xF

Ef ég reyni ofboðslega mikið, þá get ég verið sæmilega víðsýnn á íslenska pólitík. Ég get skilið af hverju fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn (*hringi bara í kallinn og redda lóð!*) eða Vinstri Græna (*umhverfismálin*). Ég kýs auðvitað sjálfur Samfylkinginuna og skil því okkur krata afskaplega vel. Ef ég rembist ógeðslega mikið, þá get ég reynt að finna einhverjar skýringar á því af hverju fólk kýs exBé (*ah, man ekki núna*).

En ég get ekki fyir mitt litla líf skilið af hverju fólk kýs Frjálslynda flokkinn. Ef marka má síðustu Gallup könnun, þá eru Frjálslyndir með meira en 10% fylgi í borginni!!! Það þýðir að þeir verða í oddaðstöðu. Hvaða fólk er þetta eiginlega? Ég þekki framsóknarmenn, vinstri græna og sjálfstæðismenn, en ég held að ég hafi aldrei hitt neinn, sem styður Frjálslynda utan þeirra, sem eru í framboði fyrir flokkinn.

Hverjir eru þetta, og af hverju ætla þeir að kjósa Frjálslynda?

8 thoughts on “xF”

 1. 1) Ósáttir Sjálfstæðismenn með háan meðalaldur, einhverjir úr stuðningsmannahópi Ólafs F. en líka eftirhreyturnar af þeim sem urðu undir þegar uppreisn frjálshyggjunnar varð ofaná í flokknum á 9. áratugnum.

  2) Hægri grænir, þe umhverfisvernarsinnar sem eru ekki að finna sig í VG.

  3) Flugvallarsinnar, td. allir þeir sem starfa við Reykjavíkurflugvöll, nota hann mikið vegna starfa á Akureyri eða þeir sem eiga einkaflugvélar. Fylgisaukningin stafar af þessu fólki fyrst og fremst held ég.

  Skýrir þetta málið. 🙂

 2. Persónulega skil ég xF fólkið betur en exbé fólkið…
  Frjálslyndir eru þó með tvö skýr baráttumál sem fólk getur fundið sig í. Málefni aldraðra og öryrkja (þeir eru með Guðrúnu Ásmundsdóttur töffara innanborðs) og götumynd Laugavegarins. Þótt fólk sé kannski margt ósammála um Laugaveginn, þá hafa F-menn a.m.k. einhverja skoðun þar á.

  Bélistinn jújú, hann stendur fyrir allt það sem hugsandi og upplýst fólk er á móti. Bruðl, sóun, hagsmunapot og umhverfisspjöll. En það er alveg til lið sem fílar hömmera og stór álver. Verst að þessi 8% sem það gera virðast ráða landinu.
  Bestu Kveðjur,
  Svavar

 3. Off-topic:
  Einar, úr því að þú ert krati, getur þú gefið mér skilgreininguna á hinum almenna íslenska krata?
  Ég hef lengi verið að velta henni fyrir mér.

 4. Þessi umræða minnir mig á frábæra stjórnmálaskýringu úr Everyone Says I Love You eftir Woody Allen, þegar sonurinn verður allt í einu Repúblikani – þangað til þeir finna að æðaþrenging er að valda því að það kemst ekki nóg blóð til heilans 🙂

 5. >Hægri grænir, þe umhverfisvernarsinnar sem eru ekki að finna sig í VG.

  Skil það ekki alveg í borginni. Já, ég veit að Ólafur var fúll útaf Kárahnjúkum, sem var kúl og allt það. En í borginni sé ég ekki hvað þeir hafa framyfir aðra í umverfismálum. Ég reyndar sé ekki hvað neinnn flokkur hefur fram yfir aðra í umhverfismálum. Allt sama jukkið. Hver ætlar til dæmis að láta mig hætta að þurfa að keyra með dagblaðapokann minn í Sorpu?

  >Skýrir þetta málið. 🙂

  Semsagt, milljarðamæringar, brottfluttir Akureyringar og gamalt fólk kýs xF. Ok. 🙂

  >Frjálslyndir eru þó með tvö skýr baráttumál sem fólk getur fundið sig í. Málefni aldraðra og öryrkja

  Hvað hafa þeir framyfir t.d. Samfylkinguna fyrir utan að hafa gamla konu þarna á listanum?

  >Off-topic: Einar, úr því að þú ert krati, getur þú gefið mér skilgreininguna á hinum almenna íslenska krata?

  Ha? Ég er íslenskur hægri krati – skilgreini ég mig ekki með skrifum mínum? Ég trúi á frjálsan markað og norræna velferðarkerfið. Já, og ESB og Bill Clinton. Veit ekki hvernig ég á að skilgreina sjálfan mig.

  Og Ágúst, ég og Jens fórum saman í bíó á þessa mynd og köfnuðum næstum úr hlátri yfir þessu atriði. 🙂

 6. Ég skil alveg að fólk kjósi Frjálslynda ef það heldur að Margét Sverris nái inn í borgarstjórn. Hún er mjög flottur kandidat þar. Svo skil ég líka alveg af hverju fólk kýs Framsóknarflokkinn.

  En Framsóknarflokkurinn er búinn að vera lengi í þeirri sömu stöðu og gamli Alþýðuflokkurinn var – í oddaaðstöðu í ríkisstjórn og hefur ansi mikil völd miðað við fylgi. Margt af því sem er nú sagt um framsóknarflokkinn var líka sagt um kratana á sínum tíma. Sumt er ekki innistæða fyrir. En það merkir ekki að það sé ekki þörf fyrir miðjuflokk sem tekur á málum af skynsemi (já getur sveigst til hægri eða vinstri – það er skynsemi) og hefur sterkar rætur í samvinnuhugsjón og sveitamenningu.

 7. Fyrir mitt litla líf mun ég aldrei geta skilið hvað fær fólk til að kjósa xB…
  xF er skiljanlegra í ljósi þess að þeir eru þeir einu sem taka afstöðu gegn flutningi flugvallar, sem ekki allir eru sáttir við. Það hlýtur að sópa að þeim einhverju fylgi.
  Svo kannski einhverjir sem eiga hús á Laugaveginum sem þeir vilja ekki láta rífa.

 8. Ég held að þau 10% sem eru að kjósa xF geri það því þau vilja ekki flugvöllin úr vatnsmýrinni.

  Mjög heppilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, því þar eru ráðamennirnir á móti því að færa flugvöllinn og því upplagt að mynda borgarstjórn með Frjálslyndum. Ég held að íhaldið sé búið að tala við Frjálslynda um það, og þessvegna eru nýju auglýsingarnar þeirra að segja “Flugvöllinn áfram í Reykjavík” í stað “Flugvöllinn úr Vatnsmýrinni”.. því þeir þora ekki lengur að segja það beint út, enda að komast í málefnalegt þrot nú síðustu vikuna.

  þekkiru í alvörunni Framsóknarmann?

Comments are closed.