Lesbísk gengi að taka yfir Bandaríkin, Fratellis, Emil og fleira

Ó, Bill O’Reilly er snillingur

Eftir viðtalið viðurkenndi viðmælandi Bills eftirfarandi hluti:

Hann sagði í viðtalinu að í Washington DC væri 150 lesbísk gengi. Hið rétta er að í borginni eru 150 gengi og af þeim séu hugsanlega einhver lesbísk. Einnig sagði hann í viðtalinu að þessi lesbísku gengi væru orðin landlæg plága, en réttara hefði verið að segja að á landsvísu væru vaxandi áhyggjur af öllum tegundum af gengjum og að einhver þessara gengja væru lesbísk.

Fox News klikka ekki. (via [Dlisted](http://dlisted.com/node/12433))

* * *

Þetta er [rosalegur bíó trailer](http://www.apple.com/trailers/paramount/11808/large.html) (via [DF](http://daringfireball.net/linked/2007/july#tue-10-011808))

* * *

Ég var [afskaplega hress (og drukkinn) á djamminu á Vegamótum á laugardaginn](http://www.flickr.com/photos/elinsvafa/756336427/) Þrátt fyrir að myndin af mér sé hræðileg, þá er hún samt betri en fyllerísmyndir af mér eru vanalega. Það segir meira en mörg orð. Emil vinur minn er þarna að pósa með pósu sem hann hefur sjálfur fullkomnað í gegnum árin. Pósan heitir “Að taka Emil”. Fáir ná henni jafnvel og hann.

* * *

Nú hlusta ég ekki á útvarp, þannig að ég veit ekki hvort að Flathead með The Fratellis var einhvern tímann vinsælt lag hérna á Íslandi. En eftir að ég kom frá USA er ég með það á heilanum. Mig langar alltaf til að hoppa þegar ég hlusta á það. Sem þýðir að ég hlusta helst aðeins á það inní herbergi hjá mér, svo að nágrannarnir haldi ekki að ég sé að verða geðveikur.

Þú getur hlustað á Fratellis lagið á [MæSpeis prófílnum þeirra](http://www.myspace.com/littlebabyfratelli). Ef þú vilt hlusta á lagið á meðan þú horfir á mynd af mér og lest um mig, þá geturðu líka hlustað á það á [MæSpeis prófílnum mínum](http://myspace.com/einaro). 🙂

Ok, ekki meira kaffi.

Ég á Facebook

Þar sem mér fannst ég ekki sóa nægilega miklum tíma á MySpace, þá ákvað ég að búa líka til prófíl á Facebook. Hef reyndar verið með þennan prófíl nokkuð lengi en ekkert gert í honum fyrr en nú.

* * *

Annars er það af mér að frétta að ég er að deyja úr þynnku eftir djamm á Vegamótum í gær. Takk fyrir að spyrja.

  * * *

Ég elska Galapogos með Smashing Pumpkins.   Ó já!

Ástir á MæSpeis og í Séð & Heyrt

Ó, það er svo rómó að skoða forsíðuna á Séð & Heyrt þessa vikuna, sem ég rakst á útí Melabúð (smellið á myndina til að fá stærri útgáfu).

MySpace ást

Tvennt er athyglisvert við þessa frétt. Fyrir það fyrsta, þá virðist vera einhver von fyrir þá þúsundir erlendra karlmanna, sem að hanga á MæSpeis síðum íslenskra stelpna (sérstaklega þeirra ljóshærðu). [Fyrst þessi ástarsaga](https://www.eoe.is/gamalt/2007/04/17/17.05.07/) og svo núna er það sjálf Ungfrú Ísland. Ég ætti kannski að eyða enn meiri tíma á MySpace 🙂

En án alls gríns, þá finnst mér seinni punkturinn við þetta mál vera hálf krípí – eða allavegana miðað við þær forsendur sem ég gef mér (sem ég veit ekki hvort eru réttar). Við greinina er slatti af myndum. Þar á meðal myndir af Jóhönnu með stjúpmömmu sinni og eftir að hún var krýnd Ungfrú Ísland. Þær myndir eru sagðar vera teknar af Birni Blöndal, en að aðrar myndir séu “úr safni”.

