Ferðalög og blogg

Fyrir einhverjum mánuðum benti einn Couhsurfing gestur mér á síðuna World’s Most Traveled People, sem er áhugaverð fyrir ferðalaga-nörda. Þar er heiminum skipt uppí 673 svæði. Síðan virðist ekki vera mjög vinsæl á Íslandi þar sem ég er í efsta sæti meðal Íslendinga, en ég hef ferðast til 83 staða og á því “bara” 590 staði eftir.

Stofnandi síðunnar, Charles Veley hefur komið til 629 staða og á aðeins 44 eftir. Gott hjá honum.

* * *

Samkvæmt þessum lista er þetta blogg 14. vinsælasta bloggið á Blogg-Gáttinni. Einnig er það í 5. sæti yfir þau blogg, sem oftast voru í efsta sæti á Blogg Gáttinni. Það er ágætt miðað við hversu illa þessi bloggsíða er uppfærð. Og einnig er það nokkuð merkilegt í ljósi þess að þessi bloggsíða fjallar nánast eingöngu um sjálfan mig, en ekki um pólitík, trúmál eða önnur slík mál, sem fólk virðist elska að þræta um.

Einnig er athyglisvert að þessi síða er talsvert vinsælli en Liverpool bloggið á Blogg gáttinni (sem lendir í 22.sæti). Aðalástæðan fyrir því er auðvitað sú að svo margir fara beint inná Liverpool bloggið, þar sem flestir sem skoða þá síðu lesa líka umræðurnar sem eru í gangi allan sólarhringinn, en koma ekki eingöngu inn þegar að nýjar færslur koma inn, líkt og er sennilega á þessu bloggi. Liverpool bloggið fær allavegana umtalsvert fleiri heimsóknir á hverjum degi en þetta blogg.

Mér finnst það líka pínu magnað að af 20 vinsælustu bloggunum samkvæmt þessum lista, þá les ég bara fimm: Silfur Egils, Gneistann, Örvitann, Stefán Pálss og Henry.

* * *

Í dag er ég ennþá pirraður yfir fótboltaleik, sem var spilaður í Norðurlhuta Englands í gærkvöldi.  Það er á stundum sem þessum sem ég efast um geðheilsu mína.

* * *

Og ég vil fá snjó í þessu blessuðu fjöll í kringum borgina, svo ég geti prófað snjóbrettið mitt.  Það er nákvæmlega EKKERT gott við þetta veður sem á okkur dynur.  Ef einhver æðri vera gæti bent mér á tilganginn við svona veðurfar, þá væri það indælt.  Ég sé hann ekki.

Punktablogg……

Aðeins til að brjóta upp uppboðs-gospelið: Punktablogg

 • Þetta er án efa mest pointless undirskriftarsöfnun í sögu lýðveldisins (sjá frétt). Nú verð ég að játa að ég panta mér bara venjulegt kaffi þegar ég er á Starbucks í útlöndum, þannig að ég hef aldrei skilið hversu yndislegir rjómakenndir heitir drykkir eru á staðnum. Kaffið er fínt og líkt og McDonald’s sæki ég nokkuð mikið í Starbucks í ókunnugum borgum. Þegar ég læri betur á borgirnar þá minnka þó heimsóknir mínar á slíkar alþjóðlegar keðjur.En þurfum við virkilega á þessu að halda hér? Hverju mun þetta bæta við menninguna, sem að íslensk kaffihús hafa ekki gert hingað til? Gott og vel að Starbucks komi og fólk geti keypt sér 300 kaloríu drykki. En þurfa kaffihúsin á Íslandi virkilega að vera nákvæmlega einsog öll kaffihúsin í útlöndum?

  Og hversu sorglegt er það að við séum með undirskriftasöfnun til þess að bandarískur kaffirisi opni kaffihús á Íslandi? Mjög, segi ég. – Ég gleymi því seint hversu æstir allir í kringum mig voru í að fá Burger King til landsins. Sú keðja átti nú aldeilis að bæta líf landans.

