Box í sjónvarpinu

Sjónvarpsstöðin Fox er án efa sú metnaðarfyllsta í dagskrárgerð hér í Bandaríkjunum. Sem dæmi um frábæra þætti má nefna Who wants to marry a multi-millionaire, Love Cruise, Temptation Island og Glutton Bowl – The world’s greatest eating contest.

Í kvöld ætla þeir á stöðinni að toppa það allt með Celebrity Boxing. Þarna munu útbrunnar stjörnur berjast í alvöru boxi. M.a. mun Vanilla Ice berjast við Todd Bridges. Síðan mun skautastjarnan Tonya Harding berjast við fyrrum ástkonu Bill Clinton, Paulu Jones.

Ef þetta verður ekki snilld, þá mun ég hætta að horfa á sjónvarp.