Þetta “úr safni” finnst mér hálf skrýtið þar sem ég get hreinlega ekki séð annað en að hinar myndirnar séu myndir teknar af MySpace síðu Jóhönnu. Þarna er stór mynd, sem ég get ekki betur séð en að sé [prófíl mynd Jóhönnu](http://www.myspace.com/jaywe) þessa stundina (þau að leiðast á ströndinni). Sú mynd er klárlega tekin af netinu þar sem hún er í mjög lélegri upplausn í Séð & Heyrt. Ég verð því að efast um að Jóhanna hafi látið S&H fá myndirnar – þar sem hún á væntanlega myndirnar í hærri upplausn í sínu einkasafni.

Hinar myndirnar sem eru í greininni eru svo alveg dæmigerðar MæSpeis myndir (meira að segja ein mynd sem er tekin í spegli – gæti ekki verið meira MæSpeis!). Til að mynda er mynd af stráknum í mjög grófri upplausn. Jóhanna er með lokað á sinn prófíl, nema fyrir vini, þannig að ég get ekki sannreynt að myndirnar séu allar á MySpace síðunni hennar.

Nú má vel vera að þetta sé allt rangt hjá mér – en einsog þetta lítur út fyrir mér þá hefur einhver frá Séð & Heyrt komist inná **lokaðan** MæSpeis prófíl hennar Jóhönnu (sem er væntanlega ekki ýkja erfitt), lesið ferðasöguna hennar og tekið svo myndirnar hennar og búið til úr því blaðagrein.

Mér finnst þetta alveg óheyrilega krípí.

Vinsældir Liverpool bloggsins

(Þessi færsla birtist einnig á Liverpool blogginu)

Kristján Atli kom fram í útvarpsþætti fyrir nokkru þar sem hann var spurður í gríni hvort að Liverpool bloggið væri vinsælla en bloggið hjá Ellý Ármanns. Ég held að hann hafi giskað á að svo væri án þess að hugsa eitthvað nánar útí það. Ég ákvað í framhaldinu að reyna að komast að því hvort það væri einhver bloggsíða á Íslandi vinsælli en Liverpool bloggið.

Aðeins er hægt að fá upplýsingar um vinsælustu bloggin á vísi.is og á mbl.is. Á Vísi.is eru [vinsælustu bloggin](http://blogg.visir.is/vinsaelir-bloggarar) þessi (og fjöldi innlita á einni viku fyrir aftan).

1. Henry Birgir – 9.296
2. Höskuldur Kári – 7.887
3. Steingrímur Sævarr – 6.735

Á Blog.is hjá MBL eru [vinsælustu bloggin](http://www.mbl.is/mm/blog/top.html) svona – ásamt fjölda innlita í síðustu viku:

1. Ellý Ármanns – 12.531
2. Áslaug Ósk – 12.050
3. Stefán Friðrik – 11.898

Samkvæmt Blogg Gáttinni er vinsælasta bloggið hjá Stefáni Friðrik – en hann er þó aðeins í þriðja sæti á mbl.is, sem þýðir væntanlega að fleiri aðilar stimpla beint inn Ellý og Áslaugu eða fara þangað af forsíðu mbl.is. Það gefur þó líka einhverja smá vísbendingu að það sé ekki líklegt að mörg blogg utan Moggabloggsins komist nálægt þeim stærstu þar í vinsældum.

Liverpool bloggið nýtur hins vegar ekki kosta ókeypis auglýsingar á forsíðu og í fréttum mbl.is einsog Mogga bloggin gera. Ef svo væri, mætti væntanlega búast við því að síðan væri enn vinsælli.

Hins vegar líta hlutirnir svona út á Liverpool blogginu varðandi heimsóknir. Í vikunni sem endaði 1.júlí (sem er síðasta vika sem við eigum upplýsingar um), þá var fjöldi innlita á Liverpool blogginu **13.905**, sem er 11% fleiri innlit en hjá næstvinsælusta blogginu, sem er bloggið hennar Ellý Ármanns (sjá skjámynd frá teljari.is [hérna](http://www.flickr.com/photos/einarorn/740513580/)).

Nú skal það tekið fram að ég hef ekki upplýsingar um önnur blogg utan Vísis og MBL, sem hugsanlega geta verið vinsæl, þar sem þær upplýsingar eru ekki opinberar. Hugsanlegt er að blogg einsog hjá Ármanni Jakobss og Pétri Gunnars komist nálægt þessum MBL/Vísis bloggum að vinsældum, en ég er þó ekki viss.

Semsagt, ef við tökum þetta allt saman miðað við opinberar tölur, þá líta vinsælustu blogg landsins svona út.

1. **LIVERPOOL BLOGGIÐ: 13.905**
2. Ellý Ármanns: 12.531
3. Áslaug Ósk 12.050
4. Stefán Friðrik 11.898
5. Jenný Anna 9.759
6. Henry Birgir 9.296

Semsagt, við erum langflottastir. 🙂

Ástæðan fyrir þessari samantekt er líka auðvitað sú að við höfum íhugað það að setja inn einhverjar auglýsingar til að standa undir rekstri síðunnar, sem ég og Kristján höfum að mestu greitt fyrir hingað til – og einnig vegna þess að við erum að íhuga að færa hana inná nýtt lén, þannig að hún losni undan eoe.is léninu. Við erum búnir að finna eina hugmynd að léni, en allar tillögur eru vel þegnar.

Áfram Liverpool!

Kjötbollur? Í alvöru talað?

Ég er kominn heim. Þið getið því formlega kysst þetta góða veður BLESS!

* * *

Tveir náungar sem ég þyrfti að eiga orð við. Fyrir það fyrsta: Gaurinn sem ákvað að Flugleiðir myndu servera kjötbollur úr kjötfarsi í Ameríku-fluginu! Í alvöru talað? Kjötfars er að mig minnir samblanda af bylgjupappa og innyflum úr óþekktum dýrategundum. Gat enginn hjá Icelandair fundið aaaðeins ódýrara kjöt? Var allt hvalkjöt uppselt?

Seinni gaurinn er diplómat í Brussel, sem ákvað það – að eftir að maður hefur farið í gegnum vopnaleit í USA þar sem ég þurfti meðal annars að fara úr skónum og standa inní klefa þar sem einhverjum efnum var sprautað á mig í 15 sekúndur – og eftir 5 tíma flug í þröngri flugvél, þá þyrfti maður líka að standa í biðröð eftir því að fara í aðra vopnaleit þegar maður er kominn heim til Íslands.

Svo þegar maður er nýbúinn að setja á sig beltið, þá tekur tollurinn aftur af mér allar töskurnar og leitar í þeim líka.

Velkominn til fokking Íslands.

(Annars var ferðin frábær. Skrifa meira um hana seinna).

Helgin í Chicago

Helgin hérna í Chicago er búin að vera frábær. Ég sit núna inná Melrose diner-num, sem er við hliðiná íbúðinni hans Dan hérna í Lake View hverfinu, og bíð eftir uppáhaldsmorgunmatnu mínum, french toast. Hverfið sem Dan býr í er akkúrat einsog ég vil hafa hverfi. Full af búðum og kaffihúsum og af lífi. Það er alltaf fulltaf fólki útá götu og inná kaffihúsunum hérna í kring. Svona á þetta að vera. Og ekki skemmir þetta yndislega veður sem hefur verið hérna í Chicago síðustu daga.

Á föstudagskvöldið kíktum við aðeins útá lífið. Borðuðum fyrst á mið-austurlenskum veitingastað með Dan, kærustu hans og vinkonu hennar og kíktum svo á einhverja 2-3 bari. Dan var eitthvað hálf slappur þannig að við entumst ekki mjög lengi.

Á laugardaginn ákváðum ég og Dan svo að kíkja uppí Wrigleyville til að kíkja á það hvort við fengjum ekki miða á Cubs leikinn þann daginn. Við áttum vissulega miða á sunnudagsleikinn líka, en ég vildi sjá eins marga leiki og ég gat þannig að ég ákvað að splæsa á miða líka á laugardaginn. Við fengjum því frábæra miða rétt fyrir aftan fyrstu höfn, þar sem við sátum í sólinni og drukkum bjór. Leikurinn fór reyndar ferlega illa, en það breytir ekki öllu.

Um kvöldið fórum við svo á heljarinnar djamm. Byrjuðum heima hjá kærustu Dan í grillpartíi þar sem nokkrir vinir okkar voru samankomnir. Svo um miðnætti fórum við á Crobar næturklúbbinn, sem mér fannst dálítið fyndið þar sem þetta er sami næturklúbburinn og við Hildur fórum nokkrum sinnum saman á þegar við bjuggum hérna í Chicago. Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru 5 ár núna síðan ég flutti heim frá Chicago. Stundum er það hreinlega asnalegt hvað tíminn líður hratt.