 • Forsíðuviðtalið á Vikunni er við þulu, sem er ósátt við starfslok sín á RÚV. Bara ef einhverjir skyldu hafa misst af því.
 • Er einhver þarna úti sem fílar M.I.A.? Ég verð forvitinn yfir því hvað hún fær fáránlega góða dóma fyrir tónlistina, en ég hef aldrei nennt að hlusta á plöturnar hennar oftar en tvisvar. Bíður mín einhver dæmalaus snilld ef ég hef aðeins meiri þolinmæði?
 • Að lokum legg ég til að stelpur fólk verði skikkað til að dagsetja MæSpeis myndir af sjálfu sér.

Takk. Áfram með uppboðið.

Ferðalög, ljóskur og kossar

Í New York Times í dag: The 53 places to go in 2008.  Kjörin síða til að láta sig dreyma yfir leiðinlegum fótbolta í sjónvarpinu á laugardagseftirmiðdegi.

Á BBC: The Blonde Map of Europe.  Á þessu korti sést hvar er hlutfallslega mest af ljóshærðu fólki.  Ég hef svo sem ekkert verið að fela aðdáun mína á dökkhærðum stelpum hingað til, þannig að sennilga ætti ég að halda mig frá Svíþjóð norðan Stokkhólms.

Hérna er svo kort af því hversu oft þú átt að kyssa fólk á kinnarnar í Frakklandi.  (via [MeFi](http://www.metafilter.com))

Punktar

Punktar

 • Ég get svarið það að sumt fólk á Facebook vinalistanum mínum er í fullu starfi við að senda út tilkynningar um alls konar dót sem það er að prófa. Það passar hreinlega ekki að þetta fólk sé í annari vinnu.
 • Smá hint til mannsins sem tekur við af Steve McClaren. Ef þú vilt prófa nýjan mann í stöðu markvarðar, þá skaltu leyfa honum að spila allavegana heilan æfingaleik til að byrja með. Ekki setja hann í byrjunarliðið í mikilvægasta leik síðustu 2 ára á rennblautum heimavelli gegn besta liðinu í riðlinum. Ég hélt að þetta væri common sense, en það er það greinilega ekki fyrir 2nd choice Steve.
 • Nýi Foo Fighters diskurinn er verulega góður. Hann er búinn að halda mér í gangi í ræktinni undanfarna daga.
 • Mér sýnist þetta ár ætla að vera miklu betra en 2006 hvað varðar tónlist. Ég var að skoða listann minn yfir bestu plötur síðasta árs og af þeim lista hlusta ég bara á eina plötu enn í dag, Futuresex/Lovesounds með Justin Timberlake. Ég held að bara tvær efstu plöturnar á þeim lista, Dylan og Timberlake kæmust inná listann yfir topp 10 bestu plötur þessa árs að mínu mati.
 • Nýji Places fídusinn í Flickr er æðislegur. Þar geturðu flett upp nafni staðar og fengið myndir þaðan. Sjá t.d. Reykjavík, Roatan, Goa, Dhaka og svo framvegis. Mjög sniðugt til að skoða staði fyrir ferðalög.
 • Fyrir þá sem vilja gera lítið úr átaki Steinunnar Valdísar (t.d. allir sem hringdu inn í Reykjavík Síðdegis áðan) fyrir því að taka upp kynlaus starfsheiti, þá er þessi pistill góður.

Þetta [yfirlit](http://www.nationmaster.com/graph/cri_rap_percap-crime-rapes-per-capita) er nokkuð magnað.  Sérstaklega þegar bornar eru saman þjóðirnar í sætum 10, 29 og 37.

Lífið

Oh, how true.

It’s scary. One day you’re 21, playing PS2 and getting drunk every night. Then suddenly, you’re 29, playing PS3, getting drunk every other night, and all your friends are married and/or have kids. How did things change so fast??

[link](http://www.facebook.com/group.php?gid=2450656468&ref=nf).

