Þunglyndi og markverðir frá Póllandi

Það er ekki á mann leggjandi að byrju þynnkudag á því að Liverpool tapi fyrir Man United. Ég er búinn að vera hálf þunglyndur í allan dag. Var á djammi í gær en reif mig upp þegar nokkrir vinir komu í heimsókn til að horfa á leikinn. Leikurinn var svo ömurlegur. Skap mitt er sambland af þreytu, þynnku og þessu tapi. Semsagt ekki skemmtilegur kokteill.

Ætla að fara snemma að sofa í kvöld, þar sem ég held að frekari mannleg samskipti séu ekki æskileg. Nokkuð góður mælikvarði á það er þegar mamma fer að kvarta yfir því að ég sé alltof daufur.


Það var semsagt starfsmanndjamm á Serrano í gær. Mjöög skemmtilegt. Upphaflega ætlaði ég ekki að drekka, en það klikkaði. Fór svo í bæinn með fólkinu. Allir vildu fara á Gaukinn, þar sem það virðist vera staður fyrir uuuuunga fólkið. Semsagt staður þar sem öllum er hleypt inn. Dyravörðurinn spurði mig um skilríki og ég spurði tilbaka: Ertu að spyrja MIG um skilríki. Hann leit á mig og sagði, nei drífðu þig bara inn.

Ég meina þetta var einsog á þriðjubekkjarkvöldi í Verzló. Ég er nú alltaf hræðilega slappur í því að segja til um aldur stelpna (mér finnst þær alltaf vera miklu eldri en þær eru) en strákarnir þarna virtust margir hverjir ekki vera mikið eldri en 14. Eða það fannst mér allavegana. Ég gafst fljótt upp. Var líka ekkert alltof hress eftir veikindin. Hafði verið í fínu stuði í partíinu, en hafði greinilega ekki úthaldið með mér. Ákvað bara að fara heim, þrátt fyrir að ég hafi nú ekki verið mjög drukkinn.


Á mánudaginn er ég að fara til Póllands, heimalands Jerzy [fokking](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/01/15/15.00.57/) Dudek og verð í þrjá daga í Varsjá. Ég hef alltaf haft ákveðna fordóma gagnvart Póllandi, sem ég veit ekki almennilega af hverju eru til staðar en mig hlakkar samt til að fara til Póllands. Ég er bölvaður asni að nýta ekki ferðina betur og reyna að túristast eitthvað, en maður ætti þó að sjá eitthvað. Kannski verð ég alveg heillaður og losna við alla mína fordóma. Hver veit?


Kannski er þetta þynnkan, sem talar. Eeeen, mér finnst Fall to Pieces með Velvet Revolver vera helvíti flott lag. Ég fíla [Slash gítarinn](http://www.fitzmulti.com/bands/slash.jpg), enda var ég mikill Guns ‘n Roses aðdáandi. Ég var líka ýkt mikill Stone Temple Pilots aðdáandi, þannig að mér líður einsog ég sé 15 ára all over again þegar ég hlusta á þetta.

4 thoughts on “Þunglyndi og markverðir frá Póllandi”

  1. Bý með tveimur pólverjum á kollegíinu sem ég bý á. Þetta eru hinir mestu snillingar og finnst mér þeir oft miklu líkari mér (fyrir utan hvað þeir drekka óg. mikinn vodka) heldur en danirnir. Allavega fíla þessa póverja mjög vel en hef aldrei séð neitt fólk drekka svona mikið.

  2. Já, með tilkomu Velvet Revolver fékk maður alveg 50% af GNR aftur… sólóarnir, maður saknaði þeirra. Líka óhugnalegt hvað mér finnst S. Weiland fitta beint úr STP neyslunni yfir í GNR line up. Þeir voru nú ekkert bestu vinir hér á árum áður er sagt. Í það minnsta ekki Axl Rose og STP.

    En gott lag, það er alveg rétt. Óháð þynnku.

    kv, tobs

  3. pólverjar eru sætastir af öllum þessum þjóðum þarna í rassgati.. alla vega strákarnir…
    stelpurnar eru aftur á móti allar ljótar.. með rosa stóra kjálka… en þessi niðurstaða mín er byggð á pólska landsliðinu í badminton.. á kannski ekki við um alla þjóðina..

  4. Jamm jamm, ég á svo sem ekki von á neinu öðru en að Pólverjar séu snillingar, líkt og til dæmis Rússar, sem ég dýrka.

    En leiðinlegt að heyra með stelpurnar. Held að það sé þó hæpið að draga ályktanir út frá badminton-landsliðum viðkomandi landa 🙂

Comments are closed.