Waters

Jæja, þá eru bara 11 tímar í Roger Waters tónleikana. Ég er orðinn verulega spenntur.

Ég hef einu sinni áður séð Waters á tónleikum. Það var í [Houston árið 2000](https://www.eoe.is/gamalt/2000/06/11/21.41.13/). Þeir tónleikar voru frábærir og eru ásamt Radiohead í Chicago sennilega bestu tónleikar, sem ég hef [farið á](https://www.eoe.is/gamalt/2003/11/06/23.18.29).

Ég hef talsvert lengi verið aðdáandi Pink Floyd og er líka mjög hrifinn af sólóverkum Waters. Það er alltaf draumur minn að sjá þá saman. Það vantar mikið uppá þegar að Gilmour er ekki með til að syngja lög einsog Wish you were here, því hann er talsvert betri söngvari en Waters.

Á tónleikunum í Texas tók hann bara 4 lög af Dark Side of the Moon (Time, Money og síðustu tvö lögin). Núna ætlar hann að taka alla plötuna, sem verður örugglega frábært. Get ekki beðið eftir því að fá gæsahúð við að hlusta á Eclipse. Á morgun flýg ég svo til Osló á fund.

2 thoughts on “Waters”

  1. Það er hið fínasta veður í Osló þessa dagana, örugglega 25-29 stiga hiti núna. Þannig að þú ættir að geta notið dvalarinnar hérna 🙂

  2. Ég hef lausan eftirmiðdag í Osló. Hvað á maður að gera af sér?

    Borða víst kvöldmat í Aker Brygge, en annars veit ég ekkert hvað ég á að gera.

Comments are closed.