Stjórnmálapunktar

Ég eyddi meirihluta helgarinnar á Landsþingi Ungra Jafnaðarmanna. Það var nokkuð skemmtilegt. Auðvitað var fínt partí á laugardeginum og svo var málefnavinnan góð. Ég sat í tveimur hópum, annars vegar um utanríkismál þar sem við [ályktuðum](http://politik.is/?i=15&b=5,1335&offset=&offsetplace=&expand=4) um að við vildum ganga í ESB og fleira skemmtilegt og svo sat ég í hópi sem fjallaði um jafnrétti og kvenfrelsi. Það var einnig mjög skemmtilegt. Ályktanirnar voru [góðar](http://politik.is/?i=15&b=5,1334&offset=&offsetplace=&expand=4). Hvet alla til að lesa ályktanir beggja hópanna, þar sem þetta er guðdómlegur sannleikur.

* * *

Þetta REI mál er alveg stórkostlegt. Einsog einn félagi minn benti á þá er það alveg ótrúlega fáránlegt að ákvörðun um einkavæðingu á stóru fyrirtæki sé tekin til þess eins að friða borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

* * *

Á DV.is rakst ég á [þessa frétt](http://dv.is/frettaauki/lesa/1217):

>Erlendi starfsmaðurinn starfar hjá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík, en talsverður fjöldi útlendinga starfar þar ár hvert yfir sláturtíðina. Nú í haust eru alls 55 erlendir starfsmenn hjá fyrirtækinu í tengslum við sláturtíðina, eða um tæplega 70% af því fólki sem ráðið er til starfa vegna hennar. Eru starfsmennirnir frá um fjórtán þjóðlöndum.

Þarna á svo að fara að byggja álver. Hvort ætli útlendingum fjölgi eða fækki við það?

* * *

Annars er ég bara hress.

Ég er að horfa á þennan þátt, sem ég actually keypti mér á iTunes. Um þennan þátt og Rock of Love ætla ég að skrifa lærðan pistil á þessa síðu enda orðið alltof langt síðan ég skrifaði um drasl sjónvarp á þessa síðu. Já, og hárið mitt. Ég fór í klippingu í dag og er bara nokkuð sáttur.

.

Punktar:

– Fyrir einhverjum vikum hlustaði ég á Mína Skoðun á X-inu. Þar kom upp umræða um Formúlu 1. Þar lýsti þáttastjórnandinn yfir því hvað hann væri hrifinn af Lewis Hamilton. Og þá kom kommentið: “[Hann](http://www.f1fanatic.co.uk/wp-content/uploads/2006/12/lewishamilton_mclaren-mercedes_2006_postseason.jpg) er Tiger Woods Formúlunnar!”. Þetta fannst mér fyndið.
– [Mál Michael Vick](http://sports.espn.go.com/nfl/news/story?id=2983121) er ótrúlega athyglisvert, ekki bara fyrir þá sem hafa áhuga á bandarískum íþróttum. Michael Vick er sennilega einn allra besti leikmaðurinn í NFL deildinni, en hann er nýbúinn að viðurkenna það fyrir dómi að hafa styrkt og ástundað hundaslagsmál. Hann þjálfaði hunda uppí slagsmál og sá m.a. um að drepa þá hunda sem stóðu sig ekki með þvi að hengja þá eða drekkja. Fyrir þetta hefur hann verið fordæmdur í bandarískum fjölmiðlum og hann á yfir höfði sér fangelsisvist. Þó eru margir sem segja að það hafi ekki [hjálpað málstað Vick að hann sé svartur](http://sports.espn.go.com/nfl/news/story?id=2986382).
– Nýja Manic Street Preachers platan er æði.  Hvet alla til að kaupa sér hana, setja Imperial Bodybags á og stilla græjurnar á hæstu stillingu.  Þvílíkt lag!

– Þessi [blessaði borgarstjóri](http://deiglan.com/index.php?itemid=11372) okkar er alltaf að finna nýjar leiðir til að fá mig til að sakna R-listans. Ég get varla fundið neina stóra ákvörðun eða yfirlýsingu hans, sem að ég hef verið sammála. Það er visst afrek.