegar þeir halda sig frá rokki. Besta lag: Mr. Jinx
 9. Mugison – Mugimama is this monkey Music
 10. Múm – Finally we are no one

Ykkur er velkomið að vera ósammála.

5 thoughts on “Uppáhalds íslensku plöturnar”

 1. Sammála með fyrstu tvær.

  Nokkrar þarna kæmust einnig á listann minn. Ég myndi að vísu bæta við Botnleðju ofarlega.

  Annars góður listi.

 2. Já, þetta er góður listi. Ég er reyndar ekki alveg sammála röðinni og þá sérstaklega Maus í 2 sætinu, þeir eiga alveg skilið að vera á lista en ekki alveg í 2 hjá mér.

  Alls ekki sammála þér síðan með XXX og Mugison. En það er bara ég 🙂

  En mjög góðar plötur þarna flestar.

 3. Fínn listi, ég er alls ekki sammála honum en ég skil hvað þú ert að fara.

  Lifun, Sturla og Á bleikum náttkjólum eru t.d. allt plötur sem ættu heima þarna, en það er bara minn smekkur.

  Svona er nú tónlistin skemmtileg.

 4. Svolítið fyndið sem þú segir með Sigurrós, því mér finnst einmitt öfugt (einn af fáum líklega), þeir eiga nokkur góð lög en ef maður hlustar of mikið á þetta er maður orðinn alveg súr í hausnum.

  Skil einmitt ekki fólk sem setur Sigurrós á einhvern pall 🙂
  Finnst þeir hæpaðir upp meir en þeir eiga skilið.

  En lífið væri nú lítið skemmtilegt ef allir hugsuðu eins.

 5. Ég er sammála um helming platnanna á listanum, reyndar hef ég ekki hlustað á Múm og Nýdönsk plöturnar. Ég hefði sett Maus í fyrsta sætið en ég veit ekki hvaða plötu, ég á mjög erftitt að gera upp á milli Lof mér að falla að þínu eyra, Í þessi sekúndubrot sem ég flýt og Musick, allt frábærar plötur.

Comments are closed.