Vandamál með myndir á síðunni

Ok, ég ætla að biðja um smá nörda-aðstoð. Málið er að nokkrir hafa kvartað við mig varðandi hvernig þessi síðar sýnir myndir. Það virðist svo vera sem að menn lendi oft í því að bara nokkrar myndir sjáist á síðunni.

Oft hefur þetta líka þau áhrif að ef að fólk fer yfir á aðrar síður af síðunni minni, þá sér það engar myndir. Þetta virðist einskorðast við PC vélar, en ekki endilega einhverja eina útgáfu af vafra eða stýrikerfi.

Hefur einhver hugmynd um af hverju þetta getur stafað?

Uppfært: Ég setti inn fyrirspurn á Ask Metafilter og þar er ég strax búinn að fá nokkur svör og tillögur, sem ég ætla að prófa í kvöld. Það auðveldasta virðist vera að þeir, sem sjá þetta vandamál með Explorer eiga að uppfæra Explorer hjá sér. Þá lagast þetta allt 🙂

9 thoughts on “Vandamál með myndir á síðunni”

 1. ég hef oft lent í svona. En það er ekkert fast við þína síðu….. þá er nóg að slökkva á IE og þetta lagast. Gerist svo kannski ekkert fyrr en mörgum árum seinna. 🙂

 2. Ok, hélt að skýringin væri einhver önnur en sú augljósa, það er að IE er rusl! 🙂

  Annars, ef einhver annar er með aðrar skýringar/tilgátur, þá eru þær vel þegnar. Ég hef aldrei lent í þessu sjálfur, enda nota ég Safari á Mac og Firebird á PC

 3. Þetta gerist alltaf þegar ég fer á síðuna þína og þess vegna fer ég aldrei á hana nema þegar ég ætla að slökkva á tölvunni. Ég þarf nefnilega alltaf að rístarta tölvunni til þess að sjá myndir á öðrum síðum eftir að hafa heimsótt þína.

  Þetta gerðist byrja fyrir nokkrum mánuðum síðan etv í nóv eða okt. Minnir að þetta hafi gerst um leið og þú breyttir eitthvað síðunni, en annars er ég ekkert viss um það.

 4. Gerist bæði í vinnunni og heima, XP/IE6.0. Fokkast þegar ég kem inn hjá þér og fokkar öllum öðrum opnum gluggum IE. Þarf að skjóta niður browserinn svo að þetta virki.

 5. hum engin vandræði hér 🙂 er þetta ekki bara tölvan þín sem er svona skrýtin :rolleyes:
  og já ég er með xp/IE6.0 :biggrin:

 6. sama vandamál hjá mér.. hérna í tölvunni í rvk, ekki samt í eyjum… xp á báðum stöðum… veit samt ekki hvaða IE, hélt 6.0….

 7. Nennir einhver, sem er með þetta vandamál að uppfæra Explorer, setja inn nýjasta Service Pack og segja mér hvort vandamálið lagist? Takk takk 🙂

Comments are closed.