Ókeypis til Ísrael

Það er greinilegt að ferðamálaráðið í Ísrael er í ham þessa dagana. Jens PR bendir á kynningu á sólarlandaferðum til Ísrael á Íslandi. Í skólanum mínum var í gær verið að kynna ferðir til Ísraels. Öllum gyðingum á milli 18 og 26 er boðið í ókeypis ferðalag í 10 daga til Ísrael.

Nokkrir af mínum bestu vinum hérna eru gyðingar en ég efast um að þeim langi mikið til Ísrael akkúrat þessa stundina.

Ég er ennþá í þjóðkirkjunni, sem er víst lúterstrúar. Mér finnst að lúterska kirkjan ætti að bjóða mér ókeypis til Þýskalands.