En allavegana, djammið var frábært og entist ansi lengi og því var þynnkan í gær næstum því óbærileg. Við fórum þó fjögur saman á annan Cubs leik (ég, Dan, kærasta hans og bróðir hennar) á Wrigley Field. Í þetta skiptið sáum við þó glæsilegan sigur. Eftir það fórum við á hverfahátíð þar sem við borðuðum pizzur og horfðum á útitónleika. Gærkvöldinu eyddum við Dan svo heima, þar sem við létum restina af þynnkunni renna útúr kerfinu með því að spila NBA Live.

Í dag er það svo Taste of Chicago, sem er snilldarhátíð í Grant Park þar sem tugir veitingastaða setja upp bása í garðinum og bjóða uppá sína bestu rétti. Á morgun er það svo flug til Washington DC.

Skrifað í Chicago, Illinois klukkan 11.40

Atvinna

Við á Serrano erum að leita okkur að starfsfólki í afgreiðslu í vetur. Þetta er semsagt dagvinna. Vaktaálag er sveigjanlegt og laun eru góð.

Ef þið hafið áhuga, eða vitið um einhvern, sem hefur áhuga – endilega sendið mér póst á einarorn@gmail.com – eða hafið samband uppá stað í síma 551-1754.

Smellið á auglýsinguna til að sjá stærri útgáfu

Álagningarskrár

Af hverju heyrist alltaf hæst í SUS þegar að [álagningarskrár eru lagðar fram](http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1214868)?

Ekki það að málefnið er gott, en það er einsog þeir fái alltaf aukinn kraft í kringum þetta eina málefni. Ekki sér maður sama eldmóð þegar kemur að hlutum sem skipta almenning actúallí einhverju máli. Til dæmis hluti einsog matvælaverð, sem er mikið í umræðunni þessa dagana.

Ferðapælingar – Indlandsferð

Fyrir tveim árum skrifaði ég lista yfir 15 staði, sem mig langaði verulega mikið til að heimsækja. Einsog ferðapælingarnar mínar eru akkúrat núna þá gæti ég hugsanlega heimsótt þrjá þessara staða núna í haust.

Ferðapælingarnar eru aðeins að taka einhverja skýrari mynd í hausnum á mér eftir að hafa lesið í gegnum ferðabækur og heimsótt ýmsar vefsíður. Ég er búinn að fá vegabréfsáritun til Indlands og vegabréfið mitt er á leið til London þar sem ég fæ vonandi vegabréfsáritun til Nepal.


Ég hugsa að ég hafi um tvo mánuði til að ferðast og það ætti að geta orðið ágætis ferðalag. Ég er að gæla við að sjá eftirfarandi lönd: Indland, Bangladesh, Nepal og Kína. Þarna eru auðvitað tvö fjölmennustu lönd veraldar, svo ég sé auðvitað ekki nema brot af þeim löndum.

Planið er semsagt núna að fljúga til Delhi. Ýmislegt veltur á því hversu miklum tíma ég ætla að eyða í Nepal, en ef ég sleppi lengri gönguferðum, þá ætla ég að reyna að eitthvað af vestur Indlandi, þar á meðal Amritsar og þar í kring. Ef ég labba mikið í Nepal þá ætla ég hins vegar að sleppa þessum hluta.

Allavegana, frá Delhi getur maður auðvitað séð Taj Mahal. Síðan myndi ég halda í austur og fara til Varanasi og þaðan upp til Nepal. Í Nepal myndi ég strax fara upp til Khatmandu dalsins og skoða umhverfið þar. Spurningin er svo hvort ég leggi í lengri gönguferð. Í Nepal eru tvær þriggja vikna göngur, sem að heilla mig. Annars vegar er það gangan uppað grunnbúðum Mt. Everest og hins vegar er það ganga um Annapurna fjöllin. Ég þarf eiginlega að gera upp við mig hvort ég nenni í svona langar göngur.

Allavegana, frá Nepal ætla ég svo að fara í hópferð upp til Tíbet. Ég komst að því að kínverska sendiráðið hérna á Íslandi gefur ekki út vegabréfsáritanir til fólks, sem er að ferðast til Tíbet þannig að ég þarf að skoða þau mál í Khatmandu. Í Tíbet er auðvitað draumurinn að skoða Potala höllina í Lhasa, sem mig hefur lengi dreymt um að heimsækja.


Ferðin til Tíbet er hringferð, sem endar í Khatmandu. Þaðan ætla ég að skoða Royal Chitwan þjóðgarðinn í Nepal þar sem ku vera ansi vinsælt að ferðast um á fílum.

Svo myndi ég væntanlega fara aftur inní Indland. Er ekki alveg búinn að gera upp við mig hversu mikið ég geri þar, en ég er allavegana að hugsa um að enda ferðina í Bangladesh. Þar ætla ég að fara til höfuðborgarinnar Dhaka og þaðan niður einhverja ánna niður til Sundarbarns. Þaðan eflaust upp til Dhaka og svo aftur til Delhi þar sem ég myndi fljúga aftur til London.

Uppáhalds íslensku plöturnar

Af því að ég hef lítið til að skrifa um, þá ætla ég að drífa mig í að koma saman lista sem er búinn að vera lengi í hausnum á mér. Semsagt, yfir uppáhalds íslensku plöturnar mínar. Listinn ber aldur minn greinilega með sér, þar sem engin plata er meira en 15 ára gömul. Einhvern veginn hef ég aldrei komist inní gamla íslenska tónlist, hvort sem það eru gamlar Bubba plötur eða Trúbrot (fyrir utan Lifun) eða annða slíkt.

Þannig að hérna er listinn. Reglan er sú að það er bara ein plata með hverri hljómsveit. Annars hefðu Sigur Rós og Maus geta komið inn fleiri plötum.

  1. Sigur Rós – Ágætis Byrjun Einfaldlega besta íslenska plata allra tíma. Mér finnst hinar tvær Sigur Rósar plötuarnar, sem hafa komið út eftir ÁB vera frábærar, en Ágætist Byrjun var bara svo mikil bylting fyrir mér þegar ég heyrði hana fyrst, að hún á skilið efsta sætið.

    Ég hef líka séð Sigur Rós tvisvar á tónleikum – bæði skiptin í Chicago – og báðir þeir tónleikar eru meðal eftirminnilegustu tónleika ævi minnar.

    Ég á líka afskaplega erfitt með að skilja fólk, sem fílar ekki Sigur Rós. Ég sýni því vanalega skilning þegar fólk, sem ég tala við, fílar ekki Elvis Costello, Maus eða Dylan. En ég á alltaf jafn erfitt með að skilja að Sigur Rós skuli ekki vera tónlist sem að allir fíli. En svona er þetta víst. Besta lag: Ágætis Byrjun

  2. Maus – Lof Mér að falla að þínu eyra: Sko, af fyrstu þrem lögunum á plötunni eru tvö lög – sem kæmust inná lista yfir topp 20 íslensku lögin hjá mér – Poppaldin og Síðasta Ástin fyrir Pólskiptin. Einu sinni fannst mér Maus leiðinleg hljómsveit. Svo sá ég ljósið. Besta lag: Poppaldin
  3. Björk – Post: Besta platan með Björk. Besta lag: Hyperballad
  4. Mínus – Halldór Laxness: Besta rokkplata Íslandssögunnar. Punktur! Besta lag: The Long Face
  5. Nýdönsk – Deluxe: Þegar ég var unglingur þá dýrkaði ég aðallega tvær hljómsveitir, Jet Black Joe og Nýdönsk. Af plötum Nýdanskar þá er Deluxe einfaldlega best. Besta lag: Landslag Skýjanna
  6. Jet Black Joe – You Ain’t Here: Komst ansi nálægt því að fylgja JBJ á hverja tónleika, sem ég komst á þegar ég var lítill. Besta lag: You can Have it All
  7. XXX Rottweiler Hundar – XXX Rottweiler Hundar : Skemmtielgasta hip-hop platan, sem hefur komið út á Íslandi. Kannski ekki sú besta, en að mínu mati sú skemmtilegasta. Besta lag: XXX
  8. Quarashi – Jinx: Besta plata Quarashi, sem er að mínu mati frábær sveit – sérstaklega þegar þeir halda sig frá rokki. Besta lag: Mr. Jinx
  9. Mugison – Mugimama is this monkey Music
  10. Múm – Finally we are no one

Ykkur er velkomið að vera ósammála.