Uppboð 2006: Vín

Ok, þá er það síðasti hluti uppboðsins!!

Þú getur lesið um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod).

Núna eru það tvær eðal vínflöskur, sem eru boðnar upp.

The Macallan viskí

Single Malt Highland Schotch Whiskey – 12 years old

Sjá mynd af flöskunni hérna

Lágmarksboð: 5.000 krónur

Poggio Alle Mura rauðvín

Árgerð 1998. Þetta er klassavín, sem ég fékk gefið úr einkasafni góðs manns. 1998 árgangurinn af þessu víni fékk fékk 93 stig af 100 í maí hefti Wine Spectator 2003. Topp árgangur af topp víni!!!

Sjá mynd af flöskunni hérna.

Lágmarksboð: 10.000 krónur

Uppboði lýkur klukkan 23:59 á föstudagskvöld. Ef fólk býr á höfuðborgarsvæðinu, þá get ég reynt að koma flöskunum til þess á aðfangadagsmorgunn!

9 thoughts on “Uppboð 2006: Vín”

  1. Heill og sæll meistari. Ég var víst búinn að lofa að taka þátt í uppboðinu og býð því 6000 kr. í þetta eðalviskí.

  2. Blessaður vinur,

    Mér finnst aldrei leiðinlegt að drekka til að bjarga börnunum, ég býð 10,000 kr.

    Gleðileg Jól,
    Genni

  3. Uppboði lokið: Genni vann viskí flöskuna á 10.000 kall. Ekkert boð barst í rauðvínið.

    Genni, hvernig ætlarðu að nálgast þetta???

  4. Eg fae einhvern til ad na i thetta milli jola og nyars…. sendu mer reikningsnumerid til ad eg geti millifaert.

    Gledileg jol vinur, heyrumst betur sem fyrst,

    Bestu kv.
    Genni og Sandra

Comments are closed.