Stjórnmálapunktar

Ég eyddi meirihluta helgarinnar á Landsþingi Ungra Jafnaðarmanna. Það var nokkuð skemmtilegt. Auðvitað var fínt partí á laugardeginum og svo var málefnavinnan góð. Ég sat í tveimur hópum, annars vegar um utanríkismál þar sem við [ályktuðum](http://politik.is/?i=15&b=5,1335&offset=&offsetplace=&expand=4) um að við vildum ganga í ESB og fleira skemmtilegt og svo sat ég í hópi sem fjallaði um jafnrétti og kvenfrelsi. Það var einnig mjög skemmtilegt. Ályktanirnar voru [góðar](http://politik.is/?i=15&b=5,1334&offset=&offsetplace=&expand=4). Hvet alla til að lesa ályktanir beggja hópanna, þar sem þetta er guðdómlegur sannleikur.

* * *

Þetta REI mál er alveg stórkostlegt. Einsog einn félagi minn benti á þá er það alveg ótrúlega fáránlegt að ákvörðun um einkavæðingu á stóru fyrirtæki sé tekin til þess eins að friða borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

* * *

Á DV.is rakst ég á [þessa frétt](http://dv.is/frettaauki/lesa/1217):

>Erlendi starfsmaðurinn starfar hjá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík, en talsverður fjöldi útlendinga starfar þar ár hvert yfir sláturtíðina. Nú í haust eru alls 55 erlendir starfsmenn hjá fyrirtækinu í tengslum við sláturtíðina, eða um tæplega 70% af því fólki sem ráðið er til starfa vegna hennar. Eru starfsmennirnir frá um fjórtán þjóðlöndum.

Þarna á svo að fara að byggja álver. Hvort ætli útlendingum fjölgi eða fækki við það?

* * *

Annars er ég bara hress.

Ég er að horfa á þennan þátt, sem ég actually keypti mér á iTunes. Um þennan þátt og Rock of Love ætla ég að skrifa lærðan pistil á þessa síðu enda orðið alltof langt síðan ég skrifaði um drasl sjónvarp á þessa síðu. Já, og hárið mitt. Ég fór í klippingu í dag og er bara nokkuð sáttur.

3 thoughts on “Stjórnmálapunktar”

  1. Rock of Love er auðvitað ein mesta snilld sem hefur verið sýnd í sjónvarpi! En vissir þú að það á að gera aðra seríu? Það eru lengi búnar að vera getgátur um hver yrði í henni… Dava Navarro, Mark McGrath… en svo var tilkynnt í gær að það verður enginn annar en… tatata… Bret Micheals!

  2. Jammm, ROL er svo mikil snilld. Verð eiginlega að fara að skrifa um þetta. Það er nefnilega svo furðu mikið sameiginlegt með vali Flava og Michaels. Báðir velja sætustu stelpuna, sem er yfir 20 árum yngri en þeir og sem myndu aldrei líta við þeim með slökkt á sjónvarspmyndavélum. Og bæði samböndin klikkuðu strax.

    En ég hlakka til að sjá ROL 2. 🙂

Comments are closed.