Spennandi próflestur

Síðustu dagar hafa ekki verið ýkja spennandi. Alveg einsog í dagurinn í dag, þá hafa síðustu dagar farið í lestur og ritgerðasmíð. Núna akkúrat er það stjórnmálafræðin, var að klára hina athyglisverðu The Mystery of Capital: Why Capitalism Triumphs in the West and Fails Everywhere Elseog þarf næst að lesa States and the Reemergence of Global Finance : From Bretton Woods to the 1990s.

Einu pásurnar, sem maður tekur eru vegna íþrótta í sjónvarpinu. Í morgun horfði ég á Liverpool-‘Boro, sem Liverpool vann frekar auðveldlega. Á morgun er það svo aðalleikurinn í NFL, Chicago Bears – Green Bay Packers. Annars ætti ég sennilega að sleppa því að horfa á þann leik, en ég efast um sjálfsaga minn.

Jú, svo fórum við Hildur á ‘s 11 í gær. Hún var góð. Mjög